Showing 4158 results

Archival descriptions
Feykir (1981-)
Print preview Hierarchy View:

4084 results with digital objects Show results with digital objects

Fey 2371

Í nóvember 1992 minntist Búnaðarfélag Svínavatnshrepps þess í Húnaveri að 150 ár voru frá sfofnun þess, en það er elsta hreppabúnaðarfélag landsins.
Áður hét félagið Jarðbótafélag Bólstaða- og Svínavatnshrepps.

Feykir (1981-)

Fey 2370

Leikhópurinn í revíunni Glöðum tíðum eftir Jón Ormar Ormsson í leikstjórn Eddu Guðmundsdóttur, sem sett var upp afmælisárið 1997 á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 2369

Frá formlegri opnun Íbúðalánasjóðs að Ártorgi 1 á Sauðárkróki í ársbyrjun 1999. Þekkja má Guðmund Bjarnason ráðherra lengst t.v. Gunnar Björnsson formaður Íbúðarlanasjóðs er við borðsendann fyrir miðju. Þá er Svanhildur Guðmundsdóttir forstöðumaður deildarinnar t.h. við Gunnar við borðshornið og Páll Pétursson ráðherra lengst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 2368

Vorið 1997 voru haldnir Danskir dagar á Sæluviku á Króknum. Þá gekkst ræðuklúbbur Sauðárkróks fyrir fundi um Norrænt samstarf á Kaffi Krók. Einn frummælenda var Ólafur Egilsson sendiherra og er hann fyrir miðju á myndinni. T.v. við hann er Páll Brynjarsson. Aðrir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 2367

Á Sæluviku á Sauðárkróki vorið 1997 voru haldnir Danskir dagar. Af því tilefni bauð danska sendiráðið til kaffisamsætis á Kaffi Krók.
Á myndinni eru f.v. Georg Michelsen, Brynjar Pálsson, Ríkharður Másson sýslumaður og Herdís Þórðardóttir kona hans.

Feykir (1981-)

Fey 2365

Slakað á í unglingavinnunni vestan Skagfirðingabrautar.

Feykir (1981-)

Fey 2364

Kofabyggð á Króknum vestan sjúkrahússins.

Feykir (1981-)

Fey 2363

Gamli róluvöllurinn við Skógargötu á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 2362

Þrastarhreiður í gluggakistu að Grenihlíð 5 Skr. vorið 1994. Börnin heita f.v. Helga Elísa, Ingvar Aron og Margrét Silja.

Feykir (1981-)

Fey 2361

Óþekktur drengur um borð í slökkviliðsbíl.

Feykir (1981-)

Fey 2360

Vetrarmynd af börnum í Jöklatúni á Sauðárkróki (tilg. árið 2000)

Feykir (1981-)

Fey 236

Steypuvinna. Lengst t.h. er Friðrik Jónsson (Fíi).

Feykir (1981-)

Fey 2358

Fundur um umferðarmál í Félagsheimilinu Bifröst sem lögreglan á Sauðárkóki boðaði til í nóvember 1994, en töluvert hafði verið um alvarleg umferðaróhöpp á Sauðárkróki og nágrenni misserin á undan.

Feykir (1981-)

Fey 2355

Hópur grunnskólabarna fyrir utan Sauðárkrókskirkju haldandi á fréttablaðinu Feyki.

Feykir (1981-)

Fey 2354

Haustið 1989 gengust Lionsklúbbarnir á landinu fyrir veggspjaldakeppni meðal grunnskólabarna á aldrinum 11-13 ára í alþjóðakeppni. Einkunnarorð keppninnar voru "Sérðu fyrir þér friðsælan heim". Besta friðarspjaldið kom frá Sigríði Þórdísi Sigurðardóttur 12 ára í Grunnskóla Blönduóss og var það framlag Íslands til keppninnar. Sigríður er lengst t.v. á myndinni ásamt þátttakendum á Blönduósi og aðstandendum keppninnar þar.

Feykir (1981-)

Fey 2353

Við skólaslit Barnaskóla Sauðárkróks við Freyjugötu vorið 1993 var haldin grillveisla.

Feykir (1981-)

Fey 2352

Óþekktur hópur. Aftastir f.v. eru Pétur Pétursson, Viggó Jónsson og Árni Egilsson.

Feykir (1981-)

Fey 2351

Úr kennslustund í Árskóla hjá krökkum fæddum 1986.

Feykir (1981-)

Fey 2349

Krakkar í sumarbúðum á Hólum í Hjaltadal.
.

Feykir (1981-)

Fey 2348

Grunnskólabörn á skemmtun í Húnaþingi vestra.

