Showing 536 results

Archival descriptions
Guðlaug Arngrímsdóttir: Skjalasafn Item
Print preview Hierarchy View:

428 results with digital objects Show results with digital objects

Rímur og skopmyndir

Póstkort og rímnahefti sem brotin voru saman.

Á brefspjaldi eru tvær skopmynd af Birni Jónssyni (1846-1912) ráðherra Íslands 1909-1911. Fyrir neðan myndirnar eru rímur.

Rímnahefti er 10 blaðsíður. Nafn höfundar kemur ekki fram.

Sálma- og Bæna-Kver

Sálma- og Bæna-Kver. Haldandi tvennar viku bænir og Eina viku sálma ásamt Hátída misserisskipta sakramentis og Ferða bænum og bæn um gódan afgáng.

Viðeyjar Klaustri. O.M Stephensen. 1841.

Skólahandbók

Skólahandbók Gardiner Junior Highschool. Skólinn er í Oregon í Bandaríkjunum. Guðlaug fékk þetta sent frá ættingum sem búa þar. Skólinn nefndur eftir móðursystur hennar Þóru Benediktsdóttur Gardiner.

Skólaljóð. Kvæðasafn handa unglingum

Skólaljóð. Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefir og búið til prentunar Þórhallur Bjarnason. Þriðja prentun. Reykjavík. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 1909.
Reynt hefur verið að lagfæra bókakápu. Efnisbútur hefur verið límdur yfir kjölinn.

Stílabók

Úr fórum Arngríms Sigurðssonar. 1 Stílabók og 1 blað sem var inni í bókinni. Á blaði stendur Fjallskilaniðurjöfnun sumarið 1923.

Í stílabók er ýmist handskrifað efni:

  1. Nokkur ártöl úr sögu Íslands. Skrifuð af Arngrími Sigurðssyni Litlugröf veturinn 1910
  2. Fóðurtafla 1914
  3. Vísur eftir ýmsa höfunda
  4. Allt í grænum sjó. Leikrit í 3 þáttum samið af færustu höfundum landsins.
  5. Afurðarskýrsla

Vasakver

Vasakver með almanaki fyrir árið 1940. Kápa merkt Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Í bókina eru ýmsir minnispunktar ritaðir.

Viðskiptabækur

Viðskiptabækur hjá innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga Sauðárkróks. Önnur þeirra er merkt Skarphéðni G Þórissyni og hin Arnþóri Blöndal. Þeir voru á Litlu-Gröf á sumrin.

Magnús Blöndal faðir Arnþórs hafði alist upp á Litlu-Gröf með Gullu og Þóri.

Results 511 to 536 of 536