Sýnir 2080 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Sauðárkrókur Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

1835 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

GI 1146

Norðurlandsmót í sundi á Sauðárkróki 1960. Guðjón Ingimundarson (1915-2004) veitir viðurkenningar. Óli G. Jóhannsson efstur á palli.

GI 1152

Norðurlandsmót í sundi á Sauðárkróki 1960. Guðjón Ingimundarson (1915-2004) veitir viðurkenningar. Til vinstri er Óli G. Jóhannsson.

Mynd 201

Lúðrasveit Sauðákróks (um 1970). Stjórnandi Þorvaldur Þorvaldsson (Búbbi). F.v. Jóhannes Gunnarsson, Hörður Guðmundsson, Lára Angantýsdóttir, Erla Gígja Þorvaldsdóttir (á bak við), Sigfús Guðmundsson, (Viðar Sverrisson) og Stefán Pedersen.

Mynd 79

Horft frá Suðurgötu til norðausturs. Sæmunargatan í bakgrunni, barnaskólinn við Freyjugötu fyrir miðri mynd, kjörbúð KS (nú ráðhúsið) og hús við Suðurgötuna fremst á myndinni.

Kári Jónsson (1933-1991)

Fundagerðabók

Fyrsta stofnfundargerðabók sem er harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nýrri kápu en blaðsíður eru gulnaðar og nokkuð rifnar svo bókin er í lélegu ástandi. Aftast í bók er skráning frá 1915 Leikrit og munir sem Hið skagfirska félag á og svo upptalning á því. Hefur verið ritað síðar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundargerðabók í lélegu ástandi. Kápa er laus frá en er með límborða sem heldur bók saman. Bókin er bundin saman með bandi og los á blaðsíðum og nokkrar alveg lausar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nokkuð góðu ástandi. Bókin er bundin með bandi og fremstu tvær blaðsíður hafa verið klipptar en blaðsíður nokkuð krassaðar. Aftari bókakápa með broti í horni.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundageraðbók í góðu astandi en lítillegt los á fremstu blaðsíðum. Bókin segir frá síðustu árum félagsins sem vitað er af í þessum gögnum.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Kjörskrá Sauðárkróks

Kjörskrá Sauðárkróks 1966. Skráin er prentuð á gatapappír með þykkri kápu utan um.
Kjörskráin er án ártals, en er líklega frá árunum 1951966, þar sem flestar skrár í safninu eru frá því árabili.
Ástand skjalsins er gott.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

Mynd 6

Á myndinni sést maður með körfu úr loftbelg og hluti af belgnum.

Örn Erhard Þorkelsson (1953-)

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997. Í bókinni er fyrsta fundagerð samninganefndarinnar sem haldin var 12.11.1996 auk tveggja annara funda sem nefndin hélt árið 1997 - ekkert annað er skráð í bókina. Bókin er í A4 stærð og er heilleg og vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972.

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972. Bókin er innbundin með línustrikuðum blaðsíðum, níu fundagerðir eru skráðar í bókina. Bókin er ágætlega varðveitt og vel læsileg.
Í bókinni var umslag sem á stendur "Framboðslistar: til fulltrúakjörs á 32. þing A.S.Í 1972". Með umslaginu eru þrjú blöð, tvö í A4 stærð og eitt í A5, sem er línustrikað. A4 blöðin eru vélrituð og handskrifuð með nöfnum fulltrúa fyrir fulltrúakjör fyrir þing A.S.Í árið 1972 fyrir lista A og B. Á blöðunum eru líka nöfn meðmælenda fulltrúanna. Á A5 blaðinu er handskrifuð yfirlýsing þar sem undirritaður, Egill Helgason segist hafa tekið á móti framboðslistum fyrir áðurnefndu fulltúakjöri. Egill skrifar undir yfirlýsinguna sem er dagsett 4. okt.1972. Blöðin eru viðkvæm til meðhöndlunar.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996. Bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Pappírsgögn 1984-1989

Í safninu eru ljósrituð, forprentuð, vélrituð og handskrifuð skjöl. Skjölin eru í góðu ásigkomulagi, sum þeirra eru ódagsett en virðast tengjast sama tímabili og þeirra sem eru dagsett. Í safninu eru söngtextar, starfsáætlanir, upplýsingar fyrir skátalandsmót, afmælisblað og fleira.

Skátafélagið Eilífsbúar

Ársskýrslur 1984-1989

Í safninu eru félagaskýrslur frá árinu 1985-1987, einnig eru önnur gögn með persónugreinanlegum upplýsingum í safninu.

Skátafélagið Eilífsbúar

image 68

Á íþróttavellinum. Íþróttavöllur Sauðárkróks.