Feykir (1981-)

Fey 2346

Tilg. Kötturinn sleginn úr tunnunni á öskudagsskemmtun Árskóla. Björn Sigurbjörnsson skólastjóri í miðjum hópnum (með gleraugu).

Feykir (1981-)

Fey 2342

Barnakór Sauðárkrókskirkju syngur á menningarvöku Menor á Sauðárkróki sem haldin var á sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 1997.

Feykir (1981-)

Fey 2340

Tilg. Krakkahópur við bálköst fyrir áramótabrennu á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 2339

Börn í Árvist á Sauðárkróki sem fyrst var starfrækt á efri hæð hússins við Ægisstíg 5. Frá vinstri Elísa Björk Einarsdóttir, Herdís Steinsdóttir, Valgarður Einarsson, Kristinn Elí Gunnarsson, óþekktur og Kolfinna Einarsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 2338

Grunnskólabörn fædd árið 1990 stödd fyrir utan skrifstofu Feykis við Ægisstíg árið 1998 með eitthvert furðudýr.

Feykir (1981-)

Fey 2337

Grunnskólanemar hlaupa í skarðið á Borgarsandi vorið 1994.
Sams konar mynd er nr. 2150.

Feykir (1981-)

Fey 2336

Börn, kennarar og foreldrar á fyrirlestri lögreglunnar og fleiri í gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 2335

Skólaball hjá grunnskólabörnum í Húnaþingi vestra.

Feykir (1981-)

Fey 2334

Nemendur í Árskóla fæddir 1981 ásamt kennurum, þeim Ásdísi Hermannsdóttur aftast lengst t.v. og Þorgerði Sævarsdóttur lengst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 2333

Sveinbjörn Ragnarsson lögregluþjónn sýnir börnum reiðhjól í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Feykir (1981-)

Fey 2332

Við skólaslit Barnaskóla Sauðárkrós við Feyjugötu vorið 1993 var haldin grillveisla. Sighvatur Torfason kennari er t.v. við súluna.

Feykir (1981-)

Fey 2331

Við skólaslit Barnaskóla Sauðárkróks við Freyjugötu vorið 1993 var haldin grillveisla. Sighvatur Torfason kennari er aftast fyrir miðju.

Feykir (1981-)

Fey 2330

Vorið 1997 komu afkomendur Steins Stefánssonar og Soffíu Jónsdóttur frá Neðra-Ási í Hjaltadal þar saman til að planta birkiplöntum í skógarreit til minningar um þau en þar höfðu þau búið. Sumarið árið eftir var haldið áfram að planta í reitinn og þá er þessi mynd tekin.

Feykir (1981-)

Fey 233

Tilgáta. Frá 50 ára vígsluafmæli Siglufjarðarkirkju í lok ágúst 1982, en þá var jafnframt tekið í notkun safnaðarheimili á kirkjuloftinu, en áður hafði loftið verið notað til kennslu. Pétur Sigurgeirsson biskup er lengst t.v. og Auður Auðuns ráðherra við hlið hans.

Feykir (1981-)

Fey 2329

Myndin er tekin þegar allir fjórðu bekkingar í Skagafirði komu saman í Sólgarðaskóla í desember 1998 (sbr. 44. tbl. 1998).

Feykir (1981-)

Fey 2328

Ungmenni frá Sauðárkróki sem tóku þátt í vinabæjarmóti í Karlssatad í Svíþjóð sumarið 1992.
F.v. Katrín Björgvinsdóttir, Árni Páll Árnason og Örvar Pálmason.

Feykir (1981-)

Fey 2327

Söngstund í sumarbúðunum á Hólum sumarið 1988.

Feykir (1981-)

Fey 2326

Grillveisla hjá krökkunum í Skólagörðum Sauðárkróks sunnan Sauðár sumarið 1988.

Feykir (1981-)

Fey 2323

Krakkar í heyskap í Vík sumarið 1988. Talið frá vinstri: Óþekkt, Þórður Ingvason, Þórunn Hafstað, Ásdís Þórólfsdóttir og uppá rúllunni Björn Thors og Guðlaugur Jón Árnason.

Feykir (1981-)

Fey 2322

Óþekktir drengir sunnan við KS verslunina í Varmahlíð.

Feykir (1981-)

Fey 2321

Óþekkt samkoma í Bifröst. Þekkja má f.v. Steinunni Árnadóttur og Báru Jónsdóttur frá Víðimel þá Friðrik Jónsson (Fía) og bræðurna Eirík og Sigurð Hansen. Aðrir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 2320

Fundur í Félagsheimilinu Bifröst í nóvember 1994 um umferðarmál, sem lögreglan á Sauðárkróksi stóð fyrir eftir hrinu alvarlegra umferðaróhappa. "Þú átt lífið undir akstrinum" er bæklingur sem ökukennarafélagið gaf út 1993, en það er bæklingurinn sem fólkið er með.

