Sýnir 753 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Undirskjalaflokkar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Námsgögn Gunnlaugs Jónassonar

Námsgögn Gunnlaugs Jónassonar frá Hátúni. Aðallega er um að ræða námsbækur og blöð frá dvöl hans í Laugarvatnsskóla en ein vinnubók er frá grunnskólagöngu Gunnlaugs og inniheldur eina smásögu um tófuna og snigilinn.

Slidesmyndir

Slidesmyndir í römmum, mikið safn. Myndir teknar bæði innanlands og erlendis. Nokkuð er um myndir frá heimahögum Baldvins, Ásbúðum á Skaga.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Bókhald 1970-1985

Í safninu er mikið af skjölum sem eru úthlutanir frá Verkamannafélaginu Fram vegna atvinnuleysisbóta, gögnin persónugreinanleg og með trúnaðarupplýsingum.

Samningar 1982-2000

Prentuð pappírsgögn og litlir bæklingar um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Höfuðbók 1966-1973

Innbundin og handskrifuð bók með höfuðbókafærslum fyrir tímabilið 1966-1974. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Færslubók 1982-1986

Innbundin og handskrifuð bók með bókhaldsfærslum frá 1.10.1982 -1.1.1986. Bókin er vel varðveitt og er lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársreikningar f. húsbyggingar- og orgelsjóðs

Innbundin og handskrifuð með höfuðbókarfærslum fyrir orgel- og húsbyggingarsjóð UMFT. Bókin er vel varðveitt, en aðeins nokkrar færslur eru í henni. Færslurnar eru frá tímabilinu 1937-1939.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjalýsingar og fundagerðir stjórnar körfuboltadeildar

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og í ágætu ásigkomulagi. Í bókinni eru skráð yfirlit og lýsingar á körfuboltaleikjum sem Umf. Tindastóll lék á árunum 1965-1971 - eða 52 leikir. Í bókinni eru einnig skráðar fundagerðir aðalfunda deildarinnar frá 11.12.1986 -11.9.2003 og listi yfir leikmenn í kvenna- og karladeild körfuboltans sem fengu viðurkenningar á tímabilinu 1993-2000. Ljósrituð og handskrifuð pappírsgögn fylgja bókinni, ákveðið var að leyfa þeim að var áfram þar sem það sem á blöðunum er skráð varða efni bókarinnar og tímasetningu.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fylgigögn bókhalds 1937-1998

Mikið safn af bókhaldsgögnum frá Sauðárkróksbíói og sérstaklega frá Félagsheimilinu Biröst. Í safninu eru fylgiskjöl bókhalds - sérstaklega 1996-1998, lánadrottnabók, kvittanir, tékkhefti, launaseðlar, skilagreinar og ársreikningar.

Færslubók bókhalds 1932-1940

Innbundin og handskrifuð bók. Í bókina eru færðar dagbókarfærslur fyrir Félagsheimilið Bifröst.
Í bókinni voru 2 skjöl, annars vegar reikningur vegna afnota á félagsheimilinu og hins vegar beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot setuliðsins af félagsheimilinu Bifröst. Skjalið er undirritað af foringja breska hersins og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940. - sjá N0502-C-1

Félagsheimilið Bifröst

5 Innbundnar og handskrifaðar bækur, einnig safn af vélrituðum pappírsgögnum sem innihalda aðalfundargerðir fundarboð og skýrslur vegna starfsemi Sauðárkróksbíós og Félagsheimilins Bifröst. Í nokkrum tilvikum voru til fleiri en eitt eintak af fundargerðum, skýrslum og fundarboðum, grisjað var úr því og var eftir að halda eftir skársta skjalinu í safninu.

Leigustaðfesting

Skjal sem inniheldur beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot af félagsheimilinu Bifröst í seinni heimstyrjöldinni. Beiðnin er undirrituð af foringja úr breska hernum og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940.

Gjaldskrár

8 skjöl sem innihalda gjaldskrár fyrir Félagsheimilið Bifröst - ekki er um samfellt tímabil að ræða, það vantar eflaust nokkrar inn í. Elsta skjalið (1954) sem er í þessu safni inniheldur bæði reglugerð og gjaldskrá fyrir félagsheimilið.

Fundargerð stofnfundar Steinullarverksmiðjunnar

2 skjöl sem tengjast stofnun Steinullarverksmiðjunnar hf (1979), annars vegar er skjal um stofnun hlutafélags um reksturinn og hins vegar er skjal með lögum og reglum félagsins. Bæði skjölin eru óundirrituð, en handskrifað var á annað skjalið heiti félagsins og upphæð hlutafjárins.

Niðurstöður 681 to 753 of 753