Showing 634 results

Archival descriptions
Guðlaug Arngrímsdóttir: Skjalasafn
Print preview Hierarchy View:

428 results with digital objects Show results with digital objects

Bréfritari: Gloria

1 umslag og 4 Bréf skrifuð á íslensku frá Gloriu í Winnipeg, Manitoba: 1981-1986.
Fyrsta bréf er dagsett 03.03.1981
Annað bréf er dagsett 20.11.1985
Þriðja bréf er dagsett 21.02.1986
Fjórða bréf er skrifað 1998
Umslag er stimplað 1986 í Winnipeg, Canada

Bréfritari: Fríða

Bréf til Guðlaugar frá Fríðu vinkonu hennar.
Bréf 1: Reykjavík, 7. janúar 1951
Bréf 2: Reykjavík, 10. janúar 1956
Bréf 3: Reykjavík, 25. ágúst 1960
Bréf 4: Reykjavík, 5. október 1965
Bréf 5: Reykjavík, 9. desember 1968

Bréfritari: F.B.A

Bréf til Sigríðar Benediktsdóttur. Það er skrifað á Akureyri 03.09.1920.
Bréfið er undirritað á tvenna vegu. Annarsvegar F.B Arngrímsson og hinsvegar F.B.A
Þetta gæti mögulega Frímann B. Arngrímsson.

Bréfritari: Elsa

1 handskrifað bréf frá Elsu. Nafn viðtakanda ekki skrifað á bréfið.
Við afhendingu á bréfinu var miði innan í því. Hann fylgir hér með. Miðinn er til Guðlaugar.

Bréf ritað á Kambi ásamt eftirmælum um Árna Sigurðsson

1 handskrifað bréf frá 1946. Bréf ritar Hjálmar Þorgilsson. Ritað á Kambri í apríl 1946.
Með bréfinu fylgir æviágrip Árna Sigurðssonar f. 5.2.1781, d. 7.7.1871 og eftirmæli er kveðið hafi Hjálmar Jónsson frá Bólu 1871. Sá sem skrifar upp eftirmælin er Ólafur Sæmundsson. Þau eru rituð á tvær blaðsíður og er ástand mjög lélegt. Blaðsíðurnar hafa liðast í sundur.

Þetta kemur frá heimilisfólkinu á Litlu-Gröf. Ekki víst hvort bréf og skjöl tengjast.

Alþingisrímur (1899-1901) / Kross og Hamar - Fornaldarmynd frá Noregi

Þórir Arngrímsson bróðir Guðlaugar batt inn bækur. Hér hefur hann steypt saman annarsvegar Alþingisrímur (1899-1901) sem Valdimar Ásmundsson gaf út og hinsvegar Kross og Hamar - Fornaldarmynd frá Noregi eftir Edward Knutzen, Theodór Árnason íslenskaði.

Alþingisrímur (1899-1901). Prentað í Ísafoldarverksmiðju, Reykjavík 1902. Þetta eru 14 rímur á 98 blaðsíðum.
Kross og Hamar - Fornaldarmynd frá Noregi er 55 blaðsíður.Prentsmiðjan Gutenberg.

Afsal Arngríms Sigurðssonar

Afsal Arngríms Sigurðssonar til Þóris og Guðlaugar. Með þessu bréfi afsalar hann til Þóris 1/3 hluta úr eignarjörð Litlu-Gröf í Staðarhreppi og 1/3 hluta úr eignarjörðinni Litlu-Gröf í Staðarhreppi til Guðlaugar.
Undir skjalið skrifa tveir vottar og sýslumaðurinn sem er Stefán Sigurðsson.

Results 596 to 634 of 634