Akureyri

Taxonomy

Code

65.68353, -18.0878

Scope note(s)

  • Akureyri er kaupstaður í Eyjafirði á Mið-Norðurlandi. Þar bjuggu 18.191 manns þann 1. janúar 2015[1]. Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands og það fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins.

Source note(s)

  • https://is.wikipedia.org/wiki/Akureyri
  • http://www.geonames.org/2633274/akureyri.html

Display note(s)

    Hierarchical terms

    Akureyri

      Equivalent terms

      Akureyri

        Associated terms

        Akureyri

          213 Authority record results for Akureyri

          213 results directly related Exclude narrower terms
          S01605 · Person · 27. okt. 1887 - 29. sept. 1967

          Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Verkakona á Siglufirði og Akureyri.

          S02410 · Person · 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

          Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

          S01703 · Person · 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

          Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
          Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
          Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

          S02569 · Person · 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010

          Ágúst fæddist á Akureyri 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson prestur, síðar vígslubiskup og María Ásgeirsdóttir húsfreyja. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1965. Hann var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal 1965. Var prestur í Möðruvallaprestakalli, í Vallanesi á Völlum, Ólafsvík og á Mælifelli í Skagafirði. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði, eða þar til hann lét af störfum. Hann stundaði fræða - og ritstörf, m.a. komu út fjórar bækur, Forn frægðarsetur. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 lauk Ágúst réttindanámi í dönsku kirkjunni.

          Akureyrarbær (1862-)
          S03390 · Organization · 1862-

          "Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

          S02716 · Person · 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

          Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

          S02821 · Person · 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

          Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
          Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

          S01231 · Person · 10. apríl 1846 - 27. apríl 1921

          Fædd í Kaupmannahöfn 10. apríl 1846. Anna fluttist til Íslands 1868. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1877-1878. Rak ljósmyndastofu í nafni eiginmanns síns (H. Schiöth) á Akureyri á sumrin 1878-1899. Arnór Egilsson keypti ljósmyndastofuna 1899.
          Maki: Peter Frederik Hendrik Schiöth bakarameistari, síðar póstmeistari (1841-1923), þau eignuðust fimm börn.

          S01357 · Person · 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

          Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

          S00885 · Person · 2. 06.1905 -28.06.1974

          Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
          Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
          Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

          Anna Helgadóttir (1936-
          S01708 · Person · 13. jan. 1936

          Dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. Búsett á Akranesi, gift Pétri Baldurssyni, fyrrv. flutningastjóra.

          S00395 · Person · 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

          Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

          S03137 · Person · 8. ágúst 1899 - 29. apríl 1928

          Foreldrar: Þorsteinn Guðmundsson og Ágústa Þorkelsdóttir á Víðivöllum. Vinnukona á Akureyri 1920. Lést ógift og barnlaus.

          S01541 · Person · 28. apríl 1894 - 4. okt. 1990

          Foreldrar: Sveinn Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Þorbjörg Bjarnadóttir. Anna fór fimm ára gömul í fóstur að Bústöðum í Austurdal. Ung stúlka fór hún í kaupavinnu austur að Eiríksstöðum á Jökuldal þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Sigurjóni Jónssyni presti. Þau bjuggu að Barði í Fljótum 1917-1920 og í Kirkjubæ í Hróarstungu 1920-1945 er þau slitu samvistum. Það sama ár flutti Anna til Akureyrar ásamt yngstu börnum sínum. Síðast búsett í Reykjavík. Anna og Sigurjón eignuðust sex börn.

          S01896 · Person · 11.08.1959-31.08.2011

          Anton Ingimarsson fæddist á Sauðárkróki 11. ágúst 1959. Foreldrar hans eru Ingimar Antonsson og Gíslína Kristín Helgadóttir. ,,Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Sauðárkróki. Hann nam vélvirkjun og starfaði í því fagi framan af. Lengst af starfsævinni vann hann hjá ÁTVR, fyrst á Sauðárkróki, þá í Reykjavík sem verslunarstjóri í Austurstræti og Kringlunni og loks sem verslunarstjóri á Akureyri og svæðisstjóri vínbúða á Norðurlandi."
          Sambýliskona 1: Ólöf Ása Þorbergsdóttir, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum.
          Maki 2: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, þau eignuðust einn son, þau skildu.

