Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

Parallel form(s) of name

  • Baldur Eyjólfsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.05.1882-16.06.1949

History

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Places

Gilsfjarðarmúli
Króksfjarðarnes
Fell í Kollafirði
Hvammur í Laxárdal
Rauðamýri á Langadalsströnd
Húsavík
Selá á Skaga
Sauðárkrókur
Hótel Tindastóll

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Occupations

Bóndi

Note

Gilsfjarðarmúli
Króksfjarðarnes
Fell í Kollafirði
Hvammur í Laxárdal
Rauðamýri á Langadalsströnd
Húsavík
Selá á Skaga
Sauðárkrókur
Hótel Tindastóll

Control area

Authority record identifier

S03249

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 10.06.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1890-1910 IV, bls. 18-19.

Maintenance notes