Showing 2 results

Authority record
Organization Ferðalög

Ferðafélag Íslands (1927-)

  • S03451
  • Organization
  • 27.11.1927-

Ferðafélag Íslands, stofnað 27. nóvember 1927. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands. Björn Ólafsson tók að sér að stofna félagið fyrir hvatningu hans og fékk til liðs við sig átta menn til að undirbúa stofnfund. Þangað mættu 63 stofnfélagar. Félinu voru sett lög og kosin stjórn. Jón Þorláksson var kosinn forseti félagsins.
Markmið félagsins er að hvetja til ferðalaga um landið og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landi sínu, náttúru þess, og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varnfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.