Fljót í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Fljót í Skagafirði

Equivalent terms

Fljót í Skagafirði

Associated terms

Fljót í Skagafirði

13 Authority record results for Fljót í Skagafirði

13 results directly related Exclude narrower terms

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • S03715
  • Association
  • 21.12.1953 -

Tildrög að stofnun Fjárræktarfélags Fellshrepps kom fram á fundi í Búnaðaðrfélagi Fellshrepps sem haldinn var í mars 1953 að uppástungu frá ráðunauti Búnaðarsambands Skagafjarðar, Haraldi Árnasonar frá Sjávarborg. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Fjárræktarfélag Fellshrepps, í fyrstu var kosin stjórn sem hefði á hendi undirbúning um stofnun félagsins, til undirbúnings voru kosnir Ásgrímur Halldórsson Tjörnum formaður, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli gjaldkeri og Pétur Jóhannsson Glæsibæ ritari. Fjárræktarfélag Fellshrepps var síðan stofnað formlega þann 21.12.1953, stofnfélagar voru 12 og voru þeir þessir: Jón Guðnason Heiði, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli, Pétur Guðjónsson Hrauni, Eiður Sigurjónsson Skálá, Gestur Guðbrandsson Arnarstöðum, Indriði Hjaltason Bræðrá, Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Pétur Jóhannsson Glæsibæ, Ásgrímur Halldórsson Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson Tjörnum, Björn Jóhannsson Felli, Jóhann Jónsson Mýrum. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Ásgrímur Halldórsson. Félagið hefur T fyrir einkennisstaf. Í janúar 1955 sendi Sauðfjárræktarfélag Fellshrepps ársskýrslu sína yfir 126 ær og 11 hrúta, þar af 7, 1. verðlauna hrúta.

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Public party
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Holtshreppur (1898-1988)

  • S03286
  • Organization
  • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Málfundafélagið Von í Stíflu

  • S03642
  • Association
  • 1918-1945

Málfundarfélagið Von í Stíflu var stofnað 25. apríl 1918 á Knappstöðum. Árið 1928 er málfundarfélaginu breytt í ungmennafélag og hét þá eftirleiðis Ungmennafélagið Von í Stíflu, skammstafað U.m.f.V. Síðasta fundagjörð U.m.f.V. er frá 15.4.1945 en ekki kemur þar fram að félagið sé formlega lagt niður. Erfitt hefur þó verið að halda félagsskapnum gangandi því í fundargjörð frá 29.3.1945 kemur fram að félagsmenn ræddu hvort leggja ætti félagið niður, ekki síst þar sem "... svo fáir félagsmenn eru á félagssvæðinu og út lit fyrir að þeim muni fækka en þá meira af völdum Fljótarvyrkjunar, þar sem félagssvæðið Stíflan legðist að mestu undir vatn." Í sömu fundargjörðabók tekur við lög Ungmennafélags Holtshrepps og félagaskrá frá 1949 til 1958. Allt bendir því til þess að félagið hafi runnið inn í þann félagsskap.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Samvinnufélag Fljótamanna (1919-1977)

  • S01973
  • Corporate body
  • 03.02.1919-1977

Samvinnufélag Fljótamanna, Haganesvík, var stofnað 3. febrúar 1919 í Haganesvík. Fyrsta stjórn: Guðmundur Ólafsson, bóndi, Stóra-Holti, formaður, Eiríkur Ásmundsson, bóndi, Reykjarhóli, Hermann Jónsson, bóndi, Yzta-Mói, Jón G. Jónsson, hreppstj., Tungu, Theodór Arnbjarnarson, bóndi, Lambanes-Reykjum. Stjórn árið 1977: Þórarinn Guðvarðarson, bóndi, Minni-Reykjum, formaður, Sveinn Þorsteinsson, bóndi, Berglandi. Valberg Hannesson, skólastj., Sólgörðum, Georg Hermannsson, bifreiðastjóri, Ysta-Mói, Trausti Sveinsson, bóndi, Bjarnagili. Í Haganesvík var rekin verslun, sláturhús og frystihús. Samvinnufélag Fljótamanna var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga árið 1977.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1849-1918)

  • S03142
  • Person
  • 16. júní 1849 - 13. okt. 1918

Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Jón Guðmundsson síðast b. á Gautastöðum í Stíflu. Áður en Sigríður kvæntist var hún alllengi þjónustustúlka hjá V. Claessen á Sauðárkróki. Sigurbjörg kvæntist Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Þau bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1907 er Þorsteinn og sonur þeirra fóru til Vesturheims. Talið er að Sigurbjörg hafi búið hjá Claessen fjölskyldunni í Reykjavík þar til hún fór einnig til Vesturheims árið 1912.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Ungmennafélagið Varmi (1939-

  • S03763
  • Association
  • 1939 -

Þann 15. febrúar 1939 var fundur haldinn á prestsetrinu Barði í Haganeshreppi. Tilgangur fundarins var að stofna Ungmennafélag, á fundinum voru borin fram lög félagsins, þau lesin upp lið fyrir lið og að lokum voru þau borin upp í heild sinni og þau samþykkt einróma. Á fundinum voru 13 fundarmenn en þrír fundarmenn gátu ekki verið á fundinum en voru búin að samþykkja lög félagsins. Fyrsta stjórn nýstofnaðs félags skipaði Lárus Hermannsson, Sæmund Baldvinsson og Níels Hermansson. Í varastjórn voru kosnir Friðrik Baldvinsson, Jón Frímansson og Sigurjón Guðmundsson.
Heimili og varnarþing félagsins er Haganeshreppur.
Í stefnuskrá félagsins kemur fram að tilgangur með félagsskapnum er að vekja löngun hjá öllum landsmönnum til að vinna að alhliða þroska sjálfra sín og annara og öðru því er vera mætti þjóðinni til gæfu.
Að temja sér að beita starfskröftum sínum innan og utan félagsins.
Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt sem er þjóðlegt og rammíslenskt og sé íslensku þjóðinni til gagns og sóma. Sérstaklega skuli leggja stund á að fegra og prýða móðurmálið.
Tilgangi sínum hyggst félagið sér að ná með því að halda fundi svo oft sem félagsmenn telja þörf á og ákveði yfirstandandi fundur næsta fund ella stjórn félagsins, og það svo oft sem henni þykir við þurfa. Á fundum skal fram fara umræður, upplestrar, íþróttir, fyrirlestrar og fleira.
Ekki er vitað hvort félagið sé ennþá starfandi eða hvort það hafi sameinast öðru félagi.