          Árni Björnsson (1894-1966)
          S02297 · Person · 24. jan. 1894 - 29. apríl 1966

          Bóndi og kennari á Stóru-Brekku í Möðruvallasókn í Eyjafirði 1930. Seinna kennari á Akureyri. Kvæntist Jónínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, húsmóður og leikkonu, þau eignuðust tvö börn.

          Árni Eiríksson (1857-1929)
          S01071 · Person · 3. september 1857 - 23. desember 1929

          Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Hólmfríður Guðmundsdóttir á Skatastöðum. Árni ólst upp í Sölvanesi hjá móðurbróður sínum Sveini Guðmundssyni og k.h. Guðrúnu Jónsdóttur. Árni var bóndi í Hamarsgerði 1883-1885 og á Starrastöðum 1885-1887, bjó á Akureyri 1887-1888, bóndi á Nautabúi 1889-1897 og á Reykjum í Tungusveit 1897-1907. Fluttist eftir það til Akureyrar þar sem hann starfaði sem gjaldkeri í Íslandsbanka til æviloka. Á sínum yngri árum var Árni einn fremsti glímumaður sinnar sveitar. Árni lærði ungur að leika á orgel og var forsöngvari í Mælifells- og Reykjakirkjum meðan hann bjó á því svæði. Jafnframt var Árni hreppsnefndaroddviti í Lýtingsstaðahreppi í hálfan annan áratug og deildarstjóri KS í þeirri sveit. Árni kvæntist Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn en ólu einnig upp nokkur fósturbörn.

          S03297 · Person · 12.07.1915-04.07.1974

          Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
          við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
          Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

          S02146 · Person · 27. ágúst 1922 - 17. júlí 2013

          Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Arnviður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Hann varð garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og vann við garðyrkjustörf í nokkur ár, aðallega í Hveragerði. Arnviður kvæntist 19. október 1944 Þuríði Hermannsdóttur frá Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, þau eignuðust fjögur börn. Árið 1944 fluttu þau til Húsavíkur þar sem þau bjuggu í 62 ár en fluttu þá til Akureyrar þar sem hann lést. Arnviður vann sem pípulagningameistari á Húsavík og nágrenni til ársins 1970 þegar hann varð starfsmaður Hitaveitu Húsavíkur sem þá var að taka til starfa. Þar vann hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Arnviður tók þátt í ýmsum félagsstörfum og var meðhjálpari í Húsavíkurkirkju um árabil."

          Ásta Karlsdóttir (1929-
          S02686 · Person · 22. des. 1929-

          Ásta Karlsdóttir, f. 22.12.1929 á Akureyri, Maki: Ólafur Sveinsson læknir.

          S01954 · Person · 10. ágúst 1911 - 25. ágúst 1981

          Foreldrar: Hartmann Magnússon b. á Melstað og k.h. Gunnlaug Pálsdóttir. Ásta kvæntist Óskari Stefáni Gíslasyni frá Tumabrekku, þau bjuggu í Tumabrekku 1936-1944 og í Þúfum 1944-1965 er þau fluttust til Akureyrar. Ásta var virkur félagi í Ungmennafélaginu Geisla (nú Neista). Eftir að þau fluttu til Akureyrar starfaði hún í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu til starfsloka. Ásta og Óskar eignuðust þrjú börn.

          S02602 · Person · 6. júlí 1930 - 27. apríl 2008

          Auður Guðjónsdóttir f. á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi, dóttir Guðjóns Jónssonar b. á Tunguhálsi og k.h. Valborgar Hjálmarsdóttur. Maki: Stefán Arnbjörn Ingólfsson frá Víðihóli á Hólsfjöllum í Fjallahreppi, N-Þingeyjarsýslu, þau eignuðust sjö börn. Stundaði almenn sveitastörf á uppvaxtarárum sínum að Tunguhálsi. Árin 1947-1948 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Árið 1952 fluttist hún til Akureyrar. Hóf störf við Útgerðarfélag Akureyringa 1965 og starfaði þar til ársins 2000. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum tengdum starfi sínu bæði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hjá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri. Virk í félagsstarfi aldraðra á Akureyri.

