Ásgeirsbrekka

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ásgeirsbrekka

Equivalent terms

Ásgeirsbrekka

Associated terms

Ásgeirsbrekka

15 Authority record results for Ásgeirsbrekka

15 results directly related Exclude narrower terms

Anna Jónsdóttir (1883-1962)

  • S03400
  • Person
  • -1962

Anna Jónsdóttir, f. 21.10.1883, d. 23.06.1962. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson (1856-) og
Skráð á Tjörnum í Staðarbakkasókn 1901, Bragagötu 31 í Reykjavík 1930.
Maki: Björn Jónatansson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau ólu upp fósturbarn, Báru Þorbjörgu Jónsdóttur (1943).
Búsett á Bakka í Viðvíkursveit og síðar Ásgeirsbrekku. Fluttu svo í Stykkishólm.

Anna Jónsdóttir (1886-?)

  • S03401
  • Person
  • 26.06.1886-?

Anna Jónsdóttir, f. 26.06.1886, d.? Foreldrar: Jón Sölvason (1844-1922) og Kristín Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Læk. Hún ólst upp hjá föður sínum til fermingaraldurs á Narfastöðum. Fór svo í Ásgeirsbrekku og þaðan til Vesturheims 1902.

Arna Björg Bjarnadóttir (1976-)

  • S03574
  • Person
  • 25.04.1976

Arna Björn Bjarnadóttir, f. 24.04.1976.
Foreldrar: Bjarni Maronsson og Jórunn Guðrún Árnadóttir.
Búsett á Akureyri

Árni Þorgrímsson (1882-1924)

  • S03172
  • Person
  • 13.10.1882-14.02.1924

Árni Þorgrímsson, f. 13.10.1882, d. 14.02.1924. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900), bóndi í Hofstaðaseli í Viðvíkurhreppi og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Árni ólst upp í Hofstaðaseli. Eftir ða faðir hans lést árið 1900 brá móðir hans búi. Hann var skráður vinnumaður í Hofstaðaseli árið 1910 og skráðru í Ásgeirsbrekkur árið 1920.
Maki: Sólveig Ólafsdóttir frá Skottastöðum.

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir (1896 -1985)

  • S00530
  • Person
  • 08.10.1896 - 11.02.1985

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 8. október 1896. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Hún var ráðskona í Garði í Hegranesi, hjá bróður sínum Ólafi Gunnarssyni. Maður Guðrúnar var Páll Stefánsson (1890-1955). Þau giftust árið 1928. Fyrstu árin bjuggu þau í Ásgeirsbrekku og Enni í Viðvíkursveit en fluttu síðan til Sauðárkróks. Þar bjuggu þau á Suðurgötu 18B. Guðrún bjó á Öldustíg 5 eftir að hún missti manninn sinn.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.

Margrét Bergsdóttir (1924-2007)

  • S02749
  • Person
  • 17. ágúst 1924 - 2. nóv. 2007

Margrét Bergsdóttir, f. 17.08.1924 í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Foreldrar: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir og Bergur Magnússon. Maki: Júlíus Þórarinsson, f. 18.08.1923. Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp Inga Bergmann Vigfússon. Húsfreyja á Enni í Viðvíkursveit og síðar á Siglufirði.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Þorsteinsson (1864-1928)

  • S00678
  • Person
  • 22.08.1864-09.03.1928

Fæddur á Daufá, sonur Þorsteins Jónssonar b. á Daufá og Elínborgar Sigurðardóttur. Sigurður var á barnsaldri er faðir hans lést. Móðir hans var við búskap, nokkur næstu ár, á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi og var Sigurður á hennar vegum flest þau ár. Ungur fór hann að fást við smíðar og náði nokkurri leikni í þeirri iðn og náði nokkuri leikni í þeirri iðn. Hann hóf búskap ókvæntur á hluta af Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1894 og bjó þar eitt ár. Gerðist lausamaður og vann að smíðum. Átti heima á Uppsölum í Blönduhlíð og Keldulandi á KJálk, en flutti þaðan vorið 1897 með Sigfúsi Dagssyni, er síðar varð tengdafaðir hans að Lóni í Viðvíkursveit 1900-1903, Bakka 1903-1907, Ásgeirsbrekku 1907-1912, Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1912-1928. Sigurður kvæntist Dagnýju Sigfúsdóttur, þau eignuðust einn son.

Sigurjóna Bjarnadóttir (1892-1963)

  • S01754
  • Person
  • 8. júní 1892 - 4. jan. 1963

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Sigurjóna ólst upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim allt þar til hún kvæntist Antoni Gunnlaugssyni frá Stafshóli, utan einn vetur, sem hún vann í eldhúsi á Akureyrarspítala. Þau bjuggu á Fjalli í Kolbeinsdal 1917-1922, á Molastöðum í Fljótum 1923-1924, á Sviðningi í Kolbeinsdal 1924-1926, í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1926-1928, á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1931-1932, í Enni í Viðvíkursveit 1932-1935, á Litlahóli 1936-1948. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurjóna og Anton eignuðust tólf börn.

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.