Illugastaðir í Laxárdal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Illugastaðir í Laxárdal

Equivalent terms

Illugastaðir í Laxárdal

Associated terms

Illugastaðir í Laxárdal

2 Authority record results for Illugastaðir í Laxárdal

2 results directly related Exclude narrower terms

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Lúðvík Kemp (1889-1971)

  • S00440
  • Person
  • 08.08.1889-30.07.1971

Lúðvík Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Lúðvíksdóttir Kemp. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt vegaverkstjóri. Síðan bjó hann á Akureyri í tvö ár en flutti þá til Skagastrandar þar sem hann stundaði skrifstofustörf í mörg ár. Kemp var landsþekktur hagyrðingur á sinni tíð en ekki þótti kveðskapur hans eiga við í fínni selskap.