          Axel Ásgeirsson (1895-1965)
          S03446 · Person · 16.05.1895-08.11.1965

          Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
          Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

          S03484 · Person · 10.10.1937-13.07.2015

          Bára Pétursdóttir f. í Minni-Brekku í Fljótum 10.10.1037, d. 13.07.2015 á Akureyri.
          Foreldrar: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000) og Guðrún Jónsdóttir (1920-2011). Hún ólst upp í Minni-Brekku og Hofi í Vesturdal til 7 ára aldurs. Eftir það fluttist hún alfarið í Hof og ólst upp í stórum systkinahópi. Bára ólst upp við hefðbundin sveitastörf en 16 ára fór hún í vist í Glaumbæ og síðan suður til Kristins föðurbróður síns og var þar einn vetur. 18 ára gömul flutti hún til Akureyrar og starfaði þar svið umönnunarstörf á sjúkrahúsinu, auk þess að vinna hjá Sambandsverksmiðjunum. Árið 1971 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og vann m.a. á barnadeild sjúkrahússins á Akureyri og á Kristnesi. Hún var virk í starf Slysavarnarfélags Íslands.
          MakiNúmi Sveinbjörn Adolfsson (f. 1938). Þau eignuðust saman fjögur börn. Þau bjuggu saman á Akureyri en slitu samvistum árið 1996.

          S02131 · Person · 19. des. 1909 - 21. ágúst 1970

          Foreldrar: Brynjólfur Eiríksson b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi. Bjó á Akureyri. Gagnfræðingur og nam síðan í iðnskóla. Lærði húsamálun hjá Jóni Þórarinssyni Þór á Akureyri, fór síðan til Danmerkur í framhaldsnám. Starfaði síðan við húsamálun í Akureyri og nágrenni. Kvæntist Guðríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu.

          S02182 · Person · 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

          Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

          S01412 · Person · 10. júlí 1922 - 4. júlí 1989

          Foreldrar: Svavar Þorsteinsson frá Víðivöllum og Laufey Emilsdóttir Petersen. Var á Akureyri 1930. Húsasmiður, síðast bús. í Keflavík.

          Bjarni Jónsson (1872-1948)
          S01175 · Person · 24. maí 1872 - 13. nóv. 1948

          ,,Lögfræðingur og bankastjóri á Akureyri. Útibúsbankastjóri á Akureyri 1930. Var í Reykjavík 1945. Sigldi til Kaupmannahafnar 1898 til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Lauk embættisprófi í lögfræði 1906 og kom þá heim. Bjarni helgaði sig fræðistörfum á efri árum og vann að æviskrám íslenskra Hafnarstúdenta."

          S01371 · Person · 07.05.1912-09.10.1981

          Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
          Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

          S00326 · Person · 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

          ,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

          S01350 · Person · 28.05.1911-20.06.1979

          Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson b. og smiður á Reykjarhóli í Seyluhreppi og k.h. Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki, lögregluþjónn á Akureyri og síðar framfærslu- og heilbrigðisfulltrúi þar. Fyrri kona: Ingibjörg Þorvaldsdóttir frá Sauðárkróki, þau skildu. Seinni kona: Ragnheiður Brynjólfsdóttir.

          S01699 · Person · 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

          Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

          S02782 · Person · 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

          Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

          S03070 · Person · 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

          Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

          S02519 · Person · 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

          Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

          Daníel Þorsteinsson (1963-
          S02651 · Person · 19. jan. 1963-

          Daníel er fæddur í Neskaupstað, sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Daníel er tónlistarmaður og píanisti, var við nám í Hollandi. Eiginkona hans er Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Akureyri.

