Blönduós

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Blönduós

Equivalent terms

Blönduós

Associated terms

Blönduós

36 Authority record results for Blönduós

36 results directly related Exclude narrower terms

Stefán Stefánsson (1873-1971)

  • S00592
  • Person
  • 11.03.1873-17.04.1971

Foreldrar Stefáns voru Stefán Stefánsson og Margrét Skúladóttir. Stefán var við nám í Flensborgarskóla 1893-1895 og lærði þar söðlasmíði. Í byrjun árs 1903 kvæntist hann Margréti Sigurðardóttur ljósmóður, það sama ár hófu þau búskap í Valadal, en ári síðar fluttu þau að Brenniborg og bjuggu þar óslitið til 1940. Fluttust þá til Blönduóss og þar stundaði Stefán iðn sína, söðlasmíðina, í allmörg ár. Í kringum 1960 flutti hann til sonar síns í Brúnastaði í Lýtingsstaðahreppi. Stefán og Margrét eignuðust fjögur börn, þrjú þeirra komust á legg.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Helgi Breiðfjörð Helgason (1914-2005)

  • S01668
  • Person
  • 18. okt. 1914 - 8. okt. 2005

Helgi Breiðfjörð Helgason fæddist að Kveingrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 18. október 1914. Foreldrar hans voru Helgi Helgason bóndi, lengst af í Gautsdal í Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu og k.h. Ingibjörg Friðriksdóttir. ,,Helgi var í Gautsdal fram um tvítugt og starfaði að búinu með föður sínum og bræðrum. Hann var einn vetur í Héraðsskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu og annan í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann stundaði ýmis störf á Blönduósi, fyrir vestan og sunnan, en sá um lyfjaafgreiðslu héraðslæknis á Blönduósi frá 1942 til 1974 og var jafnan kallaður Helgi apótekari. Eftir það rak hann verslun á staðnum í nokkur ár. Helgi var lengi í stjórn Garðfélagsins í Selvík og var formaður þess í mörg ár." Helgi kvæntist árið 1947 Helgu Guðmundsdóttur frá Blönduósi, þau eignuðust tvo syni.

Jón Árnason Egilsson (1865-1931)

  • S01801
  • Person
  • 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931

Var verslunarmaður á Sauðárkróki, Blönduósi og loks í Reykjavík.

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

  • S02905
  • Person
  • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Hannes Eyjólfsson (1889-1909)

  • S01994
  • Person
  • 1889-1909

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Verslunarmaður á Blönduósi.

Helga Dýrleif Jónsdóttir (1895-1995)

  • S02107
  • Person
  • 8. des. 1895 - 7. júní 1995

Helga Dýrleif Jónsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum í Langadal í A-Hún. Foreldrar hennar voru Anna Einarsdóttir, f. á Hring í Blönduhlíð og Jón Hróbjartsson, f. á Reykjarhóli í Biskupstungum. Hinn 14. júlí 1918 giftist Helga Steingrími Á. B. Davíðssyni, þau eignuðust tólf börn sem upp komust, þau bjuggu á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Helga var síðast búsett á Blönduósi.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010)

  • S02285
  • Person
  • 11.09.1922-02.01.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir var fædd 11. september 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Sigurður Þórðarson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Nautabúi, síðar Sauðárkróki, og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir. Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni (1915-2004) og áttu þau saman sjö börn. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún giftist Guðjóni. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf en síðan tóku við skyldur og störf á stóru heimili. Hún var félagi í Kirkjukór Sauðárkróks í mörg ár og starfaði í Kvenfélagi Sauðárkróks um árabil. Þá lagði hún ýmsum félögum lið ekki síst þeim sem tengdust félagsstarfi eiginmannsins. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við Sundlaug Sauðárkróks til starfsloka.

