Sýnir 16 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Málaflokkur Verkalýðsfélög
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Bókhald 1935-1984

Innbundin og handskrifuð bók í A3 broti skrifað er í örfáar blaðsíður. Í bókinni er blað með upplýsingum með nöfnum nokkurra manna sem skulda (ekki kemur nákvæmlega fram hverjum þeir skulda eða hversu mikið), bréfið er ódagsett og án ártals.
Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1936

Afrit af reikningi vegna vangreiðslu á félagsgjaldi dagsett 16/2.1936 í safninu eru perónugreinanleg trúnaðargögn.

Verkamannafélagið Fram

Bókhalds 1935-1938

Í safninu eru fylgiskjöl bókhalds, gjalda og tekjureikningar og efnahags reikningar - fyrir Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks fyrir tímabilið 1935-1939. Einnig er einn lítill miði sem á er nafnalisti og reikningsdæmi á bakhliðinni. Skjölin eru ágætlega varðveitt og vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1939-1940

Í safninu eru rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir Alþýðuflokksfélag Sauðárkróks, einnig eru þrjár kvittanir frá Alþýðusambandi Ísl. vegna greiðslna frá Alþýðuflokksfélagi Sauðárkróks. Safnið inniheldur fundarboð hjá A.S.Í, fylgigögn bókhalds, póstkvittanir, staðfestingu á greiðslu til A.S.Í, umslagi með frímerkjum og afklippur af umslagi og fylgibréfi fyrir póstsendingu.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1941-1944

Í safninu eru tvær frumbækur með kvittanir fyrir greidd árgjöld til Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks 1941-1944, einnig félagaskrá og yfirlit yfir greidd árgjöld. Gögnin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1936-1938

Efnahags-og rekstrarreikningar fyrir árið 1936 handskrifað á línustrikuð blöð. Blöðin hafa rifnað og krumpast neðst. Reikningur Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks og skýrslur til ASÍ fyrir tímabilið 1936-1938 eru forprentaðar í A3 broti. Öll gögnin hafa varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1939-1940

Í safninu eru rekstrar- og efnahagsreikningar einnig frumbók með kvittunum fyrir greidd árgjöld skráð á Alþýðuflokksfélag Sauðárkróks og einn miði þar sem óskað er eftir upptöku í Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks, dagsett og undirritað, gögnin eru frá tímabilinu 1939-1941. Ein útfyllt kvittun er eftir í frumbókinni. Safnið er allt vel varðveitt og læsilegt.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1941-1942

Fylgigögn bókhalds, efnahags- og rekstrarreikningur v/ Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks. Einnig eru fylgigögn bókhalds, kvittanir fyrir greiðslum, skilagrein vegna hlutaveltu og listi vegna útistandandi skulda við félagið. Pappírsgögnin hafa varðveist sæmilega, þau eru vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1943-1946

Í safninu eru efnahags- og rekstrarreikningar einnig skýrslur til Alþýðusambands Íslands fyrir tímabilið1943-1946. Skjölin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1937-1939

Innbundin og handskrifuð sjóðsdagbók Verkamannafélagsins Fram. Í bókina eru færðar dagbókafærslur fyrir félagið fyrir tímabilið 1937-1939, að öðru leyti er bókin lítið notuð. Bókin er vel læsileg og í ágætlegu ásigkomulagið, límborði er á kjölnum.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1938

Aðalreikningar Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks fyrir árið 1938. Um er að ræða tvö blöð, annars vegar efnahagsreikningur og gjalda- og tekjureikning félagsins. Blöðin eru vel læsileg og hafa varðveist ágætlega.

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps

Bókhald 1939-1942

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er merkt Höfuðbók II. Í bókina er skrá yfir greidd árgjöld félagsmanna Verkamannafélagsins Fram tímbilið 1939-1944 aftast í bókinni er félagaskrá. Bókin er í A5 stærð og er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram