Showing 1 results

Authority record
Hólar í Hjaltadal Félagasamtök

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Organization
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."