Sýnir 14 niðurstöður

Nafnspjöld
Fjárrækt

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • S03715
  • Association
  • 21.12.1953 -

Tildrög að stofnun Fjárræktarfélags Fellshrepps kom fram á fundi í Búnaðaðrfélagi Fellshrepps sem haldinn var í mars 1953 að uppástungu frá ráðunauti Búnaðarsambands Skagafjarðar, Haraldi Árnasonar frá Sjávarborg. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Fjárræktarfélag Fellshrepps, í fyrstu var kosin stjórn sem hefði á hendi undirbúning um stofnun félagsins, til undirbúnings voru kosnir Ásgrímur Halldórsson Tjörnum formaður, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli gjaldkeri og Pétur Jóhannsson Glæsibæ ritari. Fjárræktarfélag Fellshrepps var síðan stofnað formlega þann 21.12.1953, stofnfélagar voru 12 og voru þeir þessir: Jón Guðnason Heiði, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli, Pétur Guðjónsson Hrauni, Eiður Sigurjónsson Skálá, Gestur Guðbrandsson Arnarstöðum, Indriði Hjaltason Bræðrá, Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Pétur Jóhannsson Glæsibæ, Ásgrímur Halldórsson Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson Tjörnum, Björn Jóhannsson Felli, Jóhann Jónsson Mýrum. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Ásgrímur Halldórsson. Félagið hefur T fyrir einkennisstaf. Í janúar 1955 sendi Sauðfjárræktarfélag Fellshrepps ársskýrslu sína yfir 126 ær og 11 hrúta, þar af 7, 1. verðlauna hrúta.

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Félag/samtök
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • S03717
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Hólahrepps

  • S03723
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í þessum gögnum. En gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Félag/samtök
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.