Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 3259 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Álit allsherjarnefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar áskorun um endurbót á símalínu milli Siglufjarðar og Sauðárkróks.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit menntamálanefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar styrki til sundkennslu í sýslunni.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Ályktanir Hofshrepps

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
það varðar ályktanir almenns hreppsfundar um vegamál, hafnarmál og símamál.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit nefndar vegna oddvitalauna

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar oddvitalaun Guðmundar Ólafssonar í Rípurhreppi.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit heilbrigðisnefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar reikning sjúkrahússins á Sauðárkróki.
Með liggur annað pappírsskjal í folio stærð með athugasemdum varðandi reikninginn.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga atvinnumálanefndar

Frumvarpið er handskrifuð á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar grenjaleitir og refaveiðar.
Ryðskemmd er eftir bréfaklemmu á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Reglugerð um hreinsun hunda

Reglugerðin er vélrituð á 2 pappírsarkir í folio stærð.
Yfirskrift hennar er "Reglugjörð fyrir Skagafjarðarsýslu um hreinsum hunda af bandormum og varnir gegn sullaveiki"
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Athugasemdir við sveitarsjóðsreikning Holtshrepps

Athugasemdirnar eru handskrifaðar á pappírsörk í folio broti. Með liggja kvittun fyrir dvöl á heilsuhæli, fóðurbirgðaskoðanir, húslán til barnaprófa og 4 kvittanir vegna búfjárskoðunar.
Alls 5 pappírsarkir sem varða athugasemdir við sveitarsjóðsreikning Holtshrepps fyrir faradagaárið 1914-1915.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Gjörðabók sýslunefndar 1985-1988

Innbundin fundargerðabók í stærðinni 22,5x29,6 cm. Bókin er 200 númeraðar síður, þar af eru 74 óskrifaðar.
Þetta er síðasta fundargerðarbókin, en sýslunefnd var aflögð árið 1988.
Þessar fundirgerðir voru gefnar út á prenti.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Bjarna Jónssonar til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti, alls ein skrifuð síða. Það varðar tillögur Bjarna um breytingar á reglugjörð um Drangey. Athugasemd er skráð með blýanti á spássíu, líklega með hendi Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

Minnisblað vegna Alþingishátíðar

Minnisblaðið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð.
Það er gefið út af framkvæmdastjóra Alþingishátíðar og varðar "Nokkur atriði til athugunar fyrir héraðsnefndirnar."
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Mynd af sýslumerki

Myndin er teiknuð og lituð á pappírsörk í A4 stærð.
Með liggur handskrifað bréf í A4 stærð, undirritað af Tryggva Magnússyni. Fram kemur að hann sé höfundur myndanna og einnig að hann hafi sent frá sér tvær aðrar tillögur.
Myndin sýnir merki Skagafjarðar teiknað á fána.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Blaðagrein úr Ísafold

Síða úr blaðinu Ísafold frá 11.12.1929.
Grein sem ber yfirskriftina "Alþingishátíðin á Þingvöllum. Dagskrá hátíðarnefndar.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 2381 to 2465 of 3259