Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 2 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Only top-level descriptions Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Magnús Kr. Gíslason: Skjalasafn

  • IS HSk N00019
  • Safn
  • 1906 - 1976

Ýmis skjalgögn frá Magnúsi Kr. Gíslasyni, Vöglum. Bréf, bókhald, kveðskapur, hreppsgögn o.fl.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

Magnús Kr. Gíslason: skjala og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00509
  • Safn
  • 1915-1976

Safnið samanstendur af pappírskópíum, sv/hv litmyndum, kveðskap, sendibréfum og öðrum pappírsgögnum úr fórum Magnúsar Kristjáns Gíslasonar frá Vöglum og var afhent af Kristínu Sigurmonsdóttur 2018.
11 sv/hv myndir sem allar eru í römmum, rammarnir eru bæði úr járni og tré og eru nokkrir þeirra orðnir lélegir. Ákveðið var að halda því óbreyttu en tvær myndir voru fjarlægðar úr römmunum sem þær voru í þar sem þær voru farnar að skemmast. Önnur myndin var tekin af Jóni Kaldal og er með áritun hans.
Í safninu er mynd - líklega úrklippa úr blaði, af sr. Matthíasi Jochumssyni. Myndin er í ramma sem er útbúinn úr þykkum pappa og er orðin mjög lélegur.
Ein mynd var fjarlægð úr myndarammanum þar sem hún var farin að skemmast, myndin var tekin af ljósmyndaranum Jóni Kaldal og er merkt honum. https://www.thjodminjasafn.is/starfsemi-safnsins/sofn/ljosmyndasafn-islands/myndasofn/album/74

Í safninu var bréfpoki, póstkort með mynd frá Hólum í Hjaltadal (Edda Foto), útgefið af kortaútgáfu Guðmundar Hannessonar Rvk.
jólakort - búið var að rífa myndina af spjaldinu, A4 umslag merkt Bændasamtökum Íslands (tómt) á því er teikning og nöfn - líklega til að bera kennsl á persónur á litmynd en fylgir ekki hvaða mynd það er og A5 umslag stílað á Gísla Björn Gíslason á Vöglum með póststimpli frá árinu 2016 sem var grisjað úr safninu.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)