Bæjarstjórnir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Bæjarstjórnir

Equivalent terms

Bæjarstjórnir

Associated terms

Bæjarstjórnir

18 Archival descriptions results for Bæjarstjórnir

18 results directly related Exclude narrower terms

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Erindi 1945-1996

Margvísleg erindi sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar og tengjast setu hans í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar, erindin eru ýmist til bæjarstjórnar eða nefnda innan hennar eða frá bæjarstjórn eða stökum nefndum.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Hulda Sigurbjörnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00031
  • Fonds
  • 1947-2006

Gögn sem tengjast Verkakvennafélaginu Öldunni, Sauðárkróki og gögn sem tengjast bæjarpólítíkinni.
Einnig 12 eintök af tímaritinu 19. júní.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

Fundargerðir 1954-1994

Ýmsar fundargerðir sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar og tengjast þátttöku hans í bæjarstjórnarmálum Sauðárkrókskaupstaðar.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Menntamálaráðuneytið

Bréf til og frá Menntamálaráðuneytinu og 2 auglýsingar um laun stundakennara. 1 skjal með reglum um þáttöku ríkissjóðs í kostnaði við framkvæmd sundskyldunar 1971 og leiðbeiningar sem varða hana.
2 samningar Menntamálaráðuneytisins og bæjarstjórnar Sauðárkróks um Framhaldsskóla á Sauðárkróki. 1 greinargerð um gerð námsskráar.
Erindisbréf fyrir skólanefndir grunnskóla.

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Vísur á auglýsingatöflu 1974

Lausavísur á auglýsingatöflu bæjarstjórnarskrifstofunnar á Sauðárkróki 1974.

Ráðalausir labba um storð
leggjast svo til náða.
Loksins fundu lausnarorð
látum Bakkus ráða.

Bakkusarvinur svarar:
Hver yrkir þannig? Álasar kóngsins megt,
sem ævinlega bætir þegnanna hag.
Allavega finnst mér forkastanlegt
að fárast yfir því, sem kippt er í lag.

Sífellt fremja ofaníát
ótta og hrolli slegin.
Virðast ætla að verða mát
veslings komma greyin.

Blaðaúrklippa

Blaðaúrklippa af síðustu bæjarstjórn Sauðárkróks. Frá vinstri Sigríður Gísladóttir (staðgengill Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, Alþýðubandalag), Steinunn Hjartardóttir (forseti Bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokkur) , Björn Sigurbjörnsson (Alþýðuflokkur, skólastjóri Gagnfræðaskólans), Björn R. Brynjólfsson (Framsóknarflokkur, Gæðastjóri Loðskinn), Hilmir Jóhannesson (F.listi), Herdís Á. Sæmundardóttir (Framsóknarflokkur, staðgengill Stefáns Loga Haraldssonar).