Sýnir 1668 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Tillögur allsherjarnefndar

Tillögurnar eru vélritaðar á pappírsörk í folio stærð.
Þær varða fjallskilamál í Akrahreppi. Með liggur afrit í sömu stærð, gert með kalkipappír.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillögur samgöngumálanefndar

Tillögurnar eru handskrifaðar á pappírsörk í A4 borti.
Það varða upptöku ýmissa vega í sýslunni upp í tölu 2. flokks sýsluvega.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar ábyrgð á ræktunarsjóðsláni fyrir Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum og Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Árna Guðmundssonar til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð, afrit gert með kalkipappír.
Það varðar peningagjöf er bréfritari ánafnar sjúkrahúsinu úr dánarbúi sínu.
Með liggur greinargerð bréfritara og samhljóða afrit af greinargerðinni.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillögur heilbrigðismálanefndar

Tillögurnar eru handskrifaðar á pappírsörk í foliobroti.
Þær varða sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Með liggur nefndarálit um reikning sjúkrahússins, dagsett 10.03.1932.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga menntamálanefndar

Tillagan er handskrifuð á pappírsörk í folio stærð.
Hún varðar beiðni um bókagjöf úr sýslubókasafni, vegna fyrirhugaðrar stofnunar lestrarfélags.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tilboð í skurðgröft

Tilboðin eru annars vegar á pappírsörk í A4 stærð og hins vegar á lítinn pappírsmiða.
Þau varða skurðgröft í Keflavíkurlandi.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit reikninganefndar

Álitið er handskrifað á 2 pappírsarkir í A4 stærð.
Það varðar sýslusjóð og sýsluvegasjóð.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit reikninganefndar

Álitið er handskrifað á 2 pappírsarkir í A4 stærð.
Með liggur kvittun vegna ellistyrktarsjóðsgjalds.
Varðar ýmsa sjóði.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1106 to 1190 of 1668