Sýnir 2904 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Guðjón Ingimundarson: Skjalasafn Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

2165 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Frétt frá Sauðárkróki 1965

Frétt um Safnaðarheimili á Sauðárkróki send degi á Akureyri 1965. Greint er frá kaupum Sauðárkrókssafnaðar á gamla sjúkrahúsinu undir félagsstarf og námskeiðahald fyrir unga jafnt sem aldna.

Fréttir frá 1964

Fréttir sendar Einherja í mars 1964. Í fyrri fréttinni er fjallað um 30 ára afmæli hestamannafélagsins Léttfeta og fjallað stuttlega um starfsemi Léttfeta í gegnum árin. Steingrímur Arason var gerður að heiðursfélaga. Á Sauðárkróki hefur verið rekin tamningastöð í nokur ár þar sem eru að jafnaði 30 hross. Aðal tamningamenn eru Jón Baldvinsson í Dæli og Stefán Helgason á Sauðárkróki. Formaður Léttfeta er Friðrik Margeirsson skólastjóri á Sauðárkróki.
Í seinni fréttinni er fjallað um slæmt atvinnuástand á svæðinu og því hafi margir farið suður til að afla sér vinnu

Grein frá 1967 - Til þess eru vítin að varast þau

Grein sem send var Einherja í júní 1967 og ber yfirskriftina "Til þess eru vítin að varast þau" en þar gagnrýnir Guðjón grein sem birt var í blaðinu Norðanfara (málgagni sjálfstæðismanna á Norðurlandi Vestra) 4. maí 1967 en téð grein var að mati Guðjóns ,,árás á meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki". Greinarhöfundur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Norðanfara, Halldór Jónsson frá Leysingjastöðum.

Grein í Skinfaxa

Grein sem Guðjón skrifaði fyrir Skinfaxa, ártal er ekki víst. Greinin fjallar meðal annars um íþróttaiðkun á Ströndum og í Borgarfirði.

Fréttabréf frá 1958

Fréttabréf frá 1958 sem sennilega hefur verið send til blaðsins Dags á Akureyri. Sagt er frá 65 ára afmæli Guðmundar Sveinssonar og kveðjuhófi sem haldið var fyrir Björgvin Bjarnason sem lét þetta ár af bæjarstjórastörfum. Eins er sagt frá því að Haraldur Pálsson skíðamaður frá Reykjavík hafi verið á Sauðárkróki við skíðakennslu og sagt er frá skíðamóti sem fram fór í Skógarhlíð.

Umboð 1956

Umboð veitt Þorgilsi Guðmundssyni á Fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík til þess að taka lán fyrir Guðjón í Lífeyrissjóði barnakennara.

Tillögur í málefnum KS 1960

Álit og tillögur í málefnum MS og KS. Flutningsmenn tillögunnar voru Jón Jónsson Hofi á Höfðaströnd, Gunnlaugur Björnsson á Brimnesi, Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum, sr. Lárus Arnórsson Miklabæ og Arngrímur Sigurðsson í Litlu-Gröf.

Fundargerð Íþróttanefndar 1965

Endurrit úr fundargerðarbók Íþróttanefndar Sauðárkrókskaupstaðar frá júní 1965. Undir fundargerðina rita Guðjón Ingimundarson, Rögnvaldur Finnbogason, Kári Jónsson, Hreinn Jónsson og Hreinn Sigurðsson.

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum 1968

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins v. ákvörðunar Alþýðubandalagsins að rifta samstarfi um meirihluta í bæjarstjórn Sauðárkróks 1968. Undir yfirlýsinguna rita Guðjón Ingimundarson, Marteinn Friðriksson, Stefán Guðmundsson og Erlendur Hansen.

Niðurstöður 2721 to 2805 of 2904