UMSS (1910-

image 69

Knattspyrna, fótbolti

UMSS (1910-

image 79

Fótbolti á Sauðárkróksvelli.

UMSS (1910-

Jarðbótaskýrslur 1926-1949

Forprentaðar skýrslur með handskrifuðum upplýsingum um framkvæmdir á Sauðárkróki á tímabilinu 1926-1949 - með nokkrum undantekningum þar sem vantar nokkur ártöl inn í. Safnið er í misjafnlega góðu ástandi, skýrsla fyrir árið 1931 er t.d. mjög illa rifin. Safnið og raðað upp eftir ártali og heftin hreinsuð úr.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

KCM2559

Sauðárkrókur. Næst t.h. sér í fjárhús Árna og Rannveigar Hansen á Sauðárhæðum (ca. um 1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2634

  1. júní 1958 á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Til hægri er Sigmundur Pálsson (með boltann). Þekkja má til hægri. F.h. Sólborg Valdimarsdóttir, María Pétursdóttir, Stefanía Anna Frímannsdóttir. Lengst t.v. Íris Sigurjónsdóttir og Jónína Antonsdóttir (Ína).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2617

Fólk á gangi milli Aðalgötu og Lindargötu á Sauðárkróki. T.v. Grána (n.v. horn) og Lindargata 10 t.h.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Fundargerðarbók 1966-1976

1 handskrifuð og vel læsileg bók, fremsta blaðsíðan er aðeins farin að rifna annars er bókin í mjög góðu ástandi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Móðurmálsvörður 1910-1936

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Bókin heldur skrá utan um orð sem félagsmenn hafa látið falla á fundum og merking þeirra.
Bókin er slæmilega varðveitt en kápa hennar er orðin snjáð, kjölurinn er límdur og bindingin er orðin léleg.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gestabók/félagatal U.M.F.T.

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók og vel varðveitt. Bókin er í A4 stærð og í henni eru undirritanir einstaklinga, líklega félagsmanna U.M.F.T. ásamt dagsetningum og hefur verið nýtt sem gestabók / félagatal.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og lagabreytingar 1934-1959

Innbundin og handskrifuð lög U.M.F.T. frá 1934 með ýmsum lagabreytingum sem gerðar voru til ársins 1959. Bókin er vel læsileg og góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Visur/stökur

Handskrifað blað með þremur stökum, höfundur ókunnugur. Blaðið hefur varðveist vel og er ódagsett, og fannst á meðal annara gagna frá U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fey 4897

Frá verðlaunaafhendingu á Grettisbikarnum í Sundlaug Sauðárkróks sumarið 1999. Frá vinstri, Valgeir Steinn Kárason (1951-) sem vann bikarinn það ár og faðir hans Kári Steinsson (1921-2007) sem vann bikarinn þegar fyrst var keppt um hann árið 1940 í Varmahlíð.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fundagerðir stjórnar knattspyrnudeildar U.M.F.T

Handskrifuð pappírsgögn með fundargerð frá aðalfundi knattspyrnudeilda Tindastóls, 27.12.1990. Ásamt fundagerðinni er dagskrá fundarins rituð á eitt blaðið og tvö önnur fylgigögn sem tengjast umræðunni og ákveðið var að setja þau skjöl með fundagerðinni.
Eitt forprentað fylgiskjal er meðal gagnanna á því er skrifuð nöfn nokkurra leikmanna Tindastóls í karla- og kennaflokki sem hafa staðið sig hvað best það tímabilið en ekki kemur fram hvaða tímabil er um rætt en giskað er á að það sé um 1990. Eitt blað, vélritað með titlinum Uppskeruhátið Meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu 1990, verðlaunaafhending. Á blaðinu eru nöfn einstaklinga sem skarað hafa úr á árinu 1990 í fótbolta, bæði í kvenna- og karlaflokki.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók stjórnar körfuboltadeildar Umf. Tindastóls 1989-1997

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg en kjölur bókarinnar hefur skemmst en að öðru leyti hefur hún varðveist ágætlega. Í bókinni eru fundargerðir stjórnar körfuknattleiksdeildar auk pappírsgagna sem tengjast fundargerðum deildarinnar. Meðal annars er fundargerð dags. 22.11.1993 vegna foreldrafundar. Hins vegar er tölvuprentuð fundargerð frá Formannafundi KKÍ, dags. 8. jan.1994

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundargerðarbók 1939-1962

Innbundin og handskrifuð bók og vel læsileg. Bókin hefur líklega lent í raka eða bleytu sem sést sést á öftustu blaðsíðunum. Í bókinni er athugasemd sem er svohljóðandi