Eiðar

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Eiðar

Equivalent terms

Eiðar

Associated terms

Eiðar

4 Authority record results for Eiðar

4 results directly related Exclude narrower terms

Benedikt Hugmóður Sigmundsson (1865-1930)

  • S02304
  • Person
  • 26. júní 1865 - 5. júní 1930

Benedikt Hugmóður fæddist 26. júní árið 1865 á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson bóndi og verslunarstjóri á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. ,,Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum. Stundaði nám við búnaðarskólann á Eiðum, útskr. 1886. Var við bústörf og verslunarstörf með föður sínum. Kennari í Viðvíkurprestakalli 1891-94 og 1897-98. Reisti bú í Gröf á Höfðaströnd 1895 á móti tengdaforeldrum sínum og bjó þar til 1896. Bóndi Þúfum í Óslandshlíð 1896-98, Grafargerði 1898-99. Missti þá fyrri konu sína og brá búi. Fluttist úr héraðinu árið 1900 og fékkst eftir það við ýmis störf, aðallega verkstjórn og verslunarstörf. Var frá 1914 til æviloka kaupm. og verslunarm. í Hafnarfirði."
Fyrri kona: Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1900). Þau áttu saman þrjú börn en einungis eitt þeirra komst á legg.
Seinni kona: Pálína Guðmunda Þórarinsdóttir (1867-1933) frá Grásíðu í Kelduhverfi.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Guttormur Vigfússon (1850-1928)

  • S02300
  • Person
  • 8. ágúst 1850 - 26. des. 1928

Guttormur Vigfússon var fæddur í Geitagerði í Fljótsdal 8. ágúst 1850. Faðir: Vigfús Guttormsson (1828-1867) bóndi Geitagerði. Móðir: Margrét Þorkelsdóttir (1824-1895) húsmóðir í Geitagerði. ,,Guttormur nam búfræði í Stend í Noregi 1875–1877. Stundaði nám við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1881–1882. Ferðaðist um Norður-Múlasýslu 1878–1880 og leiðbeindi í búnaði. Kennari við Möðruvallaskóla 1880–1881. Skólastjóri búnaðarskólans að Eiðum 1883–1888. Bóndi á Strönd á Völlum 1888–1894, í Geitagerði frá 1894-1928. Guttormur var oddviti Fljótsdalshrepps um langt skeið. 1892-1908 sat hann á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn, Suður-Múlasýslu. Guttormur kvæntist Sigríði Guðbjörgu Önnu Sigmundsdóttur (1892-1922) en hún var ættuð frá Ljótsstöðum í Skagafirði, þau eignuðust átta börn."

Sigurlaug Jónsdóttir (1904-1979)

  • S01965
  • Person
  • 10.02.1904-25.05.1979

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli í Óslandshlíð og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ráðskona á Eiðum, Eiðasókn, S-Múl. 1930. Húsfreyja í Dalhúsum í Eiðaþinghá og Eiðum, S-Múl. Síðast bús. á Egilstöðum. Kvæntist Jóni Sigfússyni símstöðvarstjóra á Eiðum.