Feykir (1981-)

Fey 2319

Tilg. Þorrablót. Næst t.h er Guðmundur Theódórsson njólkurfræðingur frá Blönduósi, honum á hægri hönd eru Stefán Gunnarsson , Pétur Stefánsson og Einar Örn Einarsson.

Feykir (1981-)

Fey 2318

Lögreglan á Sauðárkróki boðaði til fundar um umferðarmál í Bifröst í nóvember 1994 en alvarleg umferðaróhöpp höfðu þá orðið á Sauðárkróki og nágrenni undafarin misseri. F.v. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri í ræðustóli, sr. Hjálmar Jónsson, Björn Blöndal læknir, Guðbrandur Bogason fulltrúi Ökennarafélags Íslands, Sumarliði Guðbjartsson fulltrúi trygingafélaganna og Sigurður Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs.

Feykir (1981-)

Fey 2317

Í apríl 1997 var haldin hátíðarfundur í Safnahúsinu í tengslum við 50 ára kaupstaðarafmæli Sauðárkróks. Við pallborðið f.v. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Jón Ormar Ormsson sem sagði frá aðdraganda að stofnun kaupstaðarins og Hilmir Jóhannesson bæjarfulltrúi.

Feykir (1981-)

Fey 2316

Óþekktur fundur sennilega í Safnahúsinu.

Feykir (1981-)

Fey 2315

Ráðstefna um sveitastjórnir og stjórnmál sem afmælisnefnd Sauðárkróks og Félag stjórnmálafræðinga gekkst fyrir í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans vorið 1997. Frummælendur voru Steinunn V Óskarsdóttir , Sturla Böðvarsson, Sif Friðleifsdóttir og Jóhann Geirdal. Sturla Böðvarsson raðherra er næstur. T.h. við hann Árni Ragnarsson og Brynjar Pálsson.

Feykir (1981-)

Fey 2314

Óþekktur fundur á Kaffi Krók. F.v Páll Kolbeinsson, Bjarni Brynjólfsson, Lovísa Símonardóttir, Tryggvi Jónsson (fjær), Hermann Agnarsson, Guðni Kristjánsson, Jón Friðriksson og Magnús Sigurjónsson.

Feykir (1981-)

Fey 2313

Skagstrendingar á skemmtun í Húnaveri í janúar 1998 en það voru kórar í Húnaþingi sem stóðu fyrir skemmtunni.

Feykir (1981-)

Fey 2312

Frá athöfn í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans þegar Þróunarsvið Byggðastofnunar opnaði á Sauðárkróki í júlí 1998. Þekkja má á fremstu röð ráðherrana Davíð Oddsson, Geir H Haarde og Pál Pétursson. Konan t.v. við Davíð óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 2311

Óþekktur fundur. F.v. Árni Ragnarsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Björn Sigurbjörnsson skólastjóri, Björn Björnsson skólastjóri, Bjarni Brynjólfsson og Hilmir Jóhannesson.

Feykir (1981-)

Fey 2310

Fundargestir á ráðstefnu sem afmælisnefnd Sauðárkróks og Kaupfélag Skagfirðinga stóðu fyrir á Kaffi Krók í mars 1997. Þekkja má frá vinstri Guttorm Óskarsson, Stefán Gestsson, Jón Friðriksson, Álf Ketilsson, Guðjón Ingimundarson, Ingu Valdísi Tómasdóttur, Gísla Felixson, Erlu Einarsdóttur og Guðrúnu Sighvatsdóttur.

Feykir (1981-)

Fey 231

F.v. Jón Björnsson og Mattías Viktorsson (1952-) félagsmálastjóri á Skr. Bragi Guðbrandsson gæti verið lengst t.h. Aðrir óþekktir svo og tilefnið.

Feykir (1981-)

Fey 2309

Tilg. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga haldinn í Selinu ár ?
Við borðið næst f.v. Guðmundur Gunnarsson, Gísli Felixson, Erla Einarsdóttir, Helena Magnúsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 2308

Óþekktur fundur/ráðstefna í Fjölbrautaskólanum á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 2307

Ráðstefna um stjórnmál og sveitastjórnir haldin í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í júní 1997.
Á myndinni f.v. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi, Sif Friðleifsdóttir alþingismaður, Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi og Sturla Böðvarsson alþingismaður, en þau fjögur voru frummælendur á ráðstefnunni. Tvö lengst t.h. óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 2306

Pallborðsumræður um menntamál á Sauðárkróki í júlí 1994. Umræðunum var útvarpað.
F.v. Finnbogi Hermannsson stjórnandi umræðnanna, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Jón F. Hjartarson skólameistari, Herdís Sæmundardóttir kennari, Valgarður Hilmarsson formaður héraðsnefndar A-Hún. og Stefán Guðmundsson alþingismaður.