          S02507 · Person · 25. okt. 1894 - 7. des. 1977

          Foreldrar: Guðmundur Davíðsson b. og hreppstjóri á Hraunum og k.h. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1910, stúdentsprófi frá MR 1913 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1915. Stundaði jafnframt nám í landbúnaðarhagfræði við danska Landbúnaðarháskólann til 1916. Sneri aftur heim til Íslands árið 1917 og tók við búskap á Hraunum 1918 og bjó þar til 1945. Nokkur síðustu búskaparár sín hafði Einar ekki kvikfénað og vann þá á ýmsum stöðum á vetrum. Var hann m.a. nokkra vetrarparta bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Einar sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag. Sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í þrjú, mörg ár í stjórn Samvinnufélags Fljótamanna og um tíma formaður þess. Eftir að hann brá búi og seldi jörðina flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Starfaði þar við skrifstofustörf til 73 ára aldurs og eftir það í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Einar skrifaði talsvert um hugðarefni sín, m.a. langa grein um þróun fæðuöflunar og atvinnuhátta og áhrif hennar á siðferðislega þróun mannsins og hamingju hans. Grein þessi var birt 1954. Um svipað efni fjallaði hann í bók sinni Þungir straumar sem kom út árið 1951. Hann fékkst einnig töluvert við þýðingar, veigamest af því er bókin Of Human Bondage sem fékk íslenska nafnið Fjötrar. Einar kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Þrúði Ólafsdóttur Briem.

          S02140 · Person · 8. júlí 1925 - 7. maí 2015

          Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Einar Örn ólst upp á Húsavík. Hann lauk búfræðinámi við Hvanneyri 1945 og stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950 og lauk prófi í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Ósló 1957. Einar starfaði sem dýralæknir í Laugarásumdæmi í Biskupstungum árið 1956. Hann var héraðsdýralæknir á Húsavík 1958-1977 og á Hvolsvelli 1977-1995. Eftir það starfaði hann um skamma hríð á Hvolsvelli en fluttist síðan á Seltjarnarnes. Frá 2011 bjó Einar Örn í Reykjanesbæ." Einar kvæntist Laufeyju Bjarnadóttur, þau eignuðust tvær dætur.

          S02921 · Person · 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

          Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
          Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

          S02181 · Person · 13. mars 1922 - 3. maí 2006

          Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

          S01160 · Person · 6. apríl 1845 - 1931

          Fædd í Kaupmannahöfn. Kvæntist Ludvig Popp kaupmanni. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu ár sín í hjónabandi, fluttu svo til Kaupmannahafnar og svo aftur til Íslands og bjuggu á Sauðárkróki 1885-1893, þau eignuðust þrjú börn.

          Erling Edwald (1921-2011)
          S02576 · Person · 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

          Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

          S02052 · Person · 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

          Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

          S01959 · Person · 16. okt. 1899 - 15. ágúst 1958

          Sonur Þorsteins Þorsteinssonar b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd og sambýliskonu hans Sigurlínu Ólafsdóttur. Sjómaður og matsveinn á Dalvík og Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Sigurjónsdóttur.

          S01161 · Person · 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

          Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
          Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

          S02852 · Person · 31. maí 1927 - 30. maí 2009

          Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

          S01936 · Person · 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

          Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

          S01526 · Person · 30. maí 1926 - 10. júní 2017

          Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
          Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

          Gísli Ólafsson (1946-
          S01878 · Person · 24.07.1946-

          Fæddur á Akureyri en alinn upp á Sauðárkróki frá tveggja ára aldri. Sonur Guðrúnar Ingibjargar Svanbergsdóttur og Ólafs Gíslasonar bifreiðastjóra. Kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn.

          Gísli Sveinsson (1880-1959)
          S02928 · Person · 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

          Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

          S01710 · Person · 23. mars 1942

          Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, kvæntur Benediktu Atterdag Helgason.

          S03055 · Person · 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

          Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

          S02129 · Person · 11. júlí 1918 - 30. ágúst 1993

          Dóttir Brynjólfs Eiríkssonar b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi. Þegar Guðborg var 13 ára gömul fluttust foreldrar hennar frá Gilsbakka til Akureyrar og var hún búsett þar til 1958 er hún fluttist til í Hveragerðis. Þar var hún í 30 ár starfsmaður hjá Náttúrulækningafélagi Íslands í Hveragerði og skrifstofustjóri þar mörg síðustu árin. Kvæntist Alberti Sigurðssyni rafvirkja frá Ísafirði, þau skildu.

          S02958 · Person · 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

          Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

          Guðlaugur Helgason (1934-
          S01707 · Person · 24.01.1934-

          Foreldrar: Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Flugstjóri. Kvæntist Ernu Kristinsdóttur sjúkraliða.

