Eyjafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Eyjafjörður

Equivalent terms

Eyjafjörður

Associated terms

Eyjafjörður

25 Authority record results for Eyjafjörður

25 results directly related Exclude narrower terms

Arnarneshreppur (1000-2010)

  • S03423
  • Organization
  • 1000-2010

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) ar hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var hann víðlendari en árið 1911 var honum skipti í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi. Hjalteyri tilheyrði hreppnum. Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárhrepps samþykkt í kosningum.

Axel Guðmundsson (1882-1948)

  • S02780
  • Person
  • 27. júlí 1882 - 4. feb. 1948

Tók sér viðurnefnið Snæland og skrifaði sig Axel G. Snæland eftir það. Bóndi, lengst af í Stóragerði í Myrkárdal í Eyjafirði. Áður bóndi í Melgerði.

Björn Jónasson (1886-1966)

  • S02781
  • Person
  • 23. júní 1886 - 19. feb. 1966

Björn Jónasson, f. 23.06.1886 á Ytra-Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. Foreldrar: Jónas Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Ólst upp með foreldrum sínum og fór ungur að vinna fyrir sér. Átján ára fór hann til Reykjavíkur og vann þar um tveggja ára skeið. Rak síðar um skeið búskap og útgerð á Látraströnd. Maki: Guðrún Jónasdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1911. Björn stundaði þar keyrarastörf, þ.e.a.s. fólksflutning og vöruflutninga á hestum og vögnum, lagningu gatna og slíkt. Auk þess rak hann nokkurn búskap á Hóli við Siglufjörð um árabil.

Einar Baldvin Guðmundsson (1841-1910)

  • S02187
  • Person
  • 04.09.1841-28.01.1910

Einar Baldvin Guðmundsson, f. á Hraunum í Fljótum 04.09.1841, d. 28.01.1910 í Haganesvík. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (1811-1841) bóndi, hreppstjóri og umboðsmaður á Hraunum og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir (1822-1880) frá Neðra-Ási í Hjaltadal. Guðmundur lést rúmum mánuði eftir að Einar fæddist en hann ólst upp á Hraunum með móður sinni og síðari manni hennar, Sveini Sveinssyni frá Haganesi. Hann lærði undir skóla hjá sr. Daníel Halldórsyni í Glæsibæ við Eyjafjörð en sótti ekki um skólavist í latínuskólanum eins og til stóð heldur lagði fyrir sig trésmíði, járnsmíði og skipasmíði. Bóndi á Hraunum 1866-1893 en brá búi er hann missti aðra konu sína. Var þó áfram á Hraunum næstu árin en börn hans tóku við jörðinni. Auk búsins rak Einar útgerð og gerði út á þorsk og hákarl. Einnig stundaði hann skipasmíðar og aðrar smíðar. Hann reisti stórt timburhús á Hraunum 1874-75 sem var annað í röð timburhúsa til íbúðar í sýslunni. Einnig jók hann æðarvarp á jörðinni til muna. Árið 1878 sigldi Einar til Noregs að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna, fiskverkun, bátasmíði og ýmsar tæknilegar nýjungar. Eftir heimkomuna hóf hann tilraunir með síldveiðar ásamt mági sínum, Snorra Pálssyni verslunarstjóra á Siglufirði. Einar stóð fyrir miklum brúarbyggingum í Skagafirði framundir 1890 en einnig fór hann í Borgarfjörð og byggði fyrstu stórbrúna þar, yfir Hvítá á Barnafossi. Hann smíðaði fyrstu dragferjuna hér á landi á Vesturós Héraðsvatna. Nokkru eftir að hann brá búi stofnsetti hann verslun í Haganesvík, um 1898 og rak hana í samlagi við Gránufélagið til æviloka. Einar var hreppstjóri Holtshrepps 1866-1872 og 1890-1898, oddviti 1882-1884 og 1886-1892. Sýslunefndarmaður 1874-1877 og 1889-1895. Alþingismaður Skagfirðinga 1874-1878 er hann sagði af sér þingmennsku og hélt utan til Noregs. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna og veitt verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX.
Eftir Einar liggja ýmsar greinar í blöðum, m.a. grein um bátasmíði sem birtist í Andvara.
Maki 1: Kristín Pálsdóttir (1842-1879) frá Viðvík. Þau eignuðust átta börn sem upp komust.
Maki 2: Jóhanna Jónsdóttir(1839-1893) frá Glaumbæ. Þau eignuðust eitt barn sem dó í æsku.
Maki 3: Dagbjört Magnúsdóttir (1865-1937). Þau eignuðust þrjú börn.

