Showing 1 results

Authority record
Person Sálmar

Valdimar Briem (1848-1930)

  • S02936
  • Person
  • 1. feb. 1848 - 3. maí 1930

Fæddur á Grund í Eyjafirði. Foreldrar: Ólafur Briem timburmeistari og Valgerður Dómhildur Þorsteinsdóttir, þau bjuggu á Grund. Valdimar ólst upp frá tíu ára aldri hjá föðurbróður sínum, Jóhanni Briem, prófasti í Hruna og konu hans, Sigríði Stefánsdóttur Briem. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1872. Hann var barnakennari í Reykjavík 1872-1873. Prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi 1873-1880 og á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Fluttist hann þangað 1880 og bjó til æviloka. Prófastur í Árnesprófastdæmi 1897-1918. Vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi 1909-1930. Valdimar var eitt helsta sálmaskáld þjóðarinnar fyrr og síðar og afkastamikill þýðandi. Fjölda sálma eftir hann er að finna í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og einnig í færeysku sálmabókinni.