Sýnir 501 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sölvi Helgason: Skjalasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

423 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Hættuleg ferð yfir Héraðsvötn

Í þessu handriti fjallar Sölvi um ferð sína um Skagafjörð sumarið 1847. Hann nefnir sérstaklega tvo menn sem hann segir vera bændur á Víðivöllum. Samkvæmt Íslendingabók var Jón Ólafsson (1820-1886)¬ bóndi þar um þetta leyti en Ingjaldur nokkur Þorsteinsson (1808-1867) var bóndi á nokkrum bæjum um ævina, t.d. á Ríp (1845) og Eyhildarholti (1850) í Rípursókn. Það er því nokkuð líklegt að Sölvi eigi við þann mann þó ekki virðist hann hafa búið á Víðivöllum.
Sölvi sakar þessa menn um að stofna sér í lífshættu, því þeir vildu ekki lána honum hest til að ferja sig yfir Héraðsvötn. Vegna þess að hann hafði meðferðis mörg hundruð málverk og ritverk átti hann í erfiðleikum með að synda yfir Vötnin en það kveðst Sölvi alla jafna ekki vera í vandræðum með. Hann brá því á það ráð að vaða yfir og verja listaverk sín með því að halda þeim yfir höfði sér. Vötnin virðast hafa verið óvenju vatnsmikil og straumþung því Sölvi segir sig hafa verið hætt kominn og lá við fótbroti vegna grjóts sem áin bar með sér. Sölvi þakkar Guði fyrir að hafa komist lifandi yfir en vandar þeim bændum á Víðivöllum ekki kveðjurnar.

Síða 1, bakhlið

Sölvi lýsir fólkinu í Ærlækjarseli og þeim skelfingum sem hann má þola af þeirra hendi. Hann lýsir miklum raunum sem hann myndi sennilega ekki lifa af ekki væri fyrir samfylgd drottins.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er Sölvi augljóslega að bregðast við ákærum Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns í Eyjafirði um bókaþjófnað. Sölvi lýsir því hvernig hann ýmist kaupir, selur eða gefur bækur á ferðalögum sínum. Hann nafngreinir menn sem hann hefur keypt af bækur, t.d. segist hann hafa keypt bækur af Jóni Bónda á Haukagili í Vatnsdal. Nokkuð af þeim bókum segir Sölvi að hafi verið óseldar þegar haldið var austur og þar hafi hann ýmist selt þær eða gefið. Hann rifjar jafnframt upp ákærur Daníels Jónssonar á hendur sér fyrir bókaþjófnað og minnist á Eggert Briem sem dæmdi í því máli. Hann furðar sig á að Sigfús hafi getað án nokkra sannana gert upptækar þær bækur sem hann þóttist eiga. Sölvi gerir sjálfur grein fyrir að minnsta kosti hluta þessara bóka og nefnir m.a. að hann hafi fengið Mynstershugleiðingar hjá Ólafi bókbindara á Ystu-Grund í Skagafirði (Ólafur Guðmundsson 1808-1853).

Síða 4, framhlið

Hér vantar greinilega framan á frásögnina þar sem vantar framan á fyrstu málsgrein síðunnar. En á síðunni fjallar sögumaður um lygina sem beint er gegn Sölva. Henni skiptir hann í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sökunum sem logið er upp á hann. Í öðru lagi bera þeir víst út óhróður um bók hans og segja hana ekki vera anna en last og níð um höfðingja landsins og í þriðja lagi ljúga þeir því að Sölvi hafi gengist við glæpum sínum.
Þegar hér er komið sögu er greinilega búið að dæma í máli Sölva því fjallað er um yfirvofandi flutning til Kaupmannahafnar. Þó ekki sé farið um það mörgum orðum er greinilegt að sögumanni er niðri fyrir og fjallar um hvernig lygin hefur gert Sölva að táknmynd djöfulsins í landinu.

Um yfirnáttúruleg afköst og dvöl á Breiðumýri

„Þó verst við höfund þessarar bókar …“ þessi tilvitnun gefur til kynna að um sé að ræða brot úr einhverri bók eftir Sölva. Mögulega þeirri sem svo oft er nefnd sjö miljóna arka bókin.
„Það er þó merkilegt, það þori að skamma Sölva ... fyrst það heldur að hann sé sjálfur djöfullinn.“
Hann talar almennt um stöðu sína gagnvart höfðingjunum og víkur að vist sinni á Breiðamýri. Fer með kunnulega rullu um yfirnáttúruleg afköst sem eru af almenningi eignuð djöflinum sjálfum.

