Tilkynningar frá Hagstofunni - Þjóðskrá um aðsetursskipti (1994-1995). Tilmæli frá Hagstofu Íslands (1993-1994). Tilkynning um aðsetursskipti hjá Fasteignamati ríkisins (1995).
2 afsöl vegna Stóru-Gröf ytri II; Sigurður Snorrason selur Staðarhreppi - Staðarhreppur selur Jónínu Stefánsdóttur.
Ársreikningar Staðarhrepps (1966-1969).
Ársreikningar Staðarhrepps (1970-1979).
Ársreikningar Staðarhrepps (1980-1989). Yfirlit með eftirstöðvaruppgjör og fasteignaskatt (1987). Ársreikningur 1983 er uppkast og er merkt þannig.
Ársskýrslur Staðarhrepps (1990-1997). Sundurliðun ársreiknings (1996) unnar af endurskoðandafyrirtæki. Ársskýrslur 1992-1993 vantar.
Gögn Áveitufélagsins Freys sem vr samstarfsverkefni Staðar- og Seyluhrepps. Félagið hafði veg og vanda að framræslu mýranna í báðum hreppunum. Um er að ræða fundagerðir, fylgiskjöl bókhalds, efnahagsreikninga, skýrslur, bréf og formleg erindi og lánveitingar. Einnig er kort með framræslutillögum sem Sigurður Ólafsson frá Kárastöðum gerði 1953.
Erindi og bréf er varða búskap, húsaviðgerðir og birtingu á rannsóknum.
Bréf og erindi sem bárust oddvita Staðarhrepps 1968-1979 sem þá var Sæmundur Jónsson, Bessastöðum. Formleg erindi og bréf frá íbúum hreppsins, fyrirtækjum og stofnunum. Bréf frá oddvita er varða vegalagningu í hreppnum, launa- og skattamál og fleira.
Tveir litlir handskrifaðir miðar með fyrirspurn - ekki er víst hver ritar.
Formleg bréf og erindi 1980-1988 sem bárust oddvita Staðarhrepps. Sæmundur Jónsson, Bessastöðum og Þorsteinn Ásgrímsson, Varmalandi gegndu embættinu á þessum tíma. Formleg erindi og bréf frá íbúum hreppsins, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum er varða leyfisveitingar, skólamál, vega- og girðingamál, skatta- og stjórnsýslu, hitaveitumál, styrkveitingar og fleira. Kaupsamningar fyrir Holtsmúla, Gýgjarhól og Stóru-Gröf Ytri I.
INNIHELDUR TRÚNAÐARGÖGN.
Formleg bréf og erindi 1980-1988 sem bárust oddvita Staðarhrepps. Þorsteinn Ásgrímsson, Varmalandi og Ingibjörg Hafstað, Vík gegndu embættinu á þessum tímabili. Bréf og erindi frá íbúum hreppsins, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Dreifibréf, kynningarbréf, leyfisveitingar, styrkbeiðnir, skólamál, hitaveitumál, hreppsnefndar mál, fundagerðir, hreppspóstur, skatta- og stjórnsýsluerindi og fleira. INNIHELDUR TRÚNAÐARMÁL
Nokkur skjöl sem voru laus í fundargerðabókum (sjá nr. A-D-1, A-D-2 og A-D-3).
Bréfabók hreppsnefndar Staðarhrepps 1907-1911.
Bréf hreppsnefndar Staðarhrepps 1908-1937.
Bréfabók hreppsnefndar Staðarhrepps 1797-1837.
Listi yfir búfjármörk sem auglýst voru í Lögbirtingablaði (1989). Listi yfir viðbætur við Markaskrá Skagafjarðarsýslu (1990). Landsmarkaskrá - bókakynning frá Búnaðarfélagi Íslands (1990).
Formlegt erindi frá hreppstjóra Staðarhrepps til sýslumanns um búfjártalningu í hreppnum (1989). Formleg erindi frá sýslumanni og Búnaðarfélagi Íslands um búfjártalningu (1989).
Búnaðarskýrslur 1826-1829.
Búnaðarskýrslur 1830-1839.
Búnaðarskýrslur 1840-1849.
Búnaðarskýrslur 1850-1860.
Búnaðarskýrslur 1946-1952. Ath. hver skýrsla er í tveimur eintökum.
Búnaðarskýrslur 1950-1963. Skýrslu frá árinu 1953 vantar inn í safnið.
Búnaðarskýrslur 1960-1963. Skýrslan frá 1962 er með viðbót, sem er 1/2 blaðsíða af skýrsluforminu, hinar eru í tveimur eintökum.
Búnaðarskýrslur 1907-1920.
Ýmis gögn búnaðarfélags Staðarhrepps. Lög félagsins, búnaðarskýrslur, yfirlit yfir búnaðarstyrki, rekstrarreikningar, erindi og bréf. Gögnin voru óskráð.
Afrit af byggingarbréfum fyrir Holtsmúla, Gígjarhól, Útvík og Fosshól (1981-1985).
Álitsgerð á dómi. Afturköllun á dómskvaðningu. Staða dómsmáls - frá héraðsdómslögmanni (1953). Skjöl sem voru í fórum Þóris Arngrímssonar
Sveitarsjóðsreikningar, tekju og gjaldareikningar og útsvarsskrár fyrir Staðarhrepp (1961-1967).
Yfirlit yfir greiðslur á opinberum gjöldum (1965-1978).
1 Óútfylltur pöntunarlisti fyrir grasfræ er í bókinni
Yfirlit yfir greiðslur á opinberum gjöldum (1980-1983).
