Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1734 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Mannamyndir* With digital objects Enska
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Mynd 36

Þrír óþekktir karlmenn, tveir þeirra með pípu. Einn heldur við reiðhjól og tjald stendur á bak við þá.
Mennirnir eru óþekktir en í skýringum með myndinni segir "yfirmenn Eyjafjarðarárbrúar."

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 37

Brúntóna mynd visit kort.
Á myndinni er ung kona í peysufötum. Hún er óþekkt.

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970)

Mynd 37

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á hana er skrifað: Sigr. kona Péturs H. Jón Sig. Hermína, Þórunn Kristbj. Sissa. Minna og Jóhanna.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 37

Passamynd. Stúlkan á myndinni er Karen, 10 ára gömul.
Hún er afkomandi Reykjavallahjóna Guðríðar og Guðmundar Skúlasonar. Dórri Matthíasar Þorfinnssonar.

Mynd 38

Passamynd. Óþekkt kona.
Myndin er tekin hjá Hennepin studio í Minneapolis.

Mynd 38

Brúntóna mynd visit kort merkt Eiríki Þorbergssyni ljósmyndara á Húsavík.
Á myndinni er ungur maður. Hann er óþekktur.

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970)

Mynd 38

Guðlaug Egilsdóttir Gottskálkssonar, síðar húsfreyja á Álfgeirsvöllum. Mynd 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 39

Þrjár óþekktar konur.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þetta erum við þrjár sistur Lauga til vinstri, jeg í miðið og Björg til hægri."

Mynd 39

Talið að þetta séu Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari á Akureyri og frú.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 39

Guðlaug Egilsdóttir, síðar húsfreyja á Álfgeirsvöllum. Mynd 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 4

Litmynd í stærðinni 16,2x25 sm. Á myndinni er kór eldri borgara í Skagafirði ásamt undirleikara og meðlimum úr öðrum kór. Myndin er tekin í Selfosskirkju.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

Mynd 4

Brúntóna mynd, visit kort merkt Arnóri Egilssyni ljósmyndara. Á myndinni er ung kona í peysufötum. Nafn hennar er óþekkt.

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970)

Mynd 4

Pappírskópía límd á pappaspjald. Myndir er orðin nokkuð skemmd af óhreinindum og spjaldið rispað og skemmt og búið að brjóta upp á það.
Á myndinni eru, talið frá vinstri:

  1. Ólöf Einarsdóttir, húsfreyja,
  2. Bessi Einarsson (bróðir Ólafar?),
  3. Beinteinn Bjarnason, Siglufirði
  4. Guðmundur Bjarnason, Bakka, Siglufirði,
  5. Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði
  6. Jórunn Sigurðardóttir frá Hraunum (síðari eiginkona Lúðvíks Guðmundssonar útgerðarmanns),
  7. Einar B. Guðmundsson
  8. Dagbjört Magnúsdóttir, kona hans
  9. Bjarni Þorsteinsson, prestur Siglufirði,
  10. Sigríður Blöndal Lárusdóttir, kona hans,
  11. Sigríður Jónsdóttir, kona Helga Hafliðasonar,
  12. Matthías Hallgrímsson, Siglufirði,
  13. Guðmundur Davíðsson, bóndi og hreppstjóri, Hraunum,
  14. Halldór Jónasson, kaupmaður Siglufirði,
  15. Helgi Hafliðason, kaupmaður og útgerðarmaður Siglufirði,
  16. Kristín Hafliðadóttir, kona Halldórs Jónassonar,
  17. Sigríður Pálsdóttir, kona Hafliða,
  18. Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri Siglufirði,
  19. Olgeir Júlíusson, bakarameistari Akureyri,
  20. Einar Olgeirsson, síðar alþingismaður,
  21. Einar Friðfinnsson, Siglufirði,
  22. Hjemgaard?
  23. Guðmundur Hafliðason, Siglufirði,
  24. Lárus Blöndal Bjarnason, Siglufirði,
  25. Óþekktur
  26. Adolf Einarsson?
  27. Óþekktur
  28. Ásgeir Bjarnason, Siglufirði.

Mynd 4

Svarthvít pappírskópía í stærðinni 5,9 x 9,9 sm. Á myndinni er Jakob Líndal. Myndin er límd á spjald merkt Arnt Engen ljósmyndara í Þrándheimi.

Mynd 4

Stúlkan á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina eru ritaðar eftirfarandi upplýsingar:
"Fríða. Klædd í grímubúning "Bandaríkjafáninn".
Tekið í júlí 1921.

Mynd 4

Heimilisfólkið á Uppsölum í Blönduhlíð 1928. F.v. Tobías Jóhannesson frá Hellu, vinnupiltur, Sigurlaug Jónasdóttir, húsfreyja með Egil Bjarnason á fyrsta ári, Bjarni Halldórsson bóndi, Sesselja Ólafsdóttir, Helga Sölvadóttir með Jónas Bjarnason, Halldór Bjarnason, Kristín Bjarnadóttir, Anna Kristín Jónsdóttir. (Betri mynd í Byggðasögu Skagafjarðar IV. bindi, bls. 387).

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 4

Vegamenn 1928 við brúna yfir Húseyjarkvísl neðan Varmahlíðar. F.v. Gissur Jónsson, Valadal. Hjalti Jónsson, Valadal. Kristján Hansen, Sauðárkróki. Haraldur Albertsson, Siglufirði. Páll Jónsson, Húsey. Friðrik Friðriksson, Jaðri. Strákar f.v. Gunnlaugur Jónasson, Hátúni. Hallur Jónasson, Hátúni. Steingrímur Skagfjörð, Miklagarði. Sigurjón Jónasson, Hátúni.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 40

Fjölskyldan á Skefilsstöðum á Skaga 1927 eða 1928. F.v. Sigríður f. 1895, Ólína Ingibjörg f. 1903, Björn Ólafsson f. 1862, Gunnar f. 1905, Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir f. 1870, Björn Haraldur f. 1897.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 40

Börnin á myndinni eru Roseanna, Roy og Stefán.
Aftan á myndina er skrifað: Roseanna, Roy og Stefán, litlu strákarnir hennar Hildu (tekið í Fargo í ágúst 1952)."

Mynd 40

Fjórar óþekktar konur.
Aftan á myndina er skrifað:
"Fríða, Þóra, Þore, Aldís."

Mynd 40

Tíu manna hópur á ferðalagi. Fólkið er óþekkt, sem og staðsetningin.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 41

Hjónin á Skefilsstöðum 1927 eða 1928. Björn Ólafsson og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 41

Stúlkurnar á myndinni eru Allison Ral 7 ára og Amber Jill 4 ára.
Aftan á myndinni, neðan við nöfn og aldur stúlknanna stendur:
"Gíslason Arborg Mane Canada. Dec 1980."

Mynd 41

Tíu manna hópur á ferðalagi. Fólkið er óþekkt, sem og staðsetningin.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 42

Þrír karlmenn á ferðalagi, umkringdir hvönn og trjágróðri.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 44

Á myndinni eru óþekktur maður í hermannabúningi með byssu um öxl.
Aftan á myndina er skrifað:
"Sonur Björns Skagfjörð í Ameríku."

Niðurstöður 1106 to 1190 of 1734