Einar Gísli Jónasson (1885-1977)

  • S02783
  • Person
  • 23. apríl 1885 - 10. des. 1977

Einar Gísli Jónasson, f. 23.04.1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Jónsson. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist þaðan árið 1909. Gerðist kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Hóf búskap í Grjótgarði á Þelamörk 1922 en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan. Var kosinn í hreppsnefnd 1916 og litlu síðar oddviti en hreppstjóri og sýslunefndarmaður 1938. Var einnig um langa hríð formaður Sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjarhrepps og í skattanenfnd. Sat einnig á milli 40-50 aðalfundi KEA.

Friðvin Ásgrímsson (1865-1923)

  • S02741
  • Person
  • 19. júní 1865 - 8. okt. 1923

Foreldrar: Ásgrímur Pálsson bóndi á Brattavöllum í Eyjafirði, f. 1830 og Þorbjörg Jónatansdóttir frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum. Friðvin ólst upp hjá foreldrum sínum og hefur líklega flust að Reykjum á Reykjaströnd með Páli Halldórssyni sem þangað kom 1888. Þegar Páll brá búi 1894 og flutti til Vesturheims fékk Friðvin ábúð á Reykjum og bjó þar til æviloka. Ásamt búskap stundaði hann sjómennsku þar. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1858, frá Stóru-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp.

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932)

  • S01591
  • Person
  • 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Fædd og uppalin í Eyjafirði, faðir hennar flutti til Skagafjarðar árið 1909, móðir hennar hafði þá látist nokkrum árum áður. Kvæntist Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust tíu börn.

Gunnar Gíslason (1894-1972)

  • S002653
  • Person
  • 24. okt. 1894 - 23. jan. 1972

Foreldrar: Gísli Þorfinnsson í Miðhúsum í Blönduhlíð og Guðrún Gísladóttir. Bóndi á Breiðstöðum í Gönguskörðum, Brekkukoti í Blönduhlíð, Ábæ, Víðivöllum í Blönduhlíð, Bústöðum í Austurdal og Sólborgarhóli í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Maki: Sigríður Guðmundsdóttir f. 16.03.1895 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignuðust 12 börn. Bjuggu lengst þessara staða á Ábæ og var Gunnar kenndur við þann bæ.

Gunnvör Pálsdóttir (1870-1958)

  • S03009
  • Person
  • 16. ágúst 1870 - 14. maí 1958

Foreldrar: Páll Pálsson (1829-1871) og Guðbjörg Björnsdóttir (1832-1910) b. á Kjartansstöðum. Faðir hennar lést þegar Gunnvör var eins árs og móðir hennar brá búi vorið 1872 og flutti í Eyjafjörð. Gunnvör var ógift og barnlaus. Var á Sauðárkróki 1930.

Halldór Ásgeirsson (1893-1976)

  • S02786
  • Person
  • 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

Helga Jóhannesdóttir (1898-1979)

  • S02079
  • Person
  • 26. júlí 1898 - 13. nóv. 1979

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá í fóstur til móðursystur sinnar að Skáldsstöðum í Eyjafirði. Hún dvaldi þar í tvö ár, en fór þá til vandalausra hjóna að Kolgrímastöðum í Eyjafirði og var þar í tvö ár, en hvarf af þeim liðnum 1909 til Skagafjarðar til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur konu hans að Glæsibæ í Staðarhreppi. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Þar stundaði hún nám í Unglingaskóla Sauðárkróks 1915 og 1916. Árið 1919 kvæntist hún Þorvaldi Þorvaldssyni frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal. Þorvaldur lést árið 1930 og vann Helga þá öll þau störf sem til féllu til þess að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði gerðist Helga ráðskona hjá vega- og brúargerðamönnum á sumrin og einnig ráðskona á vertíðum við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum. Síðustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki. Helga starfaði í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni sýndu henni margvíslegan sóma á ýmsum tímamótum í lífi hennar, og var hún kjörin heiðursfélagi Öldunnar árið 1976. Helga og Þorvaldur eignuðust sjö börn.

