Print preview Close

Showing 4 results

Archival descriptions
Item Bæjarstjórnir
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

Vísur á auglýsingatöflu 1974

Lausavísur á auglýsingatöflu bæjarstjórnarskrifstofunnar á Sauðárkróki 1974.

Ráðalausir labba um storð
leggjast svo til náða.
Loksins fundu lausnarorð
látum Bakkus ráða.

Bakkusarvinur svarar:
Hver yrkir þannig? Álasar kóngsins megt,
sem ævinlega bætir þegnanna hag.
Allavega finnst mér forkastanlegt
að fárast yfir því, sem kippt er í lag.

Sífellt fremja ofaníát
ótta og hrolli slegin.
Virðast ætla að verða mát
veslings komma greyin.

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Blaðaúrklippa

Blaðaúrklippa af síðustu bæjarstjórn Sauðárkróks. Frá vinstri Sigríður Gísladóttir (staðgengill Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, Alþýðubandalag), Steinunn Hjartardóttir (forseti Bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokkur) , Björn Sigurbjörnsson (Alþýðuflokkur, skólastjóri Gagnfræðaskólans), Björn R. Brynjólfsson (Framsóknarflokkur, Gæðastjóri Loðskinn), Hilmir Jóhannesson (F.listi), Herdís Á. Sæmundardóttir (Framsóknarflokkur, staðgengill Stefáns Loga Haraldssonar).