Síða 01, framhlið

Á þessari síðu ávarpar sögumaður Sölva og hughreystir hann með því að réttlætinu verði fullnægt hinum megin grafar. Þar verði þeim refsað sem hafi gert á hlut hans en hann njóti ávaxtana af dyggðugu lífi sínu á jörðinni.

Síða 01, bakhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Skjal 1, opna 1

Bréfið vinstra megin á opnunni er einnig stílað á Bjarna Sveinsson prest í Múla í Skriðdal og er stefna á hendur honum fyrir illa meðferð á spekingnum Sölva. Bréfið byrjar á aðvörun, bréfritarinn segir viðtakandanum að vara sig á bræðrum hans og frændum einkum bróður hans Jóni faktor. Í lok bréfsins er Bjarna ráðlagt af bréfritara að skamma ekki ferðafólk sem ekkert hefur gert honum og allra síst níðast á þeim manni sem er vitrari og betri en aðrir, bréfið er undirritað af Sölva og „Grafskrift“ Bjarna fylgir með þar fyrir neðan.
Bréfið hægra megin hefst á því að Sölvi segist vera staddur á Ketilsstöðum (væntanlega á Völlum) og áformaði að halda ferð sinni áfram að Stafafelli í Lóni og hafi til þess leyfisbréf. Hins vegar kemur fram að Sölvi verður að snúa við.
Það er ljóst að þessi bréf snúast um áform Sölva um að ferðast að Stafafelli til þess að sækja þar hluti í hans eigu. Það er þekkt og kemur m.a. fram í umfjöllun Jóns Óskars (Sölvi Helgason: Listamaður á hrakningi, bls. 93.) að Sölvi fékk reisupassa til að sækja að Stafafelli ýmsar eigur sínar. Jafnframt er ljóst að þangað fór hann aldrei, heldur þvældist hann um Norðausturland þar sem hann var handsamaður síðla árs 1853 fyrir flakk. Ekki er annað að sjá á þessum bréfaskrifum Sölva en að hann hafi ætlað að fylgja áformum sínum eftir en af einhverjum ástæðum hafa þeir Bjarni og Björn komið í veg fyrir það.

"Aðsendur draumur sannleiksins ..."

Hluti af umfjöllun um Norðra sem sögumaður virðist bendla höfðingjana við. Annars er fjallað almennt fjallað um villu Íslendinga á vegum syndarinnar og fjallað um dýr drottins.

Skjal 11, seinni síða á opnu

„Enn af því guð var með honum, og hafði gefið honum meira vit og krafta og þekkingu á náttúrunni …“
Áfram heldur frásögnin af djöflinum en á þessari síðu er fjallað um guðdóminn og trú Sölva. Hvernig hann í krafti trúar sinnar getur veitt andskotanum mótspyrnu og hvernig er reynt að brjóta hann niður í þeirri von að hann snúi af guðsvegum og djöfulinn fái sínu framgengt.

Skjal 11, bakhlið

Hér dregur til tíðinda, djöfullinn ætlar að taka með sér hóp af fólki til helvítis. Þar eru nefndir meðal annara: Jónas Helgason, Stefán Þorfinnsson, Sigurð Jónsson, Stefán Hjörleifsson, allir á Skinnastöðum. Þóra, Oddný og þrjár aðrar konur, auk hjónanna á Breiðumýri Allt þetta fólk ætlaði djöfullin handa sér á páskunum en tvær konur verða eftir.
„þetta allt fólk(ógr.) ætlaði andskotinn til páskanna handa sér, djöflunum þeim þar í helvíti sem hann hélt mest uppá, nema gömlu frúnna á Breiðumýri og Guðlaugu Björnsdóttur á Skinnastöðum, gamlar hórur djöfulsins. Þær áttu að vera hórurnar hans um alla eilífð“
Undir lok sögunnar virðist hersingin haf tekið drepsótt og læknar koma við sögu, þeir Oddur Stefánsson, Eggert Jónsson og Jón Þorsteinsson.

