Showing 102 results

Archival descriptions
Sigurður Egilsson: Skjalasafn Viðtöl
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

80 results with digital objects Show results with digital objects

Snælda 9a

Hjóðritun, Jóhannes Guðmundsson Vallholti, Jóhann Magnússon Mælifellsá, Gunnar Jóhannsson Mælifellsá, Jón Eðvald Guðmundsson hljóðritað í R.vík

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Eiríksson Djúpadal

Viðtal við Stefán Eiríksson, Djúpadal, líklega tekið 1969.
Stefán segir frá Valdimar föðurbróður sínum.
Einnig frá búsetu sinni vestan hafs þar sem hann bjó í 34 ár og starfaði m.a. við gullnámu.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum

Viðtal við Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum. Líklega tekið í kringum 1960-1970.
Rætt um æsku og uppvöxt Stefáns en hann var fæddur á Höskuldsstöðum þar sem foreldrar hans bjuggu. Stefán afabróðir Stefáns Jónssonar bjó þar einnig. Rætt um fræðimennsku Stefáns og fleira úr hans lífshlaupi. Einnig um umhverfi hans í Blönduhlíð, afréttinn þar og fleira. Stefán fer einnig með kvæði.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Rósantsson

Viðtal við Stefán Rósantsson Gilhaga. Vantar framan á viðtalið.
Stefán segir ferð föður síns á Krókinn og banalegu hans þar.
Einnig frá Önnu Stefánsdóttur, systur Eyþórs Stefánssonar.
Þá talar hann um mannlífið í sveitinni.

Stefán Rósantsson

Sigurður Egilsson ræðir við Stefán Rósantsson Gilhaga.
Stefán segir m.a. frá harðingum veturna 1906 og 1917.
Einnig frá ýmsu fleiru minnisstæðu.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Rósantsson frá Gilhaga

Sigurður Egilsson ræðir við Stefán Rósantsson frá Gilhaga.
Fyrst er rætt um Jón Sigurðsson rímnaskáld.
Síðan sagt frá æsku og uppvexti Stefáns í Reykjarseli, Flatatungu, Tungukoti og Ölduhrygg. Einnig ræða þeir um vinnumennsku Stefáns á Lýtingsstöðum og í Svartárdal. Jafnframt um búkap Stefáns í Sölvanesi og Gilhaga. Loks er sagt frá ýmsum fyrirboðum, sem Egill, faðir Sigurðar, sá.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Rósantsson Gilhaga

Viðtal við Stefán Rósantsson frá Gilhaga, líklega tekið 1969.
Virðist vanta framan á viðtalið. Það er í tvennu lagi og í stafrænu afriti er það klippt saman.
Rætt um ýmsa samtíðarmenn Stefáns, m.a. Símon Dalaskáld.
Einnig talar Indriði G. Þorsteinsson í þessari upptöku.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Stefánsson Brenniborg

Viðtöl við Stefán Stefánsson sem ýmist er kenndur við Brenniborg eða Brúnastaði. Stefán er 97 ára þegar viðtalið er tekið.
Stefán fæddist á Löngumýri og ólst upp á Skíðastöðum., fór í fóstur á nokkra staði eftir að hafa misst föður sinn 12 ára og eftir það suður til sjós. Lærði söðlasmíði á Fjalli og gekk í Flensborgarskólann. Stefán bjó 20 ár á Blönduósi og var einnig bóndi á Brenniborg.
Rætt um kenningar kristninnar og líf eftir dauðann. Einnig rætt um ýmsa samferðamenn Stefáns. Að lokum segir Stefán frá dulrænu atviki er hann var við smíðar og kaupavinnu á Sjávarborg.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Stefán Stefánsson Brenniborg

Viðtal við Stefán Stefánsson Brenniborg.
Hann segir frá uppvexti sínum á Löngumýri, Skíðastöðum og víðar.
Einnig sjóðróðrum suður með sjó og skólagöngu í Flensborg.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Sveinn Stefánsson

Viðtal við Svein Stefánsson Tunguhálsi. Viðtalið tekið1967 á Akureyri. Heyrist ekki vel í spyrjanda. Vantar framan á viðtalið. M.a. frásögn af sleðaferð eftir vestur eylendinu og krossmessuveðrinu 1922.

Sveinn Þorsteinsson, Berglandi

Viðtal við Svein Þorsteinsson, Berglandi í Fljótum, á sýslunefndarfundi 1970.
Ræðir um þátttöku sýna í störfum sýslunefndar. M.a. heilbrigðismál og skólamál.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Torfi Bjarnason héraðslæknir, Suðurgötu 1, Sauðárkróki

Viðtal við Torfa Bjarnason héraðslæknir á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970.
Torfi segir frá læknastörfum sínum í héraðinu og staðháttum og aðstæðum, m.a. vetrarferðum um héraðið. Sigurður spyr um líf eftir dauðann og skoðanir læknavísinda á því.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Results 86 to 102 of 102