Showing 424 results

Archival descriptions
Sölvi Helgason: Skjalasafn Item
Print preview Hierarchy View:

423 results with digital objects Show results with digital objects

Síða 2, bakhlið

Hér virðist vera á ferðinni einhver formáli úr bók Sölva en hann fjallar hér um menntunar hlutverk skáldskapar. Hann leggur áherslu á að fegurðin sé hluti menntunar og að enginn geti talið sig menntaðan án þess að þekkja hana.

Síða 2, bakhlið

Á þessari síðu er fallað um tilgang lífsins og Guð. Lífið er eilíft og það er líka sannleikurinn og spekin. En Guð stjórnar sköpunarverki sínu því ekkert í alheimi getur breytt vilja Guðs því hann er eilífur og almáttugur.

Síða 2, bakhlið

Á þessari síðu er fjallað um stærð landsins og fjallað um helstu eyjar við strendur landsins og hiti sjávar hér og þar um landið tíundaður.

Síða 2, bakhlið

Framhald sama pistils um áðurnefnda höfðingja án þess að nokkurt sérstakt sakarefni sé tiltekið. Sölvi býsnast yfir yfirvaldinu og því óréttlæti og þeim hörmungum sem hann hefur mátt þola af hendi þess.

„þó ekki hafi ég alstaðar, og ekki nema á stöku stað, háðmerkin við nöfnin þeirra, meina ég það þó.“

Síða 2, bakhlið

Á þessari síðu er ljóð sem á að vera lýsing konu á Sölva. Hún vill ekki láta nafns síns getið að sögn sögumanns vegna þess að hún unni Sölva fyrir tólf árum síðan og vildi helst ganga að eiga hann ef hún fengi að velja en því miður voru foreldrar hennar heimskir og vildu fremur gifta hana Jóhanni nokkrum. Það telur sögumaður hafa verið hennar ógæfu enda orðin föl og heilsulítil fimm barna móðir Samkvæmt sögumanni var Sölvi settur í þrældóm til þeirra hjóna þegar hann var ofsóttur í Þingeyjarsýslu. Hún reyndist honum vel en Jóhann alls ekki.
Mögulega gæti Sölvi verið að vísa til Kristínar Helgu Rögnvaldsdóttur en þau virðast hafa verið í einhverju tilhugalífi ef marka má ljóðabréf Sölva til hennar og bréf hans til föður stúlkunnar en þar bað hann um hönd hennar og til vara hönd systur hennar en ekkert varð af þeim fyrirætlunum.
Sjá ljóðabréf:
Sópdyngja: Þjóðsögur, alþýðlegur fróðleikur og skemmtan. II. bindi. (1951). Reykjavík: Víkingsútgáfan-Helgafell, bls. 125-128.

Síða 2, framhlið

Hér virðist vera á ferðinni einhver formáli úr bók Sölva en hann fjallar hér um menntunar hlutverk skáldskapar. Hann leggur áherslu á að fegurðin sé hluti menntunar og að enginn geti talið sig menntaðan án þess að þekkja hana.

Síða 2, framhlið

Á þessari síðu er niðurlag kaflans um samlagningu og henni fylgt eftir með dæmi áður en kafli um frádrátt tekur við.

Síða 2, framhlið

Síðan hefst á hugleiðingum um dauðann og samband sálar og líkama því næst snýr Sölvi sér að nafngreindum prestum sem hann telur vitlausa og ekki skilja hvað felist í sögninni að sálast.
En þetta eru Jörgen Kröyer prestur á Helgafelli í Reykjadal, nafngreindur prestur á Skinnastöðum (en erfitt er að greina hvert seinna nafnið er en það er líklega Hjörleifur Guttormsson sem var prestur á Skinnastöðum frá 1849 – 1870) og loks Jón Ingjaldsson prestur á Húsavík.

Síða 2, framhlið

Áframhald á umfjöllun um ólíkar gerðir eldfjalla og „Baulutegundin“ er Sölva sérstaklega hugleikinn en hann og Eggert Ólafsson hafa einir tekið eftir ákveðnum einkennum tegundarinnar.

Síða 2, framhlið

Sölvi heldur áfram að fjalla um þá sem hafa níðst á honum og beitt órétti. Á þessari síðu eru allnokkur hópur manna nafngreindur en það eru m.a.: Björn og Anna á Skálá, Hafsteinn á Möðruvöllum (Pétur Havsteen amtmaður) ,Stefán Jónsson, Árni Þorsteinsson, Eggert Briem, Sigfús Skúlason, Jónas Jóhannesson, Ari Arason Flugumýri, Eyjólfur Jóhannesson, Gísli Konráðsson, Jónas Jóhannesson, Jóhann Sölvason í Ærlækjarseli, Kobbi (væntanleg Jakob Pétursson í Breiðumýri), Pétur Pálmason, Jón Bjarnaon,
Sérstaklega tekur hann fram að sýslumaðurinn Eggert Briem og amtmaðurinn Pjetur Havsteen geri sér far um að skipa og hvetja menn í Þingeyjarsýslu, bæði munnlega og skriflega, til að pína, kvelja og þræla Sölva

Síða 2, opna

Sölvi heldur áfram að úthúða mönnum vegna óréttlátrar meðferðar á sér. Leggur mikla áherslu á sakleysi sitt og segir menn ljúga upp á hann þeim sökum sem á hann eru bornar. Tekur sérstaklega fram að Sigfús Skúlason sýslumaður hafi logið upp á sig bókarþjófnaði. Sölvi fullyrðir að hann hafi átt margar þessar bækur árum saman. Á seinni síðu opnunar ræðir hann mest um drottinn, hans helstu stoð gegn ilsku djöfulsins og hans fylgjenda.

Síða 3, bakhlið

Handritið hefst á níðvísu sem Sölvi kallar „Grafskrift“ Jóa Sölvasonar í Ærlækjarseli sem fær fær ekki falleg eftirmæli frá Sölva. Á eftir fylgir frásögn Sölva sem fjallar greinilega um þau þáttaskil þegar Sölvi var fluttur frá Ærlækjarseli til Húsavíkur árið 1854 þar sem var réttað yfir honum og hann loks dæmdur betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Handritið virðist vera ritað bæði í Ærlækjarseli og á Húsavíkurbakka hjá sýslumanninum. Fyrst virðist hann vera í Ærlækjarseli þaðan sem hann býst við að verða fluttur á Bakka (Húsavíkurbakka) til Skúlasonar. (Hér er væntanlega átt við Sigfús Skúlason sýslumann sem kallaði sig Sigfús Schulesen. Sölvi virðist rita nafn hans á ýmsa vegur en notast yfirleitt ekki við skírnarnafnið). Sölvi segir upp og ofan af því sem fram fer og augljóst er að Sölvi býst ekki við öðru en að fá dóm fyrir sakir sem hann sver af sér. Þar sem frásögninni sleppir virðast hafa liðið þrír dagar frá því hann kom til Schulesen sýslumanns.

Síða 3, bakhlið

Hér er allt í einu farið að fjalla um hvernig fólk eigi ekki skilið að komast í ríki guðs og Kobbi og fólkið í Ærlækjarseli er nefnt sérstaklega.

Síða 3, bakhlið

Sölvi ræðir visku og mátt drottins sem veitir honum styrk í þeim raunum sem hann má þola í kringum réttarhöldin.

Síða 3, framhlið

Eftir að Sölvi fjallar um samband sitt við Guð snýr hann sér að höfðingjunum og þeirra sambandi við þann í neðra. Hann segir alla þjóðina fylgja höfðingjunum í djöfulskap þeirra en aðgreinir 50 kristilega menn og sjálfan sig. Þetta gerir hann víða í textum sínum. Það er engu líkara en þetta séu þeir einu í öllu landinu sem ganga á vegum drottins, hinir eru ofurseldir djöflinum. Sértaklega nefnir hann Sigfús Skúlason og Stefán Jónsson og níðingsskap þeirra í sinn garð í tengslum við dómsmálið 1854. Þeir virðast segja Sölva hafa játað glæpi sína en það segir Sölvi vera lygi.

Síða 3, framhlið

Á þessari síðu má sjá ljóð í ellefu tölusettum erindum sem virðist vera að mestu níð um „þrælmennið“ Kristján Árnason í Ærlækjarseli eins og Sölvi kallar hann í neðanmálsgrein í handritinu.

Síða 3, opna

Áfram heldur kennslustundin i deilingu en neðst á seinni síðu opnu eru einhvers konar talnatöflur.

Síða 4, bakhlið

Hér segir sögumaður að Sölvi hafi kveðið vísur um mannanöfn í ferskeyttum stíl til þess að sýna snilli sína. En ljóðin eru að mestu upptalning á nöfnum sem skáldið fellir í formið.
Á seinni hluta síðunnar segir sögumaður að ljóðunum sé líka beint að Breiðumýri og illri meðferð á Sölva. Ekki er gott að sjá hvernig það gengur upp en mögulega er á við ljóð sem á að koma í framhaldi af textanum en það er þá glatað.

Síða 4, bakhlið

Útskýringum á deilingu tugabrota líkur en viðtekur óskyld umfjöllun um helstu fjandmenn Sölva á Norðurlandi og koma þar mörg kunnugleg nöfn fyrir, t.d. telur Sölvi Heimilislífið í Ærlækjarsel það guðlausasta sem hann hefur nokkurn tímann kynnst.

Results 86 to 170 of 424