Ártún

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ártún

Equivalent terms

Ártún

Associated terms

Ártún

6 Authority record results for Ártún

6 results directly related Exclude narrower terms

Birgitta Guðmundsdóttir (1881-1966)

  • S02764
  • Person
  • 23. feb. 1881 - 20. des. 1966

Birgitta Guðmundsdóttir, f. 01.03.1881 á Óslandi í Óslandshlíð. Foreldrar: Guðmundur Gíslason bóndi í Ártúni á Höfðaströnd og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Birgitta ólst upp hjá foreldrum sínum framundir tvítugt. Maki 1: Einar Ásmundsson frá Hólkoti í Unadal. Þau eignuðust tvö börn en skildu eftir nokkurra ára sambúð. Fór þá sem ráðskona til Gísla Þorfinnssonar bónda á Hofi en 1909 í húsmennsku að Gröf á Höfðaströnd. Maki 2: Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876. Þau eignuðust sex börn. Árið 1910 fór Birgitta aftur að Hofi og settist í húsmennsku með Jóni þar til þau hófu búskap að Brekkukoti 1913 og bjuggu svo þar í 25 ár.

Jón Tryggvason (1917-2007)

  • S02345
  • Person
  • 28. mars 1917 - 7. mars 2007

Jón Tryggvason Ártúnum var fæddur í Finnstungu í Blöndudal þann 28. mars 1917. Foreldrar hans voru Tryggvi Jónasson bóndi í Finnstungu og kona hans Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. Jón kvæntist 31. desember 1946 Sigríði Ólafsdóttur frá Mörk í Laxárdal og hófu þau búskap að Ártúnum árið 1947, þau eignuðust sjö börn. Jón tók virkan þátt í félagsmálum og átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps 1952-1987 og organisti í Bólstaðarhlíðarkitkju 1945-1991. Hann byrjaði ungur að syngja í karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og tók við stjórn hans 1952 og var samfleytt einn aðalstjórnandi hans í 35 ár. Jón sat í ýmsum nefndum og stjórnum og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn í söng- og félagsmálum, m.a. hina íslensku fálkaorðu.

Margrét Þormóðsdóttir (1859-1896)

  • S01997
  • Person
  • 23. sept. 1859 - 4. júní 1896

Foreldrar: Þormóður Ólafsson b. í Ártúni við Reykjavík og k.h. Þóra Jónsdóttir. Kvæntist Eyjólfi Einarssyni frá Mælifellsá. Þau bjuggu á Hafgrímsstöðum, Starrastöðum, Mælifellsá, Krithóli, Glaumbæ og síðast á Reykjum í Tungusveit þar sem þau létust bæði árið 1896. Þau eignuðust sjö syni.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.