Skjal 2, framhlið

Byrjar á umfjöllun um Sölva sjálfan og samband hans við alföðurinn og náttúruna. Síðan er fjallað um Schulesen sýslumann og Jón Ingjaldsson sem Sölvi líkir við Óðinn sjálfan.

Skjal 4, framhlið

Sögumaður fjallar um hæfileika Sölva á tónlistarsviðinu. Nefnir á nafn þá Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson.

"Góðurinn minn! Hlýddu því ..."

"Góðurinn minn! Hlýddu því: Hafðu ekki hálf…? á neinu sem þú gjörir: ef það er rétt, gjörðu það með alúð, sé það rangt láttu það ógjört.“
Þannig hefst síðan með ávarpi beint að lesandanum og á eftir fylgir nánari umfjöllun um kosti hinnar réttu breytni sem þarna er boðuð. Þar kemur Guð almáttugur að sjálfsögðu við sögu og spekingurinn sjálfur.

Skjal 1, framhlið

Ljóð sem virðist vera ein samhangandi frásögn á bæði framhlið og bakhlið. Erfitt að greina einhver skil á milli erinda og formið virðist ekki vera mjög fast í reipunum en ljóðlínurnar eru mislangar. Fyrst eru óvildarmenn á Sölva í Ærlækjarseli tilgreindir en síðan beinist athyglin að píslum Sölva og sambandi hans við Guð.

Skjal 1, bakhlið

Ljóð sem virðist vera ein samhangandi frásögn á bæði framhlið og bakhlið. Erfitt að greina einhver skil á milli erinda og formið virðist ekki vera mjög fast í reipunum en ljóðlínurnar eru mislangar. Fyrst eru óvildarmenn á Sölva í Ærlækjarseli tilgreindir en síðan beinist athyglin að píslum Sölva og sambandi hans við Guð.

Sagan af Flóres og Blankiflúr með inngang (nr. 21)

Hér er á ferðinni endursögn á þýddri riddarasögu samkvæmt minni segir í formála. Hafa skal í huga að sagan byrjar á bakhlið fyrstu síðu en á framhliðinni er texti sem greinilega er ótengdur sögunni. Þar eftir kemur sagan óslitin fram að 23 og síðasta kafla sögunnar en bláendinn vantar þar sem hann er á fyrstu síðu sögunnar um Júlíen og Fleurie. Endursögn Sölva er býsna nákvæm en þó ekki alveg orðrétt og óhætt að segja að minni Sölva sé með nokkrum ólíkindum ef hann skrifar þetta aðeins eftir minni. Auk þess er vert að veita því athygli að ýmis konar pappír og mismunandi blek virðist notað en þrátt fyrir það er samfella í sögunni, ekkert virðist vanta inn í handritið. Endirinn er ekki hér en hann ér á fyrstu síðu sögunnar um Júlíen og Fleurie.
Sagan fjallar um ástir þeirra Flóres og Bankiflúr en þau alast upp saman undir handarjaðri móður Blankiflúr sem er kristin. Þegar faðir Flóres sem er heiðinn konungur uppgötvar ástir þeirra skilur hann þau hvort frá öðru. Flóres sendir hann úr landi áður en hann selur Blankiflúr í kvennabúr konungs í fjarlægu landi.
Þegar Flóres kemur heim er honum fyrst tjáð að Blankiflúr sé dáin en fær að vita hið sanna áður en hann tekur eigið líf. Við svo búið heldur hann af stað til að finna Blankiflúr. Hann finnur hana og tekst að frelsa og þau lifa hamingjusöm það sem eftir er, í kristni að sjálfsögðu.

Skjal 2, framhlið

Á þessari síðu má finna tvö kvæði. Annars vegar fjórtán erinda kvæði og hins vegar fyrstu sex erindin í 26 erinda bálki. Bæði kvæðin fjalla á einn eða anna hátt um Sölva sjálfan.

Síða 1, bakhlið

Hér er bláendirinn á sögunni af Flóres og Blankiflúr og síðan hefst sagan af Júlíen og Fleurie án titils og formála.
Uppruni sögunnar er ókunnur. Sagan á að gerast um 1830 og því er ekki um endursögn á riddarasögum að ræða og gæti þessi saga allt eins verið eftir Sölva sjálfan en hann ritar nafn sitt undir í lok sögunnar ólíkt því sem hann gerir við söguna af Flóres og Blankiflúr.

