Showing 2 results

Archival descriptions
Skagafjörður Fonds Tónlistarskólar English
Print preview Hierarchy View:

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu: skjalasafn

  • IS HSk N00519
  • Fonds
  • 1976-2016

Tónlistarskóli Skagafjarðar var í grunninn stofnaður árið 1965, hann átti að þjóna allri Skagafjarðarsýslu en starfaði aldrei að neinu marki utan Sauðárkróks, líkt og hann átti að gera. Það þótti því nauðsynlegt að stofnaður yrði tónlistarskóli sem myndi þjóna öllu héraðinu utan Sauðárkróks. Árið 1976 tók til starfa Tónlistarfélag sem hafði það hlutverk að koma Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu á laggirnar og voru það nokkrir frumkvöðlar í Skagafirði sem höfðu forgöngu fyrir því. Fyrsti skólastjóri tónlistarskólans var Ingimar Pálsson, hann stýrði skólanum frá 1976-1981, Einar Schwaiger starfaði sem skólastjóri frá 1981-1984, þá tók við Anna Kristín Jónsdóttir hún var kennari skólans frá upphafi og tók svo við og stýrði tónlistarskólanum frá 1984-1999. Í kjölfar sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði árið 1998 voru Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir í einn skóla. Það safn sem hér um ræðir er frá Önnu Kristínu bæði sem kennara og síðar sem skólastjóra tónlistarskólans.
Safnið var í 4 öskjum (3 stk-0,08 hm) og (1 stk -0,03 hm) og samanstóð af 7 möppum og 3 innbundum bókum; fundargerðabók, nemendabók og stigspróf. 1 mappa tilheyrði Tónlistarskóla Skagafjarðar og inniheldur skjöl er varða sameiningu tónlistarskólanna tveggja.
Bækur og pappírsgögn eru öll í góðu ásigkomulagi og hafa varðveist mjög vel, pappír er þó farinn að gulna. Bækurnar eru lítið notaðar og eru nánast eins og nýjar. Um safnið má segja að Anna hafi haldið öllu vel til haga.
Þegar hafist var að vinna við safnið þá var búið að gróf flokka það en við nánari athugun kom í ljós að það þyrfti að fara betur yfir safnið, úr varð að skjöl tengd nemendum og starfsfólki skólans þurfti að flokka betur þar sem um persónugreinanleg gögn og mikilvægt að aðgreina þau frá öðrum skjölum og merkja þau sem „trúnaðarmál“. Það er eftirtektarvert þegar farið er yfir safnið hversu falleg rithönd Önnu Kristínar er og hversu stílhrein og jöfn hún er.
Í safninu voru skjöl er varða kaup tónlistarskólans og Stefáns Gíslasonar tónlistarkennara á Norðurbrún 9 í Varmahlíð svo skólinn hefði aðstöðu til kennslu í Varmahlíð. Skólinn þurfti að ráða kennara erlendis frá og er talsvert af skjölum í safninu sem tengjast því.
Úr safninu voru grisjuð nokkur ljósrit sem voru til í fleiri en einu eintaki, þar á meðal eru „skammstafanir fyrir námsgreinar í tónlistarskólum“, Rekstrar-og efnahagsreikningur STS 20. ágúst 1995, „Kynning Önnu Kristínar á tónlistarskólum á Norðurlandi“ og „yfirlit yfir skólanefnd og starfsfólk Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu“.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)