Showing 7834 results

Archival descriptions
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** File
Print preview Hierarchy View:

68 results with digital objects Show results with digital objects

Viljinn 1. árgangur

Sveitablaðið Viljinn sem gefinn var út af Lestrarfélagi Miklabæjarsóknar í Blönduhlíð. Í þessu fyrsta blaði er rakin ástæða og fyrirkomulag blaðsins. Forsagan var þessi: "Hinn 23. f.m. var lestrarfélagsfundur haldinn á Miklabæ. Kom fram sú tillaga á fundinum að bæði skemtilegt og gagnlegt væri að láta blað ganga á milli félagsmanna í vetur. Var rætt af kappi um þetta mál og voru allir með því að það fengi framgang. Var ritstjóri fenginn og kosnir menn í ritneefnd. Blað þetta skyldi aðeins ganga millum félagsmanna og þeir skyldugir til að láta það ganga greiðlega milli sín; fara vel með það styðja það eptir föngum með því að senda ritgjörð í það. Blaðið á að sneiða hjá ókurteislegum rithætti og öllu því er gæti öllað ófrið og sundrung. Samt muna menn rita um ýmisl. sem þörf virðist vera að ræða um og láta í ljósi skoðanir sínar á þessu og hinu; aðeins þetta að fylgja sannfæringu sinni með kurteisi fram á ritvöllinn.
Slíkt blað, og hér er um að ræða yrði óefað gagnlegt og skemtilegt; já gagnlegt yrði það með því að þar gæfist mönnum kostur á, að hugsa og skipulega æfa sig í þessu hvorutveggja sem virðist mjög nauðsynl. einkum fyrir unga menn, sem verða að taka við störfum og stríði hinna eldri, og fylgja kröfum þeim, sem yfirstandandi tími heimtar af börnum sínum."

Vinnubækur Bjarna

Vinnubækur frá grunnskólagöngu Bjarna Jónassonar. Bækurnar gefa góða innsýn í nám barna á þessum tíma en um er að ræða vinnubækur í ýmsum fögum. Bækurnar innihalda teikningar, stíla, skriftaræfingar og fleira.
Bækurnar eru ekki merktar með ártali né námsgrein en líklega inniheldur hver bók/mappa öll námsgögn það skólaárið.
Bjarni myndskreytti mörg blöð með fallegum og vel gerðum myndum.
Gögnin eru líklega mynduð einhvertíman á árabilinu 1937-1943.

Vinnublöð

Ýmis konar vinnublöð fyrir nemendur vegna umferðarfræðslu. Alls 24 blöð. Á nokkur þeirra hafa verið fylltar út úrlausnir nemenda.

Sólgarðaskóli

Vinnukvittanir

Skjölin eru 59 vinnukvittanir á eyðublöðum frá Vita- og hafnamálastjórn. Þær eru stílaðar á ýmsa aðila sem unnið hafa við gerð bryggju í Haganesvík árið 1964. Upplýsingar færðar inn handskrifaðar og kvittað fyrir af viðtakendum launagreiðslna. Um frumrit er að ræða.

Haganeshreppur

Results 7396 to 7480 of 7834