Sýnir 536 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Guðlaug Arngrímsdóttir: Skjalasafn Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

428 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Mynd 3

Ónafngreind mynd. Tillaga Magnús Blöndal fóstursonur Arngríms Sigurðssonar og Sigríðar Benediktsdóttur Litlu-Gröf

Mynd 24

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu sunnan við fundahús sitt á Sauðárkróki (Templarahúsið). Talið f.v. Jón Björnsson, Jón Jónsson, Friðbjörn Traustason, Gísli Sigurðsson, Björn Jónsson, Hermann Jónsson, Pétur Hannesson, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Steinn L. Sveinsson, Stefán Vagnsson, Jón Gunnlaugsson, Árni Daníelsson, Jóhannes Kristjánsson, Gísli Magnússon, Arngrímur Sigurðsson og Haraldur Jónasson.

Íslenzk stafsetningarorðbók

Íslenzk stafsetningarorðbók. Björn Jónsson hefir samið að tilhlutun Blaðamannafélagsins. Reykjavík. Ísafoldarprentsmiðja, 1900.
Á fremstu blaðsíðu er bókin merkt með penna Tómasi Skúlasyni Ytra-Vatni og Arngrími Sigurðssyni

Herópið. Blaðaúrklippa

Herópið er árlegt rit Hjálpræðishersins. Þetta er forsíðan af blaðinu sem kom út í júní 1917, nr 12, 22 árg. Aftan á henni eru tvær greinar. Annarsvegar "Endurminning" eftir kapt. Kristian Johnsen og hinsvegar "Kveðja frá Akureyri" eftir R. Nielsen, adjutant.

Vasakver

Vasakver með almanaki fyrir árið 1940. Kápa merkt Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Í bókina eru ýmsir minnispunktar ritaðir.

Viðskiptabækur

Viðskiptabækur hjá innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga Sauðárkróks. Önnur þeirra er merkt Skarphéðni G Þórissyni og hin Arnþóri Blöndal. Þeir voru á Litlu-Gröf á sumrin.

Magnús Blöndal faðir Arnþórs hafði alist upp á Litlu-Gröf með Gullu og Þóri.

Erfiljóð. Ingibjörg Jakobsdóttir

Ingibjörg Jakobsdóttir fædd 31. apríl 1887, látin 21. mars 1916. Samkvæmt íslendingabók var hún á Hreðarvatni, Hvammssókn, Mýr. 1890. Tökustúlka á Akureyri, Eyj. 1901. Var á Akureyri 1910.

Heftið er prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar.

Erfiljóð kveðið af Hjálmari Jónssyni kenndur við Bólu

Sólmyrkvi, ortur við fráfall systranna Kristínar, Sesselíuu og Hólmfríðar Benediktsdóttur frá Hólum. Kveðið af Hjálmari Jónssyni.
Þær létust allar 1837.
Kristín Benediktsdóttir fædd 30.04.1833, látin 10.10.1837
Hólmfríður Benediktsdóttir fædd 26.02.1824, látin 28.11.1837
Sesselja Benediktsdóttir fædd 25.07.1821, látin 20.10.1837

Fimmtán tídavísur um árin 1801-1815

Fimmtán tídavísur um árin 1801-1815. Orktar af sjera Þórarni Jónssyni, fyrrum presti að Múla í þingeyjarsýslu. Útgefendur Jónas Jónsson. Vigfús Sigurðsson. Akureyri 1853. Prentaðar í prentsmiðju norður- og austur-umdæmisins af Helga Helgasyni.

Kort af Reykjavík og Seltjarnarnesi

Kort af Reykjavík og Seltjarnarnes. Teiknað hefur Ágúst Böðvarsson eftir uppdráttum bæjarins og eigin mælingu 1947. Endurskoðað 1951. Prentað hjá Gæodætisk Institut i Kaupmannahöfn. Utan á korti er auglýsing frá Flugfélagi Íslands h.f og ferðaáætlun Strætisvagna Reykjavíkur.

Afsal Arngríms Sigurðssonar

Afsal Arngríms Sigurðssonar til Þóris og Guðlaugar. Með þessu bréfi afsalar hann til Þóris 1/3 hluta úr eignarjörð Litlu-Gröf í Staðarhreppi og 1/3 hluta úr eignarjörðinni Litlu-Gröf í Staðarhreppi til Guðlaugar.
Undir skjalið skrifa tveir vottar og sýslumaðurinn sem er Stefán Sigurðsson.

Skólahandbók

Skólahandbók Gardiner Junior Highschool. Skólinn er í Oregon í Bandaríkjunum. Guðlaug fékk þetta sent frá ættingum sem búa þar. Skólinn nefndur eftir móðursystur hennar Þóru Benediktsdóttur Gardiner.

Mynd 19

Fred Gardiner, eiginmaður Þóru Benediktsdóttur f. 1884 á Syðri-Brekku (Thora Gardiner). Hún flutti til Vesturheims ásamt föður sínum Jóni Benediktssyni. Hún var systir Sigríðar Benediktsdóttur.

Niðurstöður 341 to 425 of 536