          S02432 · Person · 16. júní 1922 - 21. feb. 2011

          Guðmundur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Sonur hjónanna Halldóru Ólafsdóttur húsmóður og Sigurðar Guðmundssonar skólameistara Menntaskólans á Akureyri.
          Guðmundur lauk stúdentsprófi 1941 og cand. mag.juris frá HÍ. Árið 1947 -1948 var Guðmundur við nám í afbrotafræðum í Kaupmannahöfn, en hann nam einnig sömu fræði í Bandaríkjunum 1954 -1955. Hann var sakadómarafulltrúi 1947 - 1959. Guðmundur stofnaði lögfræðistofuna LEX ásamt Sveini Snorrasyni 1959 og stundað lögmannsstörf til ársins 2001. Hann kenndi við Fósturskóla Sumargjafar, var prófdómari við lagadeild HÍ og í stjórn Lögfæðingafélags Íslands 1958 - 1963. Guðmundur sat í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna 1972 - 1984 og var formaður Námssjóðs Lögmannafélagsins 1974- 1984.

          S03076 · Person · 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

          Fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal. Lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1904. Stundaði barnakennslu á Ljósavatni, Skútustöðum, Djúpavogi og víðar 1904-1909. Lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1910. Kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka 1910-1912 og farkennari í Fnjóskadal 1912-1920, stundaði búskap samhliða. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1920-1928 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1928-1955. Var við nám í Englandi 1921 og í Noregi 1939.
          Maki: Ólöf Sigurðardóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eignuðust átta börn.

          S01727 · Person · 16. mars 1919 - 31. okt. 2005

          Foreldrar: Stefán Guðmundsson, bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og Sigurlína Þórðardóttir húsmóðir á Hrafnhóli. ,,Guðmundur fæddist í Hjaltadal og ólst upp á Hrafnhóli. Hann tók við búi foreldra sinna. Auk bústarfa gegndi hann fjölmörgum störfum, var m.a. oddviti Hólahrepps, meðhjálpari í Hóladómkirkju, sláturhússtjóri á Sauðárkróki. Eftir að hann hætti búskap og flutti til Akureyrar starfaði hann m.a. sem verkstjóri og gjaldkeri fyrir Félag eldriborgara, auk margra annarra nefnda- og trúnaðarstarfa. Hann starfaði mikið fyrir Lionshreyfinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Á yngri árum keppti Guðmundur í mörgum íþróttagreinum og vann til margra verðlauna. Talsvert hefur verið birt af ljóðum og vísum eftir hann í blöðum og tímaritum. Kvæntist Fjólu Ísfeld Kristjánsdóttur, þau eignuðust sex börn.

          S01504 · Person · 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

          Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

          S01525 · Person · 14. des. 1917 - 28. ágúst 1995

          Foreldrar hennar voru Sigrún Haraldsdóttir húsmóðir frá Hjalteyri og Stefán Stefánsson frá Sauðárkróki, kaupmaður á Akureyri. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, og var einnig við nám í dönskum kvennaskóla. Kvæntist Jörundi Pálssyni arkitekt frá Hrísey, þau eignuðust tvö börn.

          S02778 · Person · 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

          Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

          S01673 · Person · 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

          Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

          S02560 · Person · 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

          Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

          Hálfdan Helgason (1937-
          S01709 · Person · 24. nóv. 1937

          Foreldrar Hálfdánar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntist Hjördísi Magnúsdóttur kennara.

          S02786 · Person · 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

          Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
          Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

          S03037 · Person · 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

          Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
          Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

          S01706 · Person · 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

          Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

          Hallur Pálsson (1898-1979)
          S01781 · Person · 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

          Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

          Hannes Jónasson (1877-1957)
          S02112 · Person · 10. apríl 1877 - 2. maí 1957

          Húsmaður í Saurbæ í Siglufirði 1910. Bóksali á Siglufirði 1930. Bóksali og ritstjóri á Akureyri og á Siglufirði.

