Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 27 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn Undirskjalaflokkar Enska
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Ársreikningar 1950-1995

Vélrituð og handskrifuð pappírsgögn. Ársreikningar Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós. Ákveðið að hafa þá saman, þar sem í sumum tilvikum vantar ársreikninga frá öðrum aðilanum.
Eldri ársreikningarnir eru 2-3 blaðsíður hver, þeir nýrri eru efnismeiri og blöðin heftuð saman og með lími á annari langhlið pappírsins.

Bréf og formleg erindi

Mikið safn bréfa og formlegra erinda sem barst framkvæmdastjórn Bifrastar vegna afnota af félagsheimilinu - sérstaklega er um að ræða skriflegar beiðnir frá ýmsum félögum, kórum, hljómsveitum og leikfélaginu á Sauðárkróki vegna afnota á húsinu á Sæluviku. Einnig eru önnur erindi sem komu inn á borð til framvæmdarstjórnarinnar.

Byggingaskjöl

Ýmis skjöl sem tengjast byggingaframkvæmdum við Félagsheimilið Bifröst, þar á meðal eru veðbókarvottorð, skuldabréf og umboð fyrir lántöku (1941). Teikning af félagsheimilinu á Reyðarfirði, einnig erindi og samþykktir vegna byggingarinnar, lög um félagsheimili, erindi til þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfa Ólafssonar og bréf frá menningarsjóði félagsheimilia.

Færslubók bókhalds 1932-1940

Innbundin og handskrifuð bók. Í bókina eru færðar dagbókarfærslur fyrir Félagsheimilið Bifröst.
Í bókinni voru 2 skjöl, annars vegar reikningur vegna afnota á félagsheimilinu og hins vegar beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot setuliðsins af félagsheimilinu Bifröst. Skjalið er undirritað af foringja breska hersins og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940. - sjá N0502-C-1

Félagsheimilið Bifröst

5 Innbundnar og handskrifaðar bækur, einnig safn af vélrituðum pappírsgögnum sem innihalda aðalfundargerðir fundarboð og skýrslur vegna starfsemi Sauðárkróksbíós og Félagsheimilins Bifröst. Í nokkrum tilvikum voru fleiri en eitt eintak af fundargerðum, skýrslum og fundarboðum, grisjað var úr því, betri eintökunum haldið eftir í safninu.

Fundargerð stofnfundar Steinullarverksmiðjunnar

2 skjöl sem tengjast stofnun Steinullarverksmiðjunnar hf (1979), annars vegar er skjal um stofnun hlutafélags um reksturinn og hins vegar er skjal með lögum og reglum félagsins. Bæði skjölin eru óundirrituð, en handskrifað var á annað skjalið heiti félagsins og upphæð hlutafjárins.

Fylgigögn bókhalds 1937-1998

Mikið safn af bókhaldsgögnum frá Sauðárkróksbíói og sérstaklega frá Félagsheimilinu Biröst. Í safninu eru fylgiskjöl bókhalds - sérstaklega 1996-1998, lánadrottnabók, kvittanir, tékkhefti, launaseðlar, skilagreinar og ársreikningar.

Gjaldskrár fyrir Bifröst

8 skjöl sem innihalda gjaldskrár fyrir Félagsheimilið Bifröst - ekki er um samfellt tímabil að ræða, það vantar eflaust nokkrar inn í. Elsta skjalið (1954) sem er í þessu safni inniheldur bæði reglugerð og gjaldskrá fyrir félagsheimilið.

Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst 1954

19 forprentuð og handskrifuð hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst, þau voru gefin út 31. 12. 1954 og eru öll undirrituð og skráð á Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks. Bréfin voru gefin út í 500, 1000 og 5000 kr. 500 kr. - 10 stk., 1000 - 5 stk., 5000 - 4 stk.
Hlutabréfin fundust í bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks (nú Iðnsveinafélag Skagafjarðar) hafði til afnota. Þegar bankahólfið var losað var skjölunum komið í varðveislu hjá Ingimari Jóhannssyni árið 2016 sem afhenti skjölin Hérðasskjalasafninu 29.05.2024.

Bifröst hf. (1947-

Hlutabréf í Sauðárkróksbíói 1944-1956

Forprentuð og handskrifuð skjöl í A3 stærð. Hlutabréfin voru gefin út til að fjármagna stofnun og rekstur Sauðárkróksbíós, bréfin voru seld á 500 og 1000 kr. stykkið. Í Safninu voru 37 bréf, 16 voru árituð með nöfnum og dagsetningu og ártali - þeim bréfum var haldið eftir ásamt 2 hlutabréfum sem voru óárituð en annað grisjað úr grisjað úr safninu. Einnig er tilkynning um móttöku á árituðum hlutabréfum (nr. 9-16) fyrir kr. 8.000.-Undirritað af Adolfi Björnssyni.

Bifröst hf. (1947-

Lánadrottnabók 1942-1948

Línustrikuð og handskrifuð stílabók. Framan á bókina stendur " h/f Sauðárkróksbíó Lánadrottnar". Nöfn einstaklinga og fyrirtækja sem Sauðárkróksbíó skuldaði.

Leigustaðfesting

Skjal sem inniheldur beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot af félagsheimilinu Bifröst í seinni heimstyrjöldinni. Beiðnin er undirrituð af foringja úr breska hernum og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940.

Samningar um rekstur Bifrastar

Í safninu eru útboð og samningar sem gerðir voru vegna veitingasölu í Bifröst, flestir samningarnir sem eru í safninu voru gerðir við Guðjón Sigurðsson bakara. Í safninu eru ýmis bréf og erindi sem tengjast útboðum og ákvörðun stjórnar Bifrastar.

Sauðárkróksbíó h/f

1 innbundin og handskrifuð bók, einnig vélrituð og handskrifuð pappírsgögn sem tengjast Sauðárkróksbíó h/f, þar á meðal er stofnsamþykkt fyrir kvikmyndahúsið og skjöl er varða, tækjakaup, rekstur bíósins og fjármögnun.

Starfsmannamál

Vélrituð og handskrifuð skjöl sem varða ráðningar starfsmanna Félagsheimilisins Bifrastar. Um er að ræða umsóknir og samningar um kaup og kjör þetta eru persónugreinanleg trúnaðargögn.

Vinnuskjöl

Afrit af skjölum er varða samskipti vegna hönnunar og byggingaframkvæmda á nýju félagsheimili. Um er að ræða samskipti á milli stjórnar Bifrastar, Bæjarstjórn Sauðárkróks, hönnunaraðila, Brunamálastofnunar og Byggingarfulltrúa um lóð undir starfsemina og byggingarundirbúning.

Vísur og heillaóskir

2 heillaóskaskeyti, handskrifaðar heillaóskir frá Jóni Þ. Björnssyni í tilefni vígslu á endurbættu félagsheimili á Sauðárkróki. Vélritaður söngtexti sem var sunginn í tilefni vígslunnar og 2 handskrifaðar vísur - höfundur þeirra er óþekktur.

Yfirlit yfir kvikmyndasýningar

Í bókinni er haldin skrá yfir myndir sem sýndar voru og hverjar tekjur fyrir hverja sýningar voru og bókhaldsuppgjör bíósins.
Ekki kemur fram hvaða ár bókin var í notkun, kvikmyndirnar sem eru skráðar í bókina voru framleiddar á tímabilinu 1930-1960. Aðeins er skráðar færslur á fyrstu 9 blaðsíðuopnunum.