Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 22 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn Málaflokkur
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fylgigögn bókhalds 1992

Fylgiskjöl bókhalds fyrir Sauðárkróksbíó og Félagsheimilið Bifröst (fylgiskjöl 1-323). Í safninu eru tékkhefti - einnig skilagreinar launa sem eru persónugreinanleg trúnaðargögn.

Ársreikningar 1960-1969

Vélritaðir og fjölfaldaðir efnahags- og rekstrarreikningar fyrir Félagsheimilið Bifröst og Sauðárkróksbíó. Ekki eru ársreikningar fyrir öll árin samfellt, í sumum tilvikum vantar ársreikninga frá öðrum hvorum aðilanum. Nýrri ársreikningarnir eru þykkri og innbundnir.

Pappírsgögn 1947-1963

Safn skjala tengd Sauðárkróksbíó h/f. Félagslög og fundargerð Félags sýningarmanna við kvikmyndahús. Reglugerðir um öryggisútbúnað fyrir kvikmyndahús. Bréfasamskipti vegna kaupa á sýningarvél fyrir kvikmyndahúsið, lánsumsókn, ýmis bréf og tilkynningar sem bárust vegna Sauðárkróksbíó h/f.

Fundarboð, skýrslur og fundagerðir 1955-1986

Safn sem inniheldur fundarboð, skýrslur formanns, sýningastjóra og framkvæmdastjóra, einnig aðalfundargerðir Félagsheimilisins Bifrastar. Auk þess er í safninu vélritaðar fyrirspurnir og tillögur sem bornar voru fram á fundum. Það vantar ýmist fundargerðir, og/ eða skýrslur inn í sum ártölin.

Fylgigögn bókhalds 1996

Fylgigögn bókhalds fyrir Sauðárkróksbíó og Félagsheimili Bifröst (1-197). Í safninu eru full notuð tékkhefti, einnig skilagreinar launa og greiðslukorta kvittanir sem eru persónugreinanlegar.

Ársreikningar 1950-1959

13 vélritaðir og fjölfaldaðir efnahags- og rekstrarreikningar fyrir Félagsheimilið Bifröst og Sauðárkróksbíó.
Elstu ársreikningarnir eru 1-3 blaðsíður - ekki er fullvitað hvort það vanti skjöl inn í. Flestir ársreikningarnir í þessu safni eru fyrir Sauðárkróksbíó og nokkrir fyrir Félagsheimilið Bifröst - í sumum tilvikum vantar ársreikninga frá öðrum hvorum aðilanum. Í safninu er einnig Byggingareikningur félagsheimilisins frá 1953, einnig er skuldalisti sem ekki er vitað hverju hann tengist. Skjalið er ódagsett og án ártals.

Ársreikningar 1970-1979

6 ársreikningar Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós frá 1970-1979, eintökin eru innbundin með límborða og heftum. Inní safnið vantar ársreikninga frá 1973 og 1975-1977.

Stofnskjöl 1925-1953

4 skjöl - og líklega þau elstu sem tengjast byggingu samkomuhúss á Sauðárkróki sem fékk nafnið Félagsheimilið Bifröst, elsta skjalið er handskrifað og undirritað af hluthöfum í mars 1925. Í þessu safni eru líka vélritað stofnskjal hlutafélags fyrir byggingunni, tillögur að samþykktum fyrir hlutafélagið (ódagsett) og stofnsamningur fyrir sameignarfélagið Bifröst sem er dagsett 01.03.1953.
Þessu tengist húsbyggingareikningur sem er dagsettur 31.12.1925 og er varðveittur á meðal bókhaldsgagna - sjá skjal B-13.

Fylgigögn bókhalds 1996

Fylgigögn bókhalds fyrir Sauðárkróksbíó og Félagsheimilið Bifröst, (fylgiskjöl 370-450) ekki öll skjöl í safninu eru merkt með fylgiskjalsnúmeri. Í safninu eru skilagreinar launa sem eru persónugreinanleg gögn.