Yfirlit yfir greiðslur á opinberum gjöldum (1983-1985).
Yfirlit yfir greiðslur á opinberum gjöldum (1986-1990).
Línustrikað blað með útreikningum er laust inni í bókinni.
1 handritað sendibréf sem var inni í úttektarbók hreppstjórans í Staðarhreppi.
Fasteignaskrár fyrir Staðarhrepp 1995-1997.
Í möppum 1996 og 1997 eru útreikningar oddvita hreppsins á fasteignagjöldum.
PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN
1 fjölföldað eintak af Stjórnartíðindum B 56-1982 Nr. 535 Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað.
Framræslutillögur á Pyttagerðislandi sem gert var af Sigurði Ólafssyni frá Kárastöðum (1953).
Fundagerðir hreppsnefndar 1969-1995.
Fundagerðir hreppsnefndar 1995-1998.
Gjörðabók kjörstjórnar Staðarhrepps við sveitarstjórnarkosningum (1960-1998).
Fundagerðir skólanefndar og rekstrarreikningar (1909-1939).
Fundagerðarbók skólanefndar og rekstrarreikningar (1939-1990).
Fundargerðir skólanefndar (1991-1993). Uppkast af bréfi til fræðslustjóra.
Fylgiskjöl bókhalds. Efnahagsreikningar, innheimtulistar, kvittanir og reikningar (1930-1954).
Gangnaseðill - niðurjöfnun fjallskila í Staðarhreppi (1988-1997). Skrár frá 1989-1983 vantar.
Gjaldstofnar fasteignagjalda 1989-1994.
Aðalfundagerðir áveitufélagsins (1924-1933 og 1953-1957).
Gjörðabók brunabótasjóðs 1918-1968. Reikningar og fundagerðir brunabótasjóðs.
Fundagerðir húsnefndar Félagsheimilisins Melsgils (1961-1990).
Fundagerðabók hreppsnefndar Staðarhrepps 1882-1911.
Fundagerðabók hreppsnefndar Staðarhrepps 1912-1968.
Gjörðabók skattanefndar 1922-1929. Fundagerðir og skýrsluhald skattanefndar, skrár yfir tekju- og eignaskatt. Aftast í bókinni er forprent blað með tillögum frá skattanefnd Skagafjarðarsýslu um verðlag við ákvörðun eigna- og tekjuskatts árið 1931.
Gjörðabók skattanefndar Staðarhrepps 1930-1937. Fundagerðir skattanefndar, verðlagsskrá og skýrsla yfir tekur og eignir íbúa hreppsins
Gjörðabók skattanefndar 1938-1956. Fundagerðir nefndarinnar, verðlagsskrá, skýrsla yfir tekju- og eignarskatt.
Gjörðabók skattanefndar 1958-1961. Fundagerðir skattanefndar, verðlag við skattmat á búpeningi, skrá yfir tekju- og eignaskatt einstaklinga, yfirlit yfir tryggingarskyld störf og skattskrá. Fremst er áritað blað um afhendingu bókarinnar. Inni í bókinni eru laus blöð um leiðréttingu við skattskrá Staðarhrepps 1960.
Pappírsgögn er varðar undirbúning á lagningu hitaveitu í Skarðs- og Staðarhreppi 1987-2017. Úr safninu voru grisjuð gögn sem voru í tveimur eintökum (tvítekin gögn).
Fundagerðabók hreinsunarnefndar Staðarhrepps (1978-1992). 2 vélritaðar fundagerðir frá nefndinni sem dreift var til íbúa hreppsins eru samanbrotnar í bókinni.
Hreppsbók - reikningar sveitasjóðs og fátækraásigkomulag 1802-1836.
Hreppsbók - reikningar sveitasjóðs og fátækraásigkomulag endurrit 1802-1836. Á saurblaði stendur "Bókin var endurrituð haustið 1941 af stud.jur Magnúsi Jónssyni á Mel fyrir Jón Sigurðsson bónda á Reynistað".
Gögn IS-HSk-00237-A-E-1 / IS-HSk-00237-A-F-1, IS-HSk-00237-A-F-2, IS-HSk-00237-A-F-3/ IS-HSk-00237-A-G-1, IS-HSk-00237-A-G-2, IS-HSk-00237-A-G-3, IS-HSk-00237-A-G-4 eru saman í öskju.
Hreppstjórabók Staðahrepps 1886-1927. Bók sem hreppstjóri hélt yfir bréfaskriftir sínar, ýmsar skrár og skýrslur.
Hreyfingalisti viðskiptamanna 1995 og kvittanir fyrir greiðslu gjalda til sveitarsjóðs (í tvíriti) (1996-1998).
4 heilsíðuopnur úr bók með handskrifaðri fundargerð (1928) og tekju- og gjaldareikninga Hrossakynbótanefndar Staðarhrepps (1928-1931).
Lög Hrossaræktarfélags Staðarhrepps (1930), fundagerð, dagskrá fundar og minnispunktar (1924-1927), bréf og erindi (1925-1929), fylgigögn bókhalds (1928-1931), skrá og skýrslur (1927-1929). Uppkast - tilkynning um notkun á stóðhesti og ógreiddan folatoll (1929)
Hundahaldsbók Staðarhrepps 1875-1936. Skýrslur um hundahald í hreppnum.
Iðgjaldabók 1918 -1932. Skrá yfir iðgjöld í Staðarhreppi.
Jarða- og ábúendaskrár í Staðarhreppi (1982-1993). Formleg erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu um jarðaskrár sveitarfélaga (1989-1993).
Kassabók (sjóðsbók) brunabótasjóðs 1919-1930.