Hof á Skagaströnd

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hof á Skagaströnd

Equivalent terms

Hof á Skagaströnd

Associated terms

Hof á Skagaströnd

3 Authority record results for Hof á Skagaströnd

3 results directly related Exclude narrower terms

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Bergljót Tómasdóttir Blöndal (1873-1948)

  • S01102
  • Person
  • 19. sept. 1873 - 11. ágúst 1948

Frá Brekku í Aðaldal. Kvæntist sr. Birni Blöndal. Þau bjuggu að Hofi á Skagaströnd og í Hvammi í Laxárdal. Eftir andlát Björns flutti Bergljót til Sauðárkróks þar sem hún starfaði í mörg ár við verslunarstörf. Bergljót og Björn eignuðust einn son.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.