Sýnir 102 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sigurður Egilsson: Skjalasafn Viðtöl
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

80 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Böðvar Emilsson

Hljóðrit af Böðvari Emilssyni frá Þorsteinsstöðum.Hann segir frá uppvexti sínum í Hamarskoti við Akureyri, Glerárþorpi, Litladal, í Öxnadal og Litladalskoti. Hann segir einnig frá Krossmessuveðrinu 1922 og vinnumennsku sinni og búskap sínum á Þorsteinsstöðum.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Jón Eðvald Guðmundsson Sauðárkróki

Sigurður Egilsson tekur viðtal við Jón Eðvald Guðmundsson frá Sauðárkróki.
Jón segir frá æsku og uppvexti á Hryggjum í Gönguskörðum og Sauðá.
Einnig rætt um sjósókn, m.a. vertíð á Drangeyjarfjöru og sigi í Drangey.
Fer með vísur eftir sjálfan sig, Friðrik Jónsson og Friðrik Hansen og segir frá samferðafólki sínu á Sauðárkróki.
Rætt um Jón Pálma og seðlafölsunarmálið.
Viðtalið tekið í Reykjavík - nóvember 1970.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Hermann Jón Stefánsson frá Ánastöðum

Sigurður tekur viðtal við Hermann Jón Stefánsson frá Ánastöðum.
Hann segir frá æsku og uppvexti í Efra-Lýtingsstaðakoti.
Einnig rætt um búskap Hermanns og horfur í landbúnaði.
Þá er sagt frá ferð yfir Héraðsvötn á hestum.

Slæm upptaka.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Magnús Gíslason frá Vöglum

Viðtal við Magnús K. Gíslason frá Vöglum, tekið í ágúst 1969.
M.a. rætt um búfræðinám hans, búskap á Vöglum, kveðskap o.fl.
Einnig um trúmál og kirkjusókn. Þa er rætt um framtíðarsýn og lífsskoðun viðmælanda.
Magnús ræðir einnig um samtíðarmenn.
Sigurður Egilsson tekur fyrri hluta viðtalsins en í seinni hlutanum er annar spyrill, Hannes Pétursson.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Haraldur Jónasson Völlum

Viðtöl við Harald Jónasson frá Völlum, tekið júní 1969.
Rætt um félagsstörf Haraldar og samtíðamenn. Haraldur gekk í Unglingaskólann í Vík og gagnfræðaskólann á Akureyri.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Hljóðband 2

Sigurður Egilsson tekur viðtal við Bjartmar Kristjánsson sem var prestur á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi.
Rætt um uppruna Bjartmars, skólagöngu hans í Menntaskólanum á Akureyri og guðfræðideild Háskóla Íslands.
Að lokum aðeins minnst á búsetu og prestskap hans á Mælifelli.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Margrét Magnúsdóttir Nautabúi

Kvæðaflutningur Margrétar Magnúsdóttur, Nautabúi. Vor í Skagafirði eftir Tryggva H. Kvaran. Mín 01.17.50-01.20.27. Líklega tekið í kringum 1969-1970.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Ófeigur Helgason, Reykjaborg

Viðtal við Ófeig Helgason, Reykjaborg. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Ófeigs en hann var fæddur á Ánastöðum og ólst þar upp til tíu ára aldurs en eftir það eitt ár á Mælifellsá og tvö ár í Kolgröf. Eftir það bjó fjölskyldan á Reykjum. Þá er rætt um stofnun nýbýlis á Reykjaborg. Þá segir Ófeigur frá öðrum störfum sínum, utan búskaparins. Ófeigur og kona hans höfðu gróðurhús á jörðinni um skeið og þegar viðtalið er tekið stundar Ófeigur sútun á gærum og skinni. Rætt um búskaparhætti og framtíð landbúnaðarins. Að lokum spyr Sigurður um skoðanir viðmælanda á lífi eftir dauðann.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Jóhanna Björnsdóttir, Bjarmalandi

Viðtal við Jóhönnu Björnsdóttur, Bjarmalandi. Líklega tekið í kringum 1969-1970.
Rætt um æsku og uppvöxt Jóhönnu en hún var fædd á Bjarmalandi og fór átta ára gömul í fóstur á Hóli. Einnnig var hún á Völlum og fleiri bæjum. Rifjar upp ýmsar bernskuminningar, m.a. frá uppboði á Lýtingsstöðum þar sem hún eignaðist hest. Að lokum er rætt um Helgu Magnúsdóttur, ömmu Jóhönnu. Sigurður spyr Jóhönnu loks um líf eftir dauðann.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Snælda 1a

Viðtal við Ólaf Guðmundsson frá Litlu Hlíð en hann er fæddur 1917.
Rætt um ævi og störf Ólafs, búskap hans, nágranna og fleira.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Ingvar jónsson frá Hóli í Lýtingsstaðahreppi

Sigurður Egilsson ræðir við Ingvar Jónsson frá Hóli í Lýtingsstaðahreppi.
Rætt um skólagöngu Ingvars í Hvítárbakkaskóla og skagfirska skólafélaga þar, m.a. Sigurður Skagfeld.
Einnig rætt um búskap Ingvars á Hóli í Lýtingsstaðahreppi, horfur í landbúnaði, ýmsar framfarir í samfélaginu, s.s. samgöngur og rafmagn.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Niðurstöður 86 to 102 of 102