Sýnir 3525 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Gunnar Oddsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00303
  • Safn
  • 1821-1985

Skjöl úr fórum Gunnars Oddssonar í Flatatungu á Kjálka. Gamlar bækur, tímarit ungmennafélagsins Framfarar og gögn Veiðifélags Skagfirðingar Héraðsvatnadeildar. Gögnin voru afhent úr dánarbúi Gunnars.

Gunnar Oddsson (1934-2019)

Sendandi: Metúsalem Magnússon

Metúsalem er að segja mági sínum, Jóni Jónssyni frá Hóli, frá því sem á daga hans drífur. Meðal þess er núningur við tengdafjölskyldu á Bakka, skipsstrand við Finnafjörð, rán á góssi og búskapurinn á Bakka.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

Erindi frá Árna Gíslasyni

Bréfið er ritað í Eyhildarholti 9. janúar 1863 og er stílað á hreppstjóra. Undir bréfið ritar A. Gíslason sem er að öllum líkendum Árni Gísli Gíslason frá Ketu í Hegranesi en hann fluttist til Suðurnesja upp úr 1860. Árni er að biðja Jón um að innheimta eða taka við fjármunum sem Jón á Kimbastöðum skuldaði honum því hann verði fyrir sunnan um veturinn.

Sigurður Sigurðsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00276
  • Safn
  • 1886-1988

Bréfasafn Sigurðar, ásamt nokkrum bréfum til eiginkonu hans og foreldra. Einnig ýmis persónuleg gögn og gögn sem varða opinber störf Sigurðar á Sauðárkróki.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

Guttormur Vigfússon: Skjalasafn

  • IS HSk N00143
  • Safn
  • 1887-2000

Frumrit bréfa frá fjölskyldinni Ljótsstöðum í Skagafirði til hjónanna Guttorms Vigfússonar og Sigríðar Guðbjörgar Önnu Sigmundsdóttur (1862-1922) er bjuggu á Geitagerði í Fljótsdal. Bréfin eru frá tímabilinu 1887-1918.

Guttormur Vigfússon (1850-1928)

9. janúar 1887

Bréf frá Ágústi Sigmundssyni til Guttorms í Geitagerði en Guttormur var giftur Sigríði systur Ágústar.

Guttormur Vigfússon (1850-1928)

Búshelmingur Margrétar Ólafsdóttur

Yfirlit yfir búshelming Margrétar Ólafsdóttur í dánarbúi eiginmanns hennar, Snorra Pálssonar. Um er að ræða ýmsar jarðeignir, flestrar í Holtshreppi, ásamt hlut í fyrirtækjum á Siglufirði, útistandandi skuldir og fleira.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

Bréf Bjarna Jónssonar til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti, alls ein skrifuð síða. Það varðar tillögur Bjarna um breytingar á reglugjörð um Drangey. Athugasemd er skráð með blýanti á spássíu, líklega með hendi Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

Bréf Hermanns Þorsteinssonar og Páls Árnasonar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti, alls tværi skrifaðar síður. Það er undirritað af Hermanni Þorsteinssyni á Reykjarhóli og Páli Árnasyni á Ysta-Mói. Bréfið varðar ósk um endurgreiðslu á láni fyrrum Holtshrepps til sýslusjóðs vegna brúargerðar yfir Fljótaá.

Hermann Þorsteinsson (1843-1915)

Bréf Eggerts Briem til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti. Það varðar umfjöllum almenns fundar í Hegranesi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og er bréfið undirritað af Eggert Briem.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

Bréf fundar á Hofsósi til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 broti, alls tvær skrifaðar síður. Það varðar umfjöllum fundar á Hofsósi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og undir bréfið rita 10 fundarmenn.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Umslög

63 umslög, sem ekki tókst að para saman við bréf. Flest öll stíluð á Sigurð Sigurðsson. Á sum þeirra er búið að rita dagsetningar eða aðrar athugasemdir.

Kristján C. Magnússon og Sigrún M. Jónsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00358
  • Safn
  • 1900-1970

Einkaskjöl, m.a. tækifæriskort og skeyti, ljóð og lausavísur og ljósmyndir.
Með liggja tveir stimplar frá Sauðárkróksbíó, en þau hjónin ráku bíóið um árabil.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Skilagrein fyrir Hrafnagili

Skilagreinin er skráð á pappírsörk í A5 broti, alls 3 skrifaðar síður. Skilagrein varðandi Hrafnagil í Laxárdal Ytri, gerð nokkru eftir að ábúendur höfðu flutt til Vesturheims. Hún er samin og undirrituð af Sigurði Ólafssyni á Hellulandi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1 to 85 of 3525