Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 3259 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Gjörðabók héraðsmálafunda 1929-1939

Bókin er innbundin og er 21x32,3 sm að stærð. Hún er 96 tölusettar blaðsíður og þar af eru 70 bls auðar. Í bókina eru ritaðar fundargerðir annars vegar frá 1929-1930 og hins vegar frá 1938-1939. Virðist sem fundir hafi fallið niður árin þar á milli, þó það sé ekki ljóst af texta bókarinnar.
Með liggja minnismiði, uppköst að orðsendingum vegna annars vegar aðstoð við finnsku þjóðina vegna stríðástands og hins vegar um að takmarka ásetning búfjár. Auk þess fundarboð vegna fjársöfnunar fyrir finnsku þjóðina og er það í tveimur eintökum.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Gjörðabók héraðsmálafunda og millifundanefnda 1929-1947

Bókin er innbundin og er 17,6x20,4 sm að stærð. Hún er 124 tölusettar blaðsíður og þar af eru 119 bls auðar. Utan um bókina er hlífðakápa úr þunnum pappír.
Í bókina eru ritaðar fundargerðir héraðsmálafunda og millifundanefnda frá árunum 1929-1947. Annars vegar er um að ræða fundi rafveitunefndar frá árunum 1929-1930 og hins vegar fundi mullifundanefndar frá árinu 1947, þar sem rætt var um sjúkrahús- og lögreglumál.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Gjörðabók þjóðhátíðarnefndar 1944

Bókin er innbundin og er 16,3 x 19,9 sm að stærð. Bókin er 212 tölusettar síður. Á fremstu 17 síðurnar eru ritaðar fundargjörðir en aftan við miðja bókina eru samtals 37 síður sem á eru rituð ýmis minnisatriði vegna kosninga, líklega einnig frá árinu 1944.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Eggerts Briem til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti. Það varðar umfjöllum almenns fundar í Hegranesi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og er bréfið undirritað af Eggert Briem.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

Bréf Bjarna Jónssonar til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti, alls ein skrifuð síða. Það varðar tillögur Bjarna um breytingar á reglugjörð um Drangey. Athugasemd er skráð með blýanti á spássíu, líklega með hendi Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

Bréf fundar á Hofsósi til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 broti, alls tvær skrifaðar síður. Það varðar umfjöllum fundar á Hofsósi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og undir bréfið rita 10 fundarmenn.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Hermanns Þorsteinssonar og Páls Árnasonar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti, alls tværi skrifaðar síður. Það er undirritað af Hermanni Þorsteinssyni á Reykjarhóli og Páli Árnasyni á Ysta-Mói. Bréfið varðar ósk um endurgreiðslu á láni fyrrum Holtshrepps til sýslusjóðs vegna brúargerðar yfir Fljótaá.

Hermann Þorsteinsson (1843-1915)

Skuldaviðurkenning

Skuldaviðurkenning, rituð að eyðublað í folio stærð. Um er að ræða eftirrit skuldaviðurkenningar vegna láns sýslunefndar hjá Landsbankanum.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Skilagrein fyrir Hrafnagili

Skilagreinin er skráð á pappírsörk í A5 broti, alls 3 skrifaðar síður. Skilagrein varðandi Hrafnagil í Laxárdal Ytri, gerð nokkru eftir að ábúendur höfðu flutt til Vesturheims. Hún er samin og undirrituð af Sigurði Ólafssyni á Hellulandi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1 to 85 of 3259