Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 714 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Eining Börn With digital objects
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Mynd 122

Gunnlagur Sölvason og Guðríður kona hans. Börnin eru Björn, Stefán og Lilja.
Myndin er tekin um 1901 eða 1902.
Myndin er gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur á Sauðárkróki.

Mynd 37

Passamynd. Stúlkan á myndinni er Karen, 10 ára gömul.
Hún er afkomandi Reykjavallahjóna Guðríðar og Guðmundar Skúlasonar. Dórri Matthíasar Þorfinnssonar.

Mynd 100

Óþekkt hjón með lítið barn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þóra A. G. Sigurðsson. Baby 6 months."

Mynd 106

Herbert Marteinson og John Marrteinson.
Aftan á myndina er ritaður eftirarandi texti:
"Foreldrar Helgi Marteinssonn og Ingibjörg Helgadóttir. Herbert á heima í Vancouver og er háttsettur í lögreglunni.

Á öðrum stendur:
Foreldrar drengjanna hétu Birgitte Brandson og Helgi Marteinson og Helgi er skyldur Andrési.
Stóri Björn afi þeirra?"

Mynd 6

Óþekkt kona með barn.
Myndin er tekin á Sauðárkróki, sér í Nafirnar í baksýn.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

KCM574

Yndisleg mynd tekin á gömlu bryggjunni austan Aðalgötu. Þórðarhöfði er lengst til hægri á myndinni.
Tilg. Pála Sveinsdóttir (Pála Magg) og Hulda Leví Ingvarsdóttir.
Sama mynd og Hcab 2187.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM784

T.v. Sigrún M Jónsdóttir aðrir óþekktir.
Konan í upphlutnum sennilega sú sama og á mynd nr 777.
Tilgáta um að það sé Gunna Bensa.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM901

Drengur í stofunni hjá Kristjáni og Lóu. Hann er ónafngreindur. Sami og á myndum nr 899 og 900.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 3

Tvö óþekkt börn, annaða í barnavagni.
Í baksýn sést steinhlaðinn garður, ásamt steyptum stólpum og hliði.

Broddi Jóhannesson (1916-1994)

Mynd 94

Strákur með kálf við gömul bæjarhús. Óþekktur staður.

Kári Jónsson (1933-1991)

Hcab 492

Guðbjörg Ólafsdóttir (t.v.) og Hafdís Ólafsdóttir. Dætur Ólafs Jónssonar á Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM1469

Páll Biering í miðið. Hólmfríður Rögnvaldsdótir hugsanlega t.h. T.v. óþekkt (ca.1955).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM1426

Konan t.v. er (Hildur) Margrét Pétursdóttir. Maðurinn hugsanlega maður hennar Magnús Guðmundsson verslunarmaður. Börnin óþekkt.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM1712

F.v. Kristján C. Magnússon og Sigrún M. Jónsdóttir. Fjær Ludvig C. Magnússon.
Barnið ónafngreint.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 184

Hópur af óþekktu fólki.
Tilgáta að maðurinn með hattin, annar frá hægri í efri röð, sé Gísli í Eyhildarholti.
Tilgáta að myndin sé tekin við Hóladómkirkju.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 232

Óþekkt fólk, karlmaður og kona með barn á milli sín.
Tilgáta að hjónin séu Ólafur Eiríksson og Sæunn Jónasdóttir.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

KCM2186

Drengurinn t.v. er líklega Ásgeir Jóhannes Sigurgeirsson. T.v. eru mæðginin Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigurgeir Sigurðsson. Maðurinn t.v. með hattin er óþekktur.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2205

Reiðskóli á Sauðárkróki. Friðrik Margeirsson skólastjóri er lengst t.h. en hann rak reiðskóla í mörg sumur áður en Ingimar Pálsson fór að vera með reiðskóla. Börnin eru ónafngreind. Myndin tekin á Fluguskeiði, skeiðvelli hestamannafélagsins Léttfeta (1967-1968).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2420

Hlíðarendarétt. Næst er bifreiðin K-50 (vörubifreið Ólafs Gíslasonar) og tvo börn inni í bílnum (1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM512

Jakobína Þorleifsdóttir Sauðárkróki (1890-1968) og Sigurður Ragnar Antonsson (Lóli 1933-) síðar járnsmiður Sauðárkróki. Í baksýn er húsið Blómsturvellir við Suðurgötu á Sauðárkróki. Sjá Hcab 2167.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM499

Jón Þorsteinsson (1874-1956) Sauðárkróki spilar á orgel á heimli Kristjáns C. Magnússonar og Sigrúnar Jónsdóttur. Barnið gæti verið Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (Haddý Valda).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Niðurstöður 596 to 680 of 714