Ingibjörg Stefánsdóttir (1907-1997)

  • S02383
  • Person
  • 8. maí 1907 - 11. apríl 1997

Ingibjörg fæddist í Mjóadal í Laxárdal í Austur - Húnavatnssýslu, kennd við Gil í Svartárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson bóndi og kona hans Elísabet Guðmundsdóttir. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, Laugaskóla í Þingeyjarsýslu og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1935. Var ljósmóðir í Austur - Hún. 1935-1968. Ingibjörg starfaði við Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði frá 1969 til 1976 og síðar hjá Áklæðum og gluggatjöldum í Reykjavík, eða í fimm ár. Ingibjörg giftist Þorsteini Jónssyni organista, þau eignuðust tvö börn.

Grímur Gíslason (1912-2007)

  • S02418
  • Person
  • 10. jan. 1912 - 31. mars 2007

Grímur fæddist í Þórormstungu 10. janúar 1912. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson og Katrín Grímsdóttir. Fyrstu árin bjó hann með fjölskyldu sinni í Þórormstungu, en árið 1925 fluttust þau í Saurbæ í Vatnsdal. Hann fór ungur í Bændaskólann á Hvanneyri. Grímur kvæntist Sesselju Svavarsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Grímur var bóndi í Saurbæ til ársins 1969, en flutti þá til Blönduóss og hóf störf á skrifstofu Kaupfélags Húnvetninga og var starfsmaður þeirra þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann vann við veðurathuganir í 25 ár og var einnig fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára. Grímur kom víða við í félagsmálum og félagslífi. Hann var mikill söngmaður og söng í kirkjukór í 77 ár. Hann tók virkan þátt í Lionshreyfingunni og Hestamannafélaginu Neista. Árið 2002 var Grímur gerður að heiðursborgara Blönduóssbæjar fyrir störf sín í félags - og byggðamálum.

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Árni Sigurðsson (1927-2020)

  • S00242
  • Person
  • 13. nóv. 1927 - 26. okt. 2020

Árni fæddist á Sauðárkróki árið 1927. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir kona hans. Árni lærði til prests, var á Neskaupstað og síðast sóknarprestur á Blönduósi. Eginkona hans var Eyrún Gísladóttir. Þau eignuðust tvö börn, Arnór og Hildi.

Herselía Sveinsdóttir (1900-1983)

  • S02553
  • Person
  • 30. nóv. 1900 - 2. mars 1983

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi árið 1921 og hóf sama ár barnakennslu í Lýtingsstaðahreppi. Árið 1929 eignaðist hún hluta í jörðinni Ytri-Mælifellsá og hóf þar búskap ásamt Steinunni systur sinni og Sveini manni hennar. Árið 1936 útskrifaðist Herselía frá Kennaraskóla Íslands, stundaði forfallakennslu í Reykjavík til ársins 1941, er hún var settur kennari í Ásahreppi í Holtum. Árið 1942 kom hún aftur í Skagafjörð og var skipuð skólastjóri í Lýtingsstaðahreppi og gegndi því starfi til 1965. Hún var til heimilis í Steinsstaðaskóla 1948-1965. Herselía lagði lið öllum þeim framfara-, framkvæmda-, og félagsmálum sem í umræðunni voru á þessum tíma. Hún stofnaði barnastúku og stjórnaði henni í 23 ár, var virkur félagi í kvenfélagi hreppsins og sömuleiðis í ungmennafélaginu. Árið 1972 var gefin út eftir hana smásagnasafnið Varasöm er veröldin. Síðar gaf hún út barnabókina Dagný og Doddi. Herselía var síðast búsett í Reykjavík.

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Baldur Vilhelmsson (1929-2014)

  • S02598
  • Person
  • 22. júlí 1929 - 26. nóv. 2014

Baldur Vilhelmsson, fæddur á Hofsósi 22.07.1929. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Kvæntist Ólafíu Salvarsdóttur, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Ólafía dóttur. Stúdent frá MA og cand.theol. frá HÍ 1956. Sóknarprestur í Vatnsfirði frá 1956-1999. Einnig prófastur í Ísafjarðarprófastdæmi frá 1988. Lengi kennari í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og skólastjóri í afleysingum.

Þóra Helgadóttir (1924-2008)

  • S02670
  • Person
  • 11. apríl 1924 - 16. nóv. 2008

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Þóra var 14 ára þegar móðir hennar dó, hún tók þá fljótlega við heimilishaldi í Merkigarði og sá um heimilið fyrst fyrir föður sinn og síðan fyrir Arnljót bróður sinn. Þóra fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi um tvítugt og var þar í einn vetur. Þóra eignaðist einn son, Sigurð Helga Þorsteinsson, rafvirkjameistara í Skagafirði. Árið 1991 flutti Þóra á Sauðárkrók og hélt heimili fyrir Sigurð son sinn þar til hann andaðist.

Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)

  • S02679
  • Person
  • 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983

Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir (1897-1996)

  • S02867
  • Person
  • 11. mars 1897 - 3. mars 1996

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi). Jóhanna ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Kvæntist Magnúsi Björnssyni og bjuggu þau alla sína búskapartíð á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi Au-Hún, síðustu árin í félagi við Björn son sinn, en Magnús lést árið 1963. Jóhanna bjó áfram á Syðra-Hóli í átján ár eftir það en flutti árið 1981 til Skagastrandar. Síðast búsett á Blönduósi. Jóhanna og Magnús eignuðust sex börn.

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir (1908-1994)

  • S02870
  • Person
  • 27. sept. 1908 - 13. sept. 1994

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttír f. 27.09.1908 í Neðstabæ í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi) og Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf, þau bjuggu á Neðstabæ. Auðbjörg ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einn vetur stundaði hún nám við Hvítárbakkaskólann. Maki: Sigurður Guðlaugsson frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Þau hófu búskap á Neðstabæ en fluttust þaðan að Hafursstöðum og bjuggu þar um 30 ára skeið. Árið 1972 fluttu þau að Blönduósi. Þau eignuðust fimm börn. Frásagnir eftir Auðbjörgu hafa birst í tímaritinu Heima er best, þar sem hún segir sögur af dýrum og ýmsum atburðum. Hún hafði einnig mikla ánægju af garðrækt og fékkst nokkuð við að yrkja kvæði.

Agnes Hulda Agnarsdóttir (1960-

  • S03096
  • Person
  • 30. sept. 1960-

Foreldrar: Agnar Bragi Guðmundsson b. og smiður á Blönduósi og k.h. Lilja Þorgeirsdóttir. Hjúkrunarfræðingur. Kvænt Ingimundi Guðjónssyni tannlækni á Sauðárkróki, þau eiga fimm börn.

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989)

  • S03090
  • Person
  • 17. ágúst 1919 - 5. nóv. 1989

Fæddur að Fremstagili í Langadal. Smiður og bóndi á Sólheimum á Blönduósi. Kvæntist Lilju Þorgeirsdóttur frá Hólmavík, þau eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Agnar dóttur.

Jóhann Georg Möller (1848-1903)

  • S03124
  • Person
  • 22. okt. 1848 - 11. nóv. 1903

Foreldrar: Sigríður Magnúsdóttir Möller og Kristján Möller. Var í Grafarósi 1860. Kaupmaður á Blönduósi. Kvæntist Katrínu Alvildu Maríu Thomsen, þau eignuðust níu börn.

Katrína Alvilda María Thomsen (1849-1927)

  • S03125
  • Person
  • 10. júlí 1849 - 9. maí 1927

Kaupmannsfrú í Möllershúsi á Blönduósi. Kvæntist Jóhanni Georgi Möller kaupmanni (1848-1903), þau eignuðust níu börn.

Lucinda Möller (1879-1927)

  • S03129
  • Person
  • 19. apríl 1879 - 28. apríl 1927

Foreldrar: Jóhann Georg Möller (1848-1903) og Katrína Alvilda María Thomsen. Sýslumannsfrú á Blönduósi.

Sveinn Ellertsson (1912-1983)

  • S01530
  • Person
  • 4. okt. 1912 - 14. apríl 1983

Mjólkurbússtjóri í Blönduósshreppi. Kvæntist Ölmu Ellertsson.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).