Helgi Árnason (1852-1928)

  • S02614
  • Person
  • 17. jan. 1852-1928

Foreldar: Árni Einarsson og Guðrún Jóhannesdóttir á ÚIfá í Eyjafirði. Bóndi á Gilsbakka 1879-1881, Breiðargerði 1882-1885, Skatastöðum 1885-1887, Hellu 1888-1901, Brekkukoti í Efribyggð 1901-1903 og Sólheimagerði 1908-1920 og aftur 1924-1926. Maki: Ingibjörg Andrésdóttir frá Syðri Bægisá. Áttu eitt barn sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Jón Jónsson (1828-1906)

  • S02715
  • Person
  • 1828 - 9. júlí 1906

Foreldrar: Jón Gíslason á Strjúgsá í Eyjafirði og Guðrún Jóhannesdóttir. Jón fluttist að Tyrfingsstöðum í Akrahreppi frá Hofi í Dölum 1858 og bjó þar til 1861. Fór að Gilsbakka 1861 og eignaðist jörðina, bjó þar til 1882, brá þá búi og var þar í húsmennsku. Bjó þar aftur 1893-1906. Jón var mikill hagyrðingur. Maki 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Ábæ í Austurdal, f. 1824. Þau eignuðust einn son sem upp komst. Maki 2: Aldís Guðnadóttir, f. 30.07.1867, frá Tyrfingsstöðum. Þau eignuðust einn son og Aldís ól upp stúlku.

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

  • S02800
  • Organization
  • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Ólafur Jónsson (1895-1980)

  • S02801
  • Person
  • 23. mars 1895 - 16. des. 1980

Ólafur Björgvin Jónsson, f. 23.03.1895 að Freyshólum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar: Jón Ólafsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Fór til náms við Búnaðarskólann á Hvanneyri og síðan í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi 1924. Sama ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands og settist að í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Árið 1949 lét hann þar af störfum og gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og síðar hjá sambandi nautgripartæktarfélaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjötugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsóknir og sinnti skáldskap. Hann hóf útgáfu á Handbók bænda og ritstýrði henni frá 1950-1960. Ritaði margt um jarðfræði Íslands og bar þar hæst rit hans Ódáðahraun í þremur bindum, Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum og ritin Dyngjufjöll, Askja og Berghlaup. Einnig sendi hann frá sér skáldsöguna Öræfaglettur og ljóðabókina Fjöllin blá. Loks komu út nokkkrar frásagnir og smásögur í bókinni Strípl. Æviminningar hans komu út á árunum 1971-1972 og bera heitið Á tveimur jafnfljótum.

Pétur Valdimarsson (1896-1973)

  • S02810
  • Person
  • 14. apríl 1896 - 14. júní 1973

Pétur Valdimarsson, f. 14.04.1896 á Merkigili í Austurdal. Foreldrar: Valdimar Bjarnason á Keldulandi á Kjálka og kona hans Ingibjörg Gunnarsdóttir. Pétur ólst að mestu upp hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs en dvaldi tíma og tíma hjá ömmusystur sinni, Ingibjörgu Andrésdóttur og manni hennar, Helga Árnasyni. Vorið 1908 fluttu Ingibjörg og Helgi að Sólheimagerði og fór Pétur þá alfarið til þeirra. Árið 1909 veiktist hann af barnaveiki og þó að hann hjarnaði við beið hann þeirra veikinda aldrei bætur.
Maki: Kristín Hallgrímsdóttir, f. 17.10.1892 í Úlfstaðakoti. Þau eignuðust fjögur börn.
Þau hófu búskap í Úlfstaðakoti (nú Sunnuhvoli) 1915-1920, í Sólheimagerði í Blönduhlíð 1920-1924, á Fremri-Kotum 1924-1935. Þá fluttu þau til Eyjafarðar og bjuggu að Neðri-Rauðalæk á Þelamörk. Átti Pétur þar heimili til æviloka. Síðuastu 10 árin sá Ingólfur sonur þeirra um búskapinn vegna vanheilsu Péturs, sem einbeitti sér að bókbandi. Pétur gaf sig lítt að opinberum málum í Akrahreppi en í Glæsibæjarhreppi var hann í hreppsnefnd og fjallaskilastjórn.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Sigurgeir Daníelsson (1866-1959)