Skjal 2, bakhlið

Frásögnin einblínir á yfirnáttúru Sölva . Afkastgeta hans og til vinnu og þol gegn öllum hans sýnir ð hann er ekki eins og venjulegir menn, heldur sé hann gæddur yfirnáttúrlegum kröftum.
Yfirnáttúru þessa fékk Sölvi frá Guði og það er trú hans sem kemur í veg fyrir að djöfullinn geti snert hann ólíkt öllum óvildarmönnum hans sem eru á vegum andskotans og því berskjaldaðir þegar hann fer um Ísland og hirðir upp sálir sínar

Síða 4, framhlið

Sögumaður heldur umfjöllun sinni áfram og snýr sér að Breiðumýri. Ljóðið fjallar um Sölva en athygli vekur hvernig sögumaður tekur til máls eftir ljóðið. Í þessum texta eru öll orð ljóðsins undirstrikuð en sögumaður tekur fram að svo sé ekki gert í bókinni, þ.e. sögumaðurinn er á þessum síðum að fjalla um fyrri verk Sölva.
Þetta er prýðisdæmi um hvernig Sölvi notar mismunandi sjónarhorn á frumlegan og greinilega skáldlegan hátt. Þar sem ganga má út frá því að hann skrifi þetta sjálfur.

Síða 4, bakhlið

Hér segir sögumaður að Sölvi hafi kveðið vísur um mannanöfn í ferskeyttum stíl til þess að sýna snilli sína. En ljóðin eru að mestu upptalning á nöfnum sem skáldið fellir í formið.
Á seinni hluta síðunnar segir sögumaður að ljóðunum sé líka beint að Breiðumýri og illri meðferð á Sölva. Ekki er gott að sjá hvernig það gengur upp en mögulega er á við ljóð sem á að koma í framhaldi af textanum en það er þá glatað.

Síða 5, framhlið

Þó ekki sé getið eftirnafna fjallar Sölvi hér, án nokkurs vafa, um góðkunningja sína þá Jóhannes Sölvason og Jakob Pétursson. Nöfn þeirra koma ítrekað upp í umfjöllun Sölva um handtökuna og réttarhöldin á Norðausturlandi árin 1853-54 og er umfjöllunin á þessari síðu mjög áþekk.

Skjal 1, opna 1

Sögumaður fer í fyrstu yfir þær híðingar sem Sölvi má þola en guðdómurinn gagnast Sölva ekki aðeins til stórkostlegra vinnuafkasta. Hann veitir honum styrk til að þola hverja þá raun sem hann þarf að þola.
Sögumaður fjallar um ýmsa þætti guðdómsins sem styrkja Sölva eins og ást guðs og hin „eilífa speki“ sem gera Sölva að þeim vitra og góða manni sem hann er. Öðru máli gegnir um höfðingjana en líf þeirra einkennist af „lífleysi“, spillingu og synd.
Sögumaður fer í fyrstu yfir þær híðingar sem Sölvi má þola en guðdómurinn gagnast Sölva ekki aðeins til stórkostlegra vinnuafkasta. Hann veitir honum styrk til að þola hverja þá raun sem hann þarf að þola.
Sögumaður fjallar um ýmsa þætti guðdómsins sem styrkja Sölva eins og ást guðs og hin „eilífa speki“ sem gera Sölva að þeim vitra og góða manni sem hann er. Öðru máli gegnir um höfðingjana en líf þeirra einkennist af „lífleysi“, spillingu og synd.
Á seinni síðu opnunnar heldur ferð Sölva áfram þó þeir séu nýlega búnir að senda hann um Austur og Norðurland senda þeir hann að stað aftur en í þetta skiptið með passa. Ferðinni er heitið alla leið á suðausturlandið að Stafafelli í Lóni. Sögumaður fjallar almennt um mannvonsku þá sem Sölvi má þola og þær birgðir sem hann má bera. Undir lok síðunnar fjallar sögumaður um hversu mikið veröldin hafi farið á mis við vegna þess hvernig ilskan og grimmdin hafi halið Sölva frá þeim störfum sem hefðu verið til mikilla bóta.

