Höskuldsstaðir í Akrahreppi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Höskuldsstaðir í Akrahreppi

Equivalent terms

Höskuldsstaðir í Akrahreppi

Associated terms

Höskuldsstaðir í Akrahreppi

7 Authority record results for Höskuldsstaðir í Akrahreppi

7 results directly related Exclude narrower terms

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Jóhanna Eiríksdóttir (1864-1953)

  • S01942
  • Person
  • 22. mars 1864-1953

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Guðrún Klemensdóttir í Bólu. Alin upp hjá Stefáni Eiríkssyni föðurbróður sínum og k.h. Guðrúnu Andrésdóttur á Höskuldsstöðum. Kvæntist Jóni Jónssyni (1853-1928), þau bjuggu á Höskuldsstöðum og eignuðust tvo syni.

Jón Jónsson (1853-1928)

  • S02815
  • Person
  • 16. nóv. 1853-21.10.1928

Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.

Jón Jónsson (1894-1952)

  • S02701
  • Person
  • 3. ágúst 1894 - 23. apríl 1952

Foreldrar: Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1864 og Jón Jónsson, f. 1853, vinnumaður og húsmaður á Höskuldsstöðum. Jón var smiður, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Höskuldsstöðum.

Jónas Sigfússon (1791-1864)

  • S01697
  • Person
  • 18. okt. 1791 - 17. mars 1864

Var á Auðnum, Bakkasókn, Eyj. 1801. Býr ásamt foreldrum sínum, Sigfúsi Jónssyni (1746-1829) og Rósu Jónsdóttur (1749- um 1840) og systur, Lilju Sigfúsdóttur að Miðlandi í Bakkasókn í Eyjafirði. Jónas er skráður bóndi á Neðstalandi í Öxnadal 1821-1822. Ráðsmaður á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Samkvæmt manntalinu 1835 býr Jónas að Réttarholti ásamt konu sinni Rannveigu Þorkelsdóttur (f. 1799) og fjórum börnum. Í manntalinu 1840 er hann enn skráður sem húsbóndi í Réttarholti en er nú orðinn ekkill. Börnin hans fjögur búa hjá honum. Bústýra hans er Lilja Sigfúsdóttir, liklega systir hans og býr hún í Réttarholti ásamt tveimur börnum sínum. Í manntalinu 1845 er hann enn skráður til heimilis að Réttarholti en nú búa þrjú barna hans þar. Í manntalinu 1860 er hann enn skráður húsbóndi og ekkill í Réttarholti en Rósa Jónasdóttir, líklega dóttir hans, er nú bústýra hjá honum.

Símon Björnsson (1844-1916)

  • S02011
  • Person
  • 2. apríl 1844 - 9. mars 1916

Símon Dalaskáld (2. júlí 1844 – 9. mars 1916) var íslenskt skáld og förumaður á 19. og 20. öld. Hann var Bjarnarson / Björnsson en tók sér snemma kenningarnafnið Dalaskáld og kenndi sig við Skagafjarðardali (Vesturdal og Austurdal) þar sem hann átti lengst af heimili þótt hann væri mikið á flakki, en margir halda raunar vegna kenninafnsins að hann hafi verið upprunninn í Dalasýslu. Hann var fæddur á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og var elstur af 13 systkinum. Hann fór að heiman fljótlega eftir fermingu og var í vinnumennsku í Skagafjarðardölum, giftist og átti börn sem öll dóu ung nema eitt, var um tíma við búhokur en var þó mest í ferðalögum, fór um allt land og seldi ritverk sín og fleira. Hann var þó ekki umrenningur eða betlari, miklu fremur skemmtikraftur sem ferðaðist um og stytti fólki stundir. Símon var talinn það sem kallað er talandi skáld og orti oft jafnhratt og aðrir mæla óbundið mál. Talið er að fáir Íslendingar hafi samið jafn margar vísur og Símon, því utan þær rímur sem hann samdi, orti hann vísur um þúsundir manna um land allt. Þótt Símon væri farinn að gefa út kver með rímum sínum og öðrum kveðskap fyrir þrítugt lærði hann ekki að skrifa fyrr en á fimmtugsaldri og varð aldrei vel skrifandi. Þó gaf hann út fjölmarga rímnaflokka, tvær ævisögur - Bólu-Hjálmars sögu og Sögu Eiríks Magnússonar (Mera-Eiríks), og löngu eftir dauða hans kom út skáldsaga sem hann hafði skrifað, Árni á Arnarfelli og dætur hans.