          S02546 · Person · 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

          Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

          S01361 · Person · 21. jan. 1904 - 13. okt. 1969

          Foreldrar: Jón Þorsteinsson verkstjóri á Sauðárkróki og k.h. Jóhanna Gísladóttir frá Hvammi í Laxárdal.
          Smiður á Akureyri, kvæntist Helgu Magnúsdóttur.

          S03092 · Person · 13. júlí 1928 - 15. júlí 1994

          Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Bifvélavirki, verkstjóri í mjólkurstöð KEA á Akureyri. Haukur kvæntist Önnu Steindórsdóttur frá Akureyri 26. janúar 1952, þau eignuðust tvö börn.

          Haukur Snorrason (1916-1958)
          S03080 · Person · 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

          Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
          Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

          S02625 · Person · 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

          Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

          Helgi Hallgrímsson (1935-
          S02472 · Person · 11. júní 1935-

          Helgi er fæddur í Holti í Fellum, en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1955. Helgi nam líffræði og grasafræði við háskóla í Göttingen og Hamborg 1955-1963. Hann kenndi við Eiðaskóla og M.A. 1957-1969. Helgi var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 og rannsóknarstöðina Kötlu á Arsskógsströnd 1970-1976. Helgi hefur fengist við margskonar rannsóknir á íslenskri náttúru, einkum vatnalífi og sveppaflóru landsins og skrifað kver um þau efni, Sveppakverið og Veröldin í vatninu; hefur einnig ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann stofnaði og stýrði Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi 1969-1980 og Vísindafélagi Norðlendinga 1971-1987. Helgi stofnaði og ritstýrði tímaritinu Týli, tímarit um náttúruvernd og var í ritstjórn Glettings, tímarit um austfirsk málefni.Árið 2005 gaf hann út veglega bók um Lagarfljót.
          Hann hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar á ýmsum vettvangi. Hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá 1987.

          S01655 · Person · 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

          Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
          Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
          Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

          Helgi Skúlason (1892-1983)
          S02992 · Person · 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

          Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

          S02036 · Person · 29.08.1909-21.04.2005

          Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

          S02554 · Person · 14. jan. 1913 - 28. sept. 2004

          Hjálmar var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Bakkakoti. ,,Hjálmar var á ýmsum stöðum í Skagafirði eftir að foreldrar hans skildu. Skömmu eftir fermingu flutti hann til föður síns á Giljum í Vesturdal og hinn 17. júní 1944 flutti Hjálmar ásamt föður sínum í Syðra-Vatn í Efri-byggð í Skagafirði. Þar bjó Hjálmar til ársins 1979 er hann brá búi og flutti til Akureyrar. Á Akureyri var Hjálmar næturvörður hjá Slippstöðinni þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir." Hjálmar varð ekki mikillar skólagöngu aðnjótandi, en hann var bókhneigður og fróður maður og hafði góða þekkingu á sögu lands og þjóðar. Hann giftist Soffíu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur; þau eignuðust sex börn.

          S02538 · Person · 24. feb. 1920 - 1. apríl 1996

          Hjörtur fæddist á Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja og Þórarinn Kristján Eldjárn, hreppstjóri og bóndi. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn í Svarfaðardal frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Hjörtur var kvæntur Sigríði Árnadóttur Hafstað frá Vík í Staðarhreppi, þau eignuðust sjö börn.

          S02049 · Person · 9. nóv. 1892 - 13. jan. 1973

          Foreldrar: Jón Jónsson b. á Fornastöðum og k.h. Kristín Sigurðardóttir. Fór að Hólum í Hjaltadal í kringum árið 1903 til Þóru móðursystur sinnar og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra. Kvæntist Jóni Ferdinandssyni frá Þorleifsstöðum í Svarfaðardal árið 1914. Þau bjuggu í Smiðsgerði í Kolbeinsdal 1916-1919, síðan á bæjum í Þingeyjarsýslu. Hólmfríður var síðast búsett í Akureyri.

          Hörður Geirsson (1960-
          S02487 · Person · 9. maí 1960-

          Rafvirkjameistari að mennt. Nam einnig ljósmyndafræði í Kalifornínu. Ljósmyndari á Akureyri. Ráðinn safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri 1987.

          S03745 · Public party · 1958 - 1969

          Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
          Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið upp með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).