Sýnir 13 niðurstöður

Nafnspjöld
Vestur-Íslendingar

Árni Kristinsson (1883-)

  • S03447
  • Person
  • 30.04.1883-

Árni Kristinsson, f. 30.04.1883, dánardagur óþekktur. Fór til Vesturheims 1888 sennilega frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Var kennari, búsettur í Killarney, Manitoba, Kanada.
Maki: Sigríður Jóhannsdóttir Johnson.

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir (1874-1928)

  • S03464
  • Person
  • 28.10.1874-18.04.1928

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir, f. 28.10.1874, d. 18.04.1928. Foreldrar: Jóhann Jónasson og Arnfríður Jóhannesdóttir. Rósa gist árið 1892 Páli Ólafssyni og bjuggu þau í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi. Hann lést árið 1898. Þau eignuðust þrjár dætur. Ein dó í frumbernsku. Árið 1901 fór Rósa til Vesturheims með hinar dæturnar.

Guðríður Helgadóttir (1852-1924)

  • S03466
  • Person
  • 1852-12.05.1924

Guðríður Helgadóttir, f. 1852, d. 12.05.1924. Vinnukona í Galtalæk, Bræðratungusókn 1870. Vinnukona í Reykjavík 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg Manitoba 1901. Var í Selkirk Manitoba 1916.
Maki: Gunnlaugur Sölvason. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.

Icelandic Association of Utah Inc.

  • S03500
  • Félag/samtök

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Félag/samtök
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Anna Jónsdóttir (1886-?)

  • S03401
  • Person
  • 26.06.1886-?

Anna Jónsdóttir, f. 26.06.1886, d.? Foreldrar: Jón Sölvason (1844-1922) og Kristín Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Læk. Hún ólst upp hjá föður sínum til fermingaraldurs á Narfastöðum. Fór svo í Ásgeirsbrekku og þaðan til Vesturheims 1902.

Arndís Árnadóttir (1888-)

  • S03575
  • Person
  • 15.01.1888-?)

Arndís Árnadóttir, f. 15.01.1888. D.?
Foreldrar: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir (1848-1925) og Árni á Kálfatjörn.
Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1890. Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1901. Húsfreyja í Vesturheimi.

Kristín Jónsdóttir (1847-1933)

  • S03447
  • Person
  • 21.08.1847-25.06.1933

Kristín Jónsdóttir. Móðir: Sigríður Magnúsdóttir (1821-1886). Vinnukona á Læk í Viðvíkursveit og í Saurbæ í Kolbeinsdal. Fór þaðan til Vesturheims 1888.

Gunnlaugur Sölvason (1854-1934)

  • S03465
  • Person
  • 1854-01.09.1934

Gunnlaugur Sölvason, f. 1854, d. 01.09.1034. Vinnumaður í Kolugili í Víðidal 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg í Manitoba 1901. Var í Selkirk í Manitoba 1916.
Maki: Guðríður Helgadóttir. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.
innumaður í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889, óvíst hvaðan. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Magnús Jónasson (1889-)

  • S03480
  • Person
  • 15.08.1889-

Magnús Jónasson, f. 15.08.1889, dánardagur óviss.
Foreldrar: Jónas Hallgrímsson og Þórey Magnúsdóttir á Fremri-Kotum. Magnús kvæntist Margrétu Jóhnson sem var norsk í föðurætt. Fluttist til Vesturheims.

Ásgrímur Þorgímsson (1879-

  • S03173
  • Person
  • 03.01.1879-?

Ásgrímur Þorgrímsson, f. 03.01.1879, dánardagur óljós. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900) bóndi í Hofstaðaseli og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Ásgrímur fór til Vesturheims frá Hofstaðaseli árið 1902.

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Félag/samtök
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Félag/samtök
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."