  • S01761
  • Person
  • 14. maí 1866 - 29. okt. 1959

Foreldrar: Daníel Daníelsson á Skáldstöðum í Eyjafirði og k.h. Guðrún Sigurðardóttir frá Gröf í Kaupangssveit. Sigurgeir ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldastöðum og vann að búi þeirra, þar til hann kvæntist árið 1893, Jóhönnu Jónsdóttur frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Það sama ár hófu þau búskap, fyrst í Hólum á móti tengdaföður sínum, en fluttust árið 1896 að Núpufelli og bjuggu þar til 1906, er þau fluttust til Sauðárkróks. Þar tók Sigurgeir að sér rekstur sjúkrahússins og gegndi því starfi í allmörg ár. Samhliða störfum sínum við sjúkrahúsið stofnsetti hann verslunina Drangey og rak hana allt fram á efri ár. Einnig var hann mörg ár þátttakandi í útgerð á Sauðárkróki. Sigurgeir gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði í Eyjafirði og á S.króki. Hann var í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps í mörg ár og hreppstjóri 1920-1932. Sigurgeir og Jóhanna eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Sigurgeir eignaðist son með Ásdísi Andrésdóttur eftir að kona hans lést.

Steindór Pétursson (1882-1956)

  • S02793
  • Person
  • 4. ágúst 1882 - 29. júní 1956

Faðir: Pétur Guðmundsson, f. 1853. Hjá foreldrum í Álftagerði í Mývatnssveit um 1882-1886 og á Árbakka í sömu sveit frá um 1899 fram yfir 1900 nema í vist í Víðikeri í Bárðardal 1899-1900. Bjó í Voladal á Tjörnesi um 1921-1922, flutti þá til Eyjafjarðar. Bóndi í Hólum í Öxnadal um 1929-1935 og 1936-1942. Klauf á Staðarbyggð 1935-1936., síðar á Hraunshöfða í Öxnadal um 1942-1947. Var á Krossastöðum á Þelamörk 1947-1955. Maki: Guðný Sigurðardóttir frá Merkigili, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.

Steingrímur Rósant Jónasson (1890-1924)

  • S02794
  • Person
  • 1. apríl 1890-1924

Foreldrar: Jónas Jónsson f. 1843 og Guðrún Margrét Jóhannesdóttir, f. 1846. Var í Gloppu, Bakkasókn í Eyjafirði 1901. Dó ungur úr berklum.

Þorsteinn Gíslason (1867-1938)

  • S02441
  • Person
  • 26. jan. 1867 - 20. okt. 1938

Þorsteinn fæddist á Stærra-Árskógi við Eyjafjörð, en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Kirkjubæ í Hróarstungu. ,,Skáld, ritstjóri og þýðandi. Þorsteinn vakti máls á stofnun íslensks háskóla. Hann var fylgjandi aðskilnaði við Danmörku og fylgdi Valtý Guðmundssyni að málum gegn heimastjórnarmönnum en síðar breyttist það. Þorsteinn las norræna tungu og bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla en var meinað að þreyta próf því skólinn viðurkenndi ekki íslenskar bókmenntir eftir 1500. Þorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (með Einari Benediktssyni), Bjarka (með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins. Þorsteinn þýddi sálma, þar á meðal sálm 19 og 524 fyrir íslenska sálmabók. Hann þýddi einnig verk eftir Björnstjerne Björnson, Fjodor Dostojevskí, Émile Zola, Rudyard Kipling, Guy de Maupassant, Walter Scott, Gunnar Gunnarsson og Henrik Ibsen."