Sýnir 8 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Guðjón Ingimundarson: Skjalasafn Blaðaútgáfa
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Dagur Akureyri 1954-1996

Margvíslegar greinar sem Guðjón skrifaði og sendi dagblaðinu Degi á Akureyri, bæði fréttir úr Skagafirði og ýmsar vangaveltur.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Dögun 1954

Fjögur tölublöð af Dögun, blaði þjóðvarnarmanna á Sauðárkróki. Ábyrgðarmaður blaðsins var Ingi Sveinsson.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Grein frá 1967 - Til þess eru vítin að varast þau

Grein sem send var Einherja í júní 1967 og ber yfirskriftina "Til þess eru vítin að varast þau" en þar gagnrýnir Guðjón grein sem birt var í blaðinu Norðanfara (málgagni sjálfstæðismanna á Norðurlandi Vestra) 4. maí 1967 en téð grein var að mati Guðjóns ,,árás á meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki". Greinarhöfundur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Norðanfara, Halldór Jónsson frá Leysingjastöðum.