Hof í Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hof í Hjaltadal

Equivalent terms

Hof í Hjaltadal

Associated terms

Hof í Hjaltadal

19 Authority record results for Hof í Hjaltadal

19 results directly related Exclude narrower terms

Þórður Stefánsson (1926-2002)

  • S01718
  • Person
  • 26. ágúst 1926 - 2. apríl 2002

Þórður Stefánsson fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson og Sigurlína Þórðardóttir. Þórður kvæntist Rósu Bergsdóttur 22. febrúar 1964. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap á Hofi í Hjaltadal en eftir nokkurra ára búskap þar keyptu þau jörðina Marbæli í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu síðan.

Sveinbjörg Árnadóttir (1921-2016)

  • S02173
  • Person
  • 21. nóv. 1921 - 3. júlí 2016

Fædd og uppalin í Þingeyjarsýslu. Kvæntist Jóni Guðmundi Gunnlaugssyni frá Víðinesi, þau bjuggu á Hofi í Hjaltadal og eignuðust þrjú börn.

Sigurður Pálsson (1937-

  • S01912
  • Person
  • 26.04.1937-

Sonur Páls Sigurðssonar og Önnu Gunnlaugsdóttur á Hofi í Hjaltadal. Seinna lögreglumaður í Reykjavík. Búsettur á Sauðárkróki.

Sigurbjörg Hólmfríður Friðriksdóttir (1852-óvíst)

  • S01578
  • Person
  • 1852-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara og f.k.h. Guðrúnar Halldórsdóttur. Sigurbjörg Friðriksdóttir ,,lærði mjólkuriðnað í Danmörku, kom heim og kenndi en sneri aftur. Giftist dönskum manni á Akureyri, skildu, ókunnugt um niðja.“ Var á Hofi, Hólasókn, Skag. 1860. Var á Neðriási, Hólasókn, Skag. 1870.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Guðmundur Gunnlaugsson (1924-1988)

  • S02172
  • Person
  • 6. júní 1924 - 15. feb. 1988

Sonur Gunnlaugs Jónssonar b. í Víðinesi og k.h. Sigríðar Guðmundsdóttur. Bóndi á Hofi í Hjaltadal, kvæntist Sveinbjörgu Árnadóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Jóhann Guðmundsson (1876-1940)

  • S02763
  • Person
  • 24. okt. 1876 - 31. júlí 1940

Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876 á Hagakoti í Hjaltadal. Foreldrar: Guðmundur Þorleifsson bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og kona hans Guðrún Júlíana Þorleifsdóttir. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi þar fram yfir tvítugt. Árið 1902 fór hann í vinnumennsku í Brimnesi og var þar að mestu næstu sjö árin. Þaðan kom hann að Hofi í Hjaltadal árið 1909. Kynntist konu sinni þar og þau byrjuðu búskap á hluta Hofs en fluttust vorið 1913 að Brekkukoti (nú Laufskálar) og bjuggu þar í 25 ár. Tvö síðustu búskaparárin voru þau í Hlíð. Jóhann sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd Hólahrepps. Maki: Birgitta Guðmundsdóttir, f. 28.04.1915. Hún átti tvö börn fyrir hjónaband og saman eignuðust þau 6 börn, 5 þeirra komumst til fullorðinsára.

Hörður Jónsson (1952-

  • S02174
  • Person
  • 24.05.1952-

Sonur Jóns Guðmundar Gunnlaugssonar b. á Hofi í Hjaltadal og k.h. Sveinbjargar Árnadóttur. Bóndi á Hofi. Ókvæntur og barnlaus.

Helga Jónsdóttir (1964-

  • S02171
  • Person
  • 23.11.1964-

Frá Hofi í Hjaltadal, dóttir Jóns Guðmundar Gunnlaugssonar og Sveinbjargar Árnadóttur.

Harpa Jónsdóttir (1954-

  • S02175
  • Person
  • 1. apríl 1954-

Dóttir Jóns Guðmundar Gunnlaugssonar b. á Hofi í Hjaltadal og k.h. Sveinbjargar Árnadóttur. Bóndi í Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi.

Hallgrímur Pétursson (1923-2001)

  • S01715
  • Person
  • 9. apríl 1923 - 15. feb. 2001

Hallgrímur Pétursson var fæddur á Hofi í Hjaltadal 9. apríl 1923. Foreldrar hans voru Pétur Pálsson bóndi á Hofi í Hjaltadal, og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. ,,Hallgrímur ólst upp á Hofi og fluttist að Kjarvalsstöðum í sömu sveit árið 1947 og hóf þar búskap, bjó þar til æviloka. Hann kvæntist 27. janúar 1948 Svövu Antonsdóttur, þau eignuðust tvö börn."

Friðrik Steinsson (1968

  • S02262
  • Person
  • 12.09.1968-

Sonur Steins Þ. Steinssonar fyrrum héraðsdýralæknis í Skagafirði og k.h. Þorgerðar Friðriksdóttur. Búsettur að Hofi í Hjaltadal.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

  • S01726
  • Person
  • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Elín Kristín Friðriksdóttir (1867-óvíst)

  • S01576
  • Person
  • 1867-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara á Hofi í Hjaltadal og s.k.h. Elínar Kristínar Snorradóttur. Elín Kristín var fædd á Hofi í Hjaltadal, í Neðra-Ási og á Miklabæ í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Benedikt Jónsson (1863-1938)

  • S02014
  • Person
  • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir (1915-1993)

  • S00382
  • Person
  • 08.10.1915-01.07.1993

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir ólst upp í Víðinesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Haustið 1933 fór Anna til Reykjavíkur að læra sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Haustið 1934 réðst hún sem vinnustúlka að Hólum til Steingríms Steinþórssonar og Theodóru Sigurðardóttur. Haustið 1935 kvæntist hún Páli Sigurðssyni og hófu þau sambúð í torfbænum á Hólum, þau bjuggu á Hólum í 10 ár en fluttu þá að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til 1963. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Anna starfaði á saumastofum í bænum. Þau hjónin fluttu svo til Sauðárkróks 1985 og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn.

Ævar Sigurþór Ingólfsson (1939-2019)

  • S01919
  • Person
  • 27. nóv. 1939 - 21. maí 2019

Sonur Guðrúnar Sigurðardóttur frá Sauðárkróki og Ingólfs Lárussonar frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð. Guðrún og Ingólfur voru ekki kvænt. Guðrún kvæntist síðar Þórhalli Traustasyni b. á Hofi í Hjaltadal. Árið 1944 missti hún heilsuna og lést svo 1948. Ævar ólst upp á Sauðárkróki frá fimm ára aldri hjá móðurforeldrum sínum Sigurði Jósafatssyni og Þórönnu Magnúsdóttur. Vélvirki, síðast búsettur í Kópavogi.