Dæli í Fljótum

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Dæli í Fljótum

Equivalent terms

Dæli í Fljótum

Associated terms

Dæli í Fljótum

4 Authority record results for Dæli í Fljótum

4 results directly related Exclude narrower terms

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.

Jón Guðmundsson (1900-1988)

  • S02642
  • Person
  • 03.09.1900-30.10.1988

Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.

Jón Þorbergur Jónsson (1883-1922)

  • S03045
  • Person
  • 06.07.1883-14.05.1922

Fæddur á Siglunesi við Siglufjörð, drukknaði með þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Siglunesi og kona hans Þuríður Sumarliðadóttir. Jón ólst upp hjá móður sinni, en faðir hans drukknaði er hann var á fyrsta ári. Fóru þau mæðginin frá Siglunesi 1884, fyrst að Leyningi á Siglufirði og voru þar eitt ár. Árið 1885 fór hann til hjónanna Márusar Márussonar og Bjargar Lilju Guðmundsdóttur að Dæli í Fljótum og var þar til 1898. Hann fermdist frá þeim 1899 og fór það ár með Márusi að Fyrirbarði. Þar vann hann að búi þeirra til 1901 og fór síðan með þeim að Karlsstöðum og var þar til Márus andaðist árið 1905. Árið 1905 kvæntist Jón og reistu þau hjónin bú á Karlsstöðum. Fluttust síðar á 1905-1090, á Minni-Þverá 1910-1912, á Minna-Grindli 1912-1921, á Skeiði í Fljótum 1921- til dánardags. Í uppvextinum vann Jón öll sveitarstörf og var einnig við sjóróðra með Márusi og fleirum og fór síðar á þilskip. Maki: Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir (1888-1982) frá Hring í Stíflu. Þau eignuðust alls átta börn. Hið elsta dó á fyrsta ári og tvö í apríl 1921 úr barnaveiki.

Stefán Grímur Ásgrímsson (1899-1968)

  • S02593
  • Person
  • 26. sept. 1899 - 1. des. 1968

Foreldrar: Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum og víðar og k.h. Sigurlaug Sigurðardóttir. Verkamaður á Akureyri og síðar á Siglufirði, bjó þar lengi, síðast búsettur í Reykjavík. Kona: Jensey Jörgína Jóhannesdóttir.