Málaflokkur B - Bréfritari: Sigurður J. Gíslason. Bréf til Árna G. Eydals

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00148-A-B

Titill

Bréfritari: Sigurður J. Gíslason. Bréf til Árna G. Eydals

Dagsetning(ar)

  • 1959 (Creation)

Þrep lýsingar

Málaflokkur

Umfang og efnisform

Sendibréf, pappírsbréf, handskrifuð, tvær síður. Skrifað báðum megin.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(6. júlí 1893 - 28. mars 1983)

Lífshlaup og æviatriði

Sigurður Jóhann Gíslason var fæddur á Skarðsá í Sæmundarhlíð 6. júlí 1893. Foreldrar hans voru Gísli bóndi á Bessastöðum þar í sveit og Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Sigurður var gagnfræðingur frá Akureyri 1915; en stundaði síðan nám í lýðskólunum á Jaðri og Voss í Noregi; því næst í Askov. Einnig sótti hann íslenskutíma hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara í M.A. Hann var kennari í Hofs- og Rípurskólahverfi 1919-1920 og Hofsskólahverfi 1933-1934. Kenndi og við unglingaskóla í Óslandshlíð og Hofsósi nokkra vetur. Kenndi við Iðnskólann í Siglufirði 1938-1944 og við gagnfræðaskólann þar 1940-1944. Hann kenndi börnum og unglingum í einkatímum á Siglufirði og Akureyri, í Reykjavík o.v.
Eftir að hann hætti kennslu, gerðist hann skrifstofumaður á Akureyri. Hann var vel hagmæltur. Sigurður stundaði vísnasöfnun í nær 70 ár og er eflaust leitun að jafn stóru einkasafni lausavísna og safni Sigurðar J. Gíslasonar. Árið 1978 var gengið frá gjafabréfi stórgjafar Sigurðar J. Gíslasonar til Héraðsskjalasafnsins. Um var að ræða allt bókasafn hans, sem hafði að geyma fágætar bækur, ljósmyndir, handrit og önnur gögn. Mest og stærst var þó vísnasafn hans, sem talið er geyma allt að 100.000 vísur.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Bréf SJG til Árna Eydals. Afar líklegt að hér sé um Sigurð J. Gíslason að ræða. Bréfið varðar yfirlestur og leiðréttingar á handriti Árna G. Eydals meðal annars um tækniframfarar í landbúnaði.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir