Hvammur í Laxárdal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hvammur í Laxárdal

Equivalent terms

Hvammur í Laxárdal

Associated terms

Hvammur í Laxárdal

20 Authority record results for Hvammur í Laxárdal

20 results directly related Exclude narrower terms

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Arnór Árnason (1860-1938)

  • S02942
  • Person
  • 16. feb. 1860 - 24. apríl 1938

Fæddur í Höfnum á Skaga. Foreldrar: Árni Sigurðsson bóndi í Höfnum og fyrra kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Arnór ólst upp með foreldrum sínum í Höfnum. Varð stúdent 1884, cand theol. 1886. Kennari við unglingaskóla á Þingvöllum veturinn 1883-1884. Veitt Tröllatunguprestakall 1886 en sat að felli í Kollafirði. Fékk lausn frá embætti 1904. Bóndi að Ballará á Skarðsströnd 1904-1907. Veittur Hvammur í Laxárdal 1907. Fékk lausn frá embætti 1935. Dvaldist á Fossi á Skaga 1935-1938. Arnór gegndi mörgum trúnaðarstörfum og hafði m.a. afskipti af verslunarsamtökum bænda.
Maki 1: Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (10.12.1857-07.06.1893). Þau eignuðust 4 börn.
Maki 2: Ragnheiður Eggertsdóttir (28.09.1862-01.01.1937). Þau eignuðust 5 börn.

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

  • S03249
  • Person
  • 17.05.1882-16.06.1949

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Bergljót Tómasdóttir Blöndal (1873-1948)

  • S01102
  • Person
  • 19. sept. 1873 - 11. ágúst 1948

Frá Brekku í Aðaldal. Kvæntist sr. Birni Blöndal. Þau bjuggu að Hofi á Skagaströnd og í Hvammi í Laxárdal. Eftir andlát Björns flutti Bergljót til Sauðárkróks þar sem hún starfaði í mörg ár við verslunarstörf. Bergljót og Björn eignuðust einn son.

Eggert Arnórsson (1900-1982)

  • S03020
  • Person
  • 7. sept. 1900 - 8. sept. 1982

Fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum. Foreldrar: Ragnheiður Eggertsdóttir og Arnór Árnason, prestur á Felli í Kollafirði og Hvammi í Laxárdal. Um 4 ára aldur flutti Eggert með fjölskyldu sinni að Hvammi í Laxárdal og ólst þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi 1921. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og stundaði eftir það búskap um skeið en fluttist svo til Vestmannaeyja og gerðist reikningshaldari. Síðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aflaði sér réttinda sem löggiltur endurskoðandi og hafði endurskoðun reikningar og skattskýrslugerð að aukastarfi.
Maki 1: Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Þau skildu eftir stutta samveru.
Maki 2: Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir. Þau áttu einn son. Þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Maki 3: Stefanía Benónýsdóttir (1917-1972). Þau eignuðust þrjú börn.

Eggrún Arnórsdóttir (1895-1975)

  • S02980
  • Person
  • 22. apríl 1895 - 10. apríl 1975

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938) prestur í Hvammi í Laxárdal og seinni kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir (1862-1937). Maki: Steingrímur Guðmundsson frá Gufudal í A-Barð, prentsmiðjustjóri hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu m.a. í Kaupmannahöfn og síðar á Grettisgötu 46 í Reykjavík.

Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)

  • S01373
  • Person
  • 10.07.1908-12.11.1989

Foreldrar: Axel Christian Theodor Lassen Jóhannsson veggfóðrari í Reykjavík og Margrét Finnbogadóttir. Finnbogi lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og stúdentsprófi 1930. Lauk háskólaprófi í guðfræði 1936 og kennaraprófi 1938. Sumarið 1941 dvaldist Finnbogi við predikunarstarf í Hvammsprestakalli og fékk svo veitingu fyrir Stað í Aðalvík sama ár þar sem hann dvaldist í fjögur ár. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1946-1975. Síðustu æviárin var Finnbogi búsettur á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Ísleifur Einarsson (1833-1895)

  • S02744
  • Person
  • 24. ágúst 1833 - 27. okt. 1895

Ísleifur Einarsson, f. 24.08.1833, d. 27.10.1895. Var í Reykjavík 1845. Prestur í Reynisstaðaklaustri 1864-1867, Nesþingum á Snæfellsnesi 1867-1868, Stað í Grindavík 1868-1871, Bergsstöðum í Svartárdal 1873-1875, Hvammi í Laxárdal 1875-1883 og Stað í Steingrímsfirði 1883-1892. Fluttist þá til Reykjavíkur. Maki: Sesselja Jónsdóttir (1841-1898) frá Miklabæ í Blönduhlíð.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir (1877-1965)

  • S02743
  • Person
  • 23. sept. 1877 - 3. mars 1965

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir f. 23.09.1877 á Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Foreldrar: Sr Ísleifur Einarsson prestur á Hvammi og síðar á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sesselja Jónsdóttir frá Miklabæ í Blönduhlíð. Ólst upp í foreldrahúsum á Hvammi og á Stað og fluttist síðan með þeim til Reykjavíkur. Faðir hennar lést fáum árum síðar og eftir það var Lovísa mikið hjá föðursystur sinni, Önnu Breiðfjörð. Fór ung til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík. Var eftir það um tíma hjá frændfólki í Skagafirði. Maki: Jón Eyvindarson kaupmaður. Þau eignuðust einn son og ólu auk þess upp Guðrúnu Jónsdóttur. Bjuggu alla sína búskapartíð á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Margrét Arnórsdóttir (1887-1920)

  • S03011
  • Person
  • 9. júlí 1887 - 18. ágúst 1920

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur í Hvammi í Laxárdal og víðar og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893). Foreldrar Margrétar bjuggu á Felli í Kollafirði 1886-1904, á Ballará á Skarðsströnd 1904-1907 og síðan á Hvammi í Laxárdal. Maki: Gísli Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og síðan verslunarmaður á Seyðisfirð, þau eignuðust fimm börn.

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Sigríður Björnsdóttir (1895-1975)

  • S01817
  • Person
  • 24. feb. 1895 - 26. okt. 1975

Dóttir Björns Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Kvæntist Hannesi Guðvini Benediktssyni árið 1918, þau bjuggu í Hvammkoti á Skaga 1921-1937 og í Hvammi í Laxárdal 1937-1943 þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1943. Þau skildu. Þau eignuðust sjö börn. Sigríður starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og einnig í kvenfélaginu á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað.

Stefanía Sigríður Arnórsdóttir (1893-1976)

  • S02967
  • Person
  • 29. maí 1893 - 14. feb. 1976

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur að Hvammi í Laxársdal og Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893).
Maki 1: Einar Jónsson, verslunarmaður á Seyðisfirði.
Maki 2: Guðmundur Bjarnason, bóndi á Hæli í Flókadal í Borgarfirði.

Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893)

  • S02978
  • Person
  • 10. des. 1857 - 7. júní 1893

Foreldrar: Stefán Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Hvammkoti í Kópavogi og Guðríður Jónsdóttir. Stefanía hélt skóla fyrir ungar stúlkur á heimili sínu og kenndi þeim hannyrðir og fleira.
Maki: Arnór Árnason prestur. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal. Þau eignuðust fjórar dætur.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.