Skjal 1, bakhlið

Efst á síðunni er fjallað um hvaða visku Sjö þúsund þúsunda auka bók Sölva geymi. Síðan veltir Sölvi fyrir sér hvort skelfingarnar og þrældómurinn muni nokkurn tíma tala enda og reynir að hugga sig við þá tilhugsun að allar skelfingar geri það að lokum þó hann hafi þurft að þola þær lengur en nokkur annar.
Og svarið virðist vera að finna í lok síðunnar:
„Þannig fjaraði út að ströndum lífsins, að dvína líf Sölva Sólons, án þess hann fengi nokkru sinni eitt augnablik frelsi sitt, eða að njóta þess og lífsins og þó ætlaðist Guð til þess, og skóp hann til þess að útbreiða ljós á jörð … en þeir hindruðu útbreiðslu hins eilífa ljóss og sannleika og guðs í Sölva …“
Þannig endar þessi fimmta örk og sagan af þessari píslargöngu Sölva um gjörvalt landið.

Síða 1, framhlið

Hefst á þessum orðum: „Þessir tveir uppáhalds synir og vinir andskotans“
umfjöllun um þessa syni andskotans og fjandmenn Sölva einkum í tengslum við bækur hans og. Í því samhengi nefnir hann Pétur Pálmason og bók sína hina helgu Sjömilljóna auka bók.

Síða 4, framhlið

Saga af djöflinum og hans fylgjendum. Gróteskar lýsingar á því hvernig m.a. djöfullinn étur og drepur Skagfirðinga.

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu má finna ráðleggingar um hvernig megi skipta stórum tölum í skiljanlegri einingar. Aðferðin felst í því að skipta stórum tölum í flokka með því að setja lítil strik undir þær sem aðgreina þá í mismunandi flokka sem hver stendur fyrir mismunandi einingar, t.d. tugi og hundruði. Aðferðina útskýrir Sölvi með dæmi en neðst á síðunni byrjar svo annar kafli sem fjallar um samlagningu.

Síða 2, framhlið

Á þessari síðu er niðurlag kaflans um samlagningu og henni fylgt eftir með dæmi áður en kafli um frádrátt tekur við.

Skjal 1, framhlið

Á þessari síðu boðar Sölvi trú sína, hann segir frá hvernig líf hans er helgað þjónustu við Guð og eggjar í framhaldinu lesandann til að gera slíkt hið sama, að gegna því „embætti“ sem Guð felur honum.

Skjal 1, opna 3

Sögumaður boðar trú og speki Sölva af áfergju til lesandans sem er ávarpaður. Hann gerir grein fyrir smáatriðum er varðar þroska og framgang sálarinnar hérna megin grafar sem hann skiptir upp í fimm stig og á því efsta: „fer maðurinn að geta deilt fyrst sál eilífðarinnar, eða að sjá: að geislarnir koma frá einni uppsprettu …“ Með fimmta stiginu endar tröppugangur í þroska sálarinnar sem mun halda áfram um alla eilífð hinum megin grafar.

Skjal 1, opna 5

Á þessum síðum heldur áfram umfjöllun um samband siðfræði og trúfræði. Bornir eru saman ólíkir siðir kristinnar trúar og fullyrt að í siðbótinni felist aðgreining á milli sifræði og trúfræði sem sé því ekki að finna í kaþólskum sið, heldur sé samþætt.

Skjal 2, opna 2

Á þessum síðum er umfjöllunarefnið samband siðferðis og trúarfræði eins og á fyrri síðum þessa kafla, jafnframt er fjallað um andstæðupari sannleika og lygi. Höfundurinn notar ritninguna sér til stuðning og vitnar jaframt í kenningar heimspekinga, sérstaklega Kant og Fichte.

Skjal 1, bakhlið

Á þessari síðu heldur umfjöllunin frá fyrri síðu áfram en kastljósinu er beint að Kristi sjálfum og píslarsögu hans og gert grein fyrir mismunandi siðum kristinnar trúar.

Síða 2, bakhlið

Hér virðist vera á ferðinni einhver formáli úr bók Sölva en hann fjallar hér um menntunar hlutverk skáldskapar. Hann leggur áherslu á að fegurðin sé hluti menntunar og að enginn geti talið sig menntaðan án þess að þekkja hana.

Niðurstöður 86 to 170 of 501