Flugumýri

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Flugumýri

Equivalent terms

Flugumýri

Associated terms

Flugumýri

14 Authority record results for Flugumýri

14 results directly related Exclude narrower terms

Agnar Baldvinsson (1885-1947)

  • S01785
  • Person
  • 4. sept. 1885 - 2. des. 1947

Foreldrar: Baldvin Bárðdal kennari og k.h. Guðrún Jónatansdóttir. Agnar var fæddur á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans slitu samvistum er hann var barn að aldri, fluttist hann þá með móður sinni til Skagafjarðar og ólst þar upp. Dvöldust þau á ýmsum stöðum austan og vestan Vatna. Hann stundaði nám í Hólaskóla einn vetur. Agnar var bóndi á hálfum Vöglum 1910-1912, Litladal 1912-1925, er hann brá búi og fór að Flugmýri, þaðan að Miklabæ og loks í Víkurkot, á öllum stöðum í húsmennsku. Fluttist frá Víkurkoti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki stundaði hann ýmis störf, átti þar nokkrar kindur og var fjallskilastjóri þar í nokkur ár. Einnig kenndi hann krökkum, heima hjá sér, allmarga vetur og var vinsæll við þau störf sem önnur. Kvæntist Árnýju Jónsdóttur frá Borgarlæk, þau eignuðust fjögur börn.

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

  • S03413
  • Person
  • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.

Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1855-1939)

  • S03415
  • Person
  • 05.09.1854-24.01.1939

Anna Vigdís Steinsgrímsdóttir, f. 05.09.1854, d. 24.01.1939. Foreldrar: Steingrímur Jónsson bóndi í Saurbæ í Myrkárdal og kona hans Rósa Egilsdóttir.
Anna Vigdís og Þorvaldur Ari bjuguu á Flugumýri 1882-1896 og á Víðimýri 1896-1921.
Maki: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Ari Arason (1813-1881)

  • S01722
  • Person
  • 1. jan. 1813 - 12. sept. 1881

Ari var fæddur á Flugumýri 1813. Faðir: Ari Arason (1763-1840) fjórðungslæknir. Móðir: Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja.
Ari ólst upp hjá foreldrum sínum og hlaut "betri manna" menntun fyrir fermingu. Eftir fermingu var honum komið til náms hjá Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum. Útskrifaðist stúdent úr heimaskóla sumarið 1831 hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík. Fór til Kaupmannahafnar sama sumar til náms í Háskólanum. Hóf þar nám í tannlækningum. Kom heim aftur 1833 en fór aftur utan sama ár og tók þá að lesa læknisfræði. Lauk þar ekki fullnaðarprófum til embættis. Faðir hans aldraður og heilsuveill kallaði hann heim til að aðstoða sig við búreksturinn. Faðir hans lést 1840 og veitti Ari búi móður sinnar forstöðu þar til hún andaðist árið 1843. Það haust fór Ari til Reykjavíkur og dvaldi þar við ýmis störf um veturinn, meðal annars lagði hann stund á orgelleik og söng hjá Pétri Guðjónsen orgelleikara. Ari er skráður húsmaður á Flugumýri 1844 en tók jörðina til ábúðar 1845 og bjó þar til æviloka. Rak þar stórbú.
Eiginkona: Helga Þorvaldsdóttir (1816-1894).
Saman áttu þau 11 börn. Fjögur þeirra komust á legg.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Friðrik Kristján Hallgrímsson (1895-1990)

  • S02832
  • Person
  • 14. jan. 1895 - 30. maí 1990

Foreldrar: Hallgrímur Friðriksson bóndi í Úlfsstaðakoti og kona hans Helga Jóhannsdóttir. Friðrik ólst upp hjá foreldrum sínum í Úlfsstaðakoti. Strax innan við fermingu kom það í hans hlut að sjá um vetrarhirðingu búfjár að meira eða minna leyti þar sem faðir hans var heilsuveill. Nítján ára fór Friðrik að heiman og gerðist ýmist lausa- eða vinnumaður á ýmsum bæjum í Akrahreppi. Maki: Una Sigurðardóttir, f. 25.10.1898 á Vindhæli á Skagaströnd. Þau eignuðust þrettán börn. Þau bjuggu á hluta af Flugumýri 1920-1922, á Miklabæ í Blönduhlíð 1922-1927 og á Sunnuhvoli 1927-1964. Friðrik var einn af stofnendum Lestrarfélags Miklabæjarsóknar og lengi bókavörður og formaður þess félags.

Helga Jónsdóttir (1895-1988)

  • S03427
  • Person
  • 28.07.1895-10.07.1988

Helga Jónsdóttir, f. 28.07.1895, d. 10.07.1988. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Flugumýri og fyrri kona hans, Júlíana Ingibjörg Jónasdóttir. Helga ólst upp á Flugumýri en þangað fluttu foreldrar hennar þegar hún var á fyrsta ári. Hún missti móður sína 10 ára gömul. Helga var tvo vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún var húsmóðir á Hjaltastöðum í 20 ár en eftir það fluttu hún og Stefán á Sauðárkrók og bjuggu að Skagfirðingabraut 5. Eftir dauða Stefáns flutti Helga til Hrafnhildar dóttur sinnar.
Maki: Stefán Vagnsson. Þau einguðust fimm börn.

Ingimar Jónsson (1910-1955)

  • S02127
  • Person
  • 27. mars 1910 - 4. des. 1955

Foreldrar: Jón Jónasson b. á Flugumýri og s.k.h. Sigríður Guðmundsdóttir. Ingimar ólst upp á Flugumýri og nam barnalærdóm hjá mági sínum, Stefáni Vagnssyni á Hjaltastöðum. Í Hólaskóla fór hann 1928 og lauk þaðan prófi 1930. Bóndi á Flugumýri 1932-1955. Kvæntist Sigrúnu Jónsdóttur frá Vatni á Höfðaströnd, þau eignuðust átta börn.

Júlíus Björnsson (1886-1970)

  • S01716
  • Person
  • 2. júlí 1886 - 8. júlí 1970

Foreldrar: Björn Bjartmarsson b. á Birnunesi á Árskógströnd og í Hrísey og Hallbera Rósa vinnukona, þau voru ekki gift. Júlíus ólst upp hjá vandalausum. Réðist að Neðra-Ási í Hjaltadal árið 1905 og átti heima í Skagafirði eftir það. Vinnumaður í Hofstaðaseli hjá Sigurði Björnssyni og Konkordíu Stefánsdóttur 1907-1939, á Hofsstöðum 1939-1940, á Frostastöðum 1940-1941, á Flugumýri 1941-1942, á Unastöðum 1942-1944 en vistréðist þá að Flugumýri aftur og átti þar heima síðan óslitið til æviloka 1970. Júlíus var ókvæntur og barnlaus.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Steinunn Ingimarsdóttir (1942-

  • S02878
  • Person
  • 26. mars 1942-

Foreldrar: Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja. Fædd og uppalinn á Flugumýri. Gagnfræðingur og verkakona í Reykjavík.
Maki 1: Þórður Sigurðsson vélamaður. Þau skildu.
Maki 2: Gunnlaugur Már Olsen tónlistarkennari. Þau skildu.
Maki 3: Jónatan Eiríksson bifvélavirki.

Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)

  • S03414
  • Person
  • 23.09.1849-03.03.1926

Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.