Árnes í Lýtingsstaðahrepp

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Árnes í Lýtingsstaðahrepp

Equivalent terms

Árnes í Lýtingsstaðahrepp

Associated terms

Árnes í Lýtingsstaðahrepp

9 Authority record results for Árnes í Lýtingsstaðahrepp

9 results directly related Exclude narrower terms

Erlendur Helgason (1884-1964)

  • S02037
  • Person
  • 08.05.1884-02.02.1964

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Guðmundur Helgason (1943-2013)

  • S02212
  • Person
  • 30. júní 1943 - 9. apríl 2013

Guðmundur Helgason bóndi Árnesi, Skagafirði, fæddist í Víkurkoti Akrahreppi 30. júní 1943. Foreldrar Guðmundar voru Helgi Ingimar Valdimarsson b. í Árnesi og k.h. Snjólaug Guðmundsdóttir. Guðmundur kvæntist Dagnija Medne, f. 3.9. 1963, frá Lettlandi, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Dagnija son.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jóhannes Örn Jónsson (1892-1960)

  • S02788
  • Person
  • 1. okt. 1892 - 15. okt. 1960

Jóhannes Örn Jónsson, f. 01.10.1892. Foreldrar: Jón Jóhannesson, bóndi í Árnesi og f.k.h. Ólína Ingibjörg Ólafsdóttir. Ólína lést þegar Jóhannes var á barnsaldri og giftist Jón faðir hans Gróu Sveinsdóttur og gekk hún Jóhannesi í móðurstað. Jóhannes ólst upp við almenn sveitastörf en naut engrar fræðslu fram yfir almenna barnafræðslu. Hann aflaði sér þó sjálfur margvíslegrar menntunar og fróðleiks og var mjög skáldmæltur. Ungur hóf hann söfnun á þjóðsögum og vann að því alla ævi. Maki: Sigríður Ágústsdóttir frá Kjós í Reykjafirði í Strandasýslu. Bjuggu í Fagranesi í Öxnadal 1930-1934, á Neðstalandi 1934-1935. Bóndi og skáld á Steðja á Þelamörk. Þau brugðu búi skömmu áður en Jóhannes lést og fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhannes Örn gaf út ljóðasafnið Burkna árið 1922. Einnig gaf hann út Dulsjá, Skuggsjá og Sagnablöð og síðast Sagnablöð hin nýju sem út komu 1957. Átti auk þess í handriti mikið safn þjóðsagna og annars fróðleiks, sem að mestu mun hafa verið frágengið til prentunar er hann lést. Hann tók upp höfundarnafnið Örn á Steðja skömmu eftir að hann kom þangað. Fékkst einnig við bókband og ýmis fræðstörf og mun m.a. hafa verið manna fróðastur um mannanöfn.

Jón Jóhannesson (1860-1932)

  • S03056
  • Person
  • 27. júlí 1860 - 15. júlí 1932

Foreldrar: Jóhannes Jónsson, lengst af bóndi í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi og f.k.h. Anna Bjarnadóttir frá Sjávarborg. Jón var bóndi í Árnesi 1891-1929. Flutti þá að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Jón átti sæti í hreppsnefnd um nokkurt árabil og sat einnig í stjórn búnaðarfélags hreppsins. Jón kvæntist árið 1894 Gróu Sveinsdóttur frá Litladal í Svínavatnshreppi, þau eignuðust saman tvær dætur, fyrir átti Jón son með Ólínu Ingibjörgu Ólafsdóttur.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurjón Helgason (1895-1974)

  • S02030
  • Person
  • 24.05.1895-20.08.1974

Foreldrar: Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum og seinni kona hans, Margrét Sigurðardóttir. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum, fjölskyldan bjó lengst af á Ánastöðum, en einnig á Mælifellsá, í Kolgröf á Efribyggð og síðast á Reykjum í Tungusveit. Sigurjón var bóndi á Reykjum í Tungusveit 1917-1918, í Hamarsgerði á Fremribyggð 1922-1929, í Árnesi í Tungusveit 1929-1938 og loks á Nautabúi 1938-1974. Skólagöngu hlaut Sigurjón á heimilinu en kennari kom á heimilið hvern vetur. Eftir fermingu vann hann fyrir sér á ýmsum stöðum í sveitinni, m.a. á Gilhaga. Sigurjón gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, þau eignuðust 3 börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Fyrir átti Margrét tvö börn.