Feykir (1981-)

Fey 2305

Ráðstefna um stjórnmál og sveitastjórnir haldin í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í júní 1997.
F.v. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfullfrúi, Sif Friðleifsdóttir alþingismaður, Jóhann Geirdal bæjarfullrtúi og Sturla Böðvarsson alþingismaður. Þessi 4 voru frummælendur á ráðstefnunni. Tvö lengst t.h óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 2304

Í tilefni 60 ára afmælis Sögufélags Skagfirðinga og 50 ára afmælis Héraðsskjalasafns Skgfirðinga var haldin samkoma í Miðgarði vorið 1997. Þar bar hæst spjall Haraldar Bessasonar frá Kýrholti, fyrrverandi háskólarektors á Akureyri, þar sem hann rifjaði upp kjörfund í samkomuhúsinu á Læk í Viðvíkursveit. Á annað hundrað manns voru á samkomunni.

Feykir (1981-)

Fey 2303

Vorið 1997 var afhjúpaður minnisvarði á mótum Freyjugötu og Skólastígs, um konur á Króknum í lok nítjándu aldar. Það voru 4 karlaklúbbar á Króknum sem gáfu minnisvarðann.
Á myndinni eru f.v. Kristín Sölvadóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, María Lóa Friðjónsdóttir, Anna Haldórsdóttir, Árni Blöndal og Hulda Sigurbjörnsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 2302

Vorið 1997 var afhjúpaður minnisvarði á Sauðárkróki sem stendur á mótum Skólastígs og Freyjugötu, um konur á Króknum í lok nítjándu aldar.
Fremst t.v. við minnisvarðan eru Hulda Sigurbjörnsdóttir og Árni Blöndal. T.h. við Árna eru svo Helga Sigurbjörnsdóttir og Steinunn Hjartardóttir. María Lóa Frðiðjónsdóttir er svo til vinstri við Huldu.

Feykir (1981-)

Fey 2301

Frá afhjúpun minnisvarða um konur á Króknum í lok nítjándu aldar á horni Skólastígs og Freyjugötu vorið 1997.
T.v. Árni Blöndal á tali við Kristínu Sölvadóttur. Konurnar eru f.v. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir (á bak við Huldu), María Lóa Friðjónsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir og Steinunn Hjartardóttir.

Feykir (1981-)

Fey 2300

Minnisvarði um framtak kvenna á Króknum í lok nítjándu aldar var afhjúpaður á horni Skólastígs og Freyjugötu vorið 1997.
Minnisvarðinn er gjöf frá 4 karlaklúbbum á Sauðárkróki. T.v. er Steinunn Hjartardóttir að flytja ræðu. Konurnar til hægri eru f.v. Kristín Sölvadóttir, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, María Lóa Friðjónsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Aðalheiður Arnórsdóttir og Helga Sigurbjörnsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 230

Guðmundur Sigvaldason (1954-) landfræðingur nýráðinn sveitarstjóri á Skagaströnd haustið 1986. ásamt yngsta syni sínum Óðni.

Feykir (1981-)

Fey 23

Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar teknir upp í Skagafirði árið 1993 og frumsýnd árið eftir. Gísli Halldórsson t.v. og Friðrik Þór .

Feykir (1981-)

Fey 2299

30 ára afmælistónleikar Tónlistarskóla Sauðárkróks vorið 1995.
F.v. Ásgeir Eiríksson, Svana Berglind Karlsdóttir, Eva Snæbjarnardóttir skólastjóri, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Sigurður Marteinsson.

Feykir (1981-)

Fey 2298

Sumarið 1995 var þess minnst á Hvammstanga að 100 ár voru liðin frá því staðurinn varð löggiltur verslunarstaður.
Á myndinni er Hólmfríður Bjarnadóttir (t.v. við jeppann) að leiða fólk um söguslóðir verslunar á Tanganum.

Feykir (1981-)

Fey 2297

Vatnshúsið í Sauðárgilinu vestan Sauðárkróks.

Feykir (1981-)

Fey 2296

Áningarstaður austan við Vesturósinn, þar sem nú er styttan af Jóni Ósmann. Tindastóll fjær t.v.

Feykir (1981-)

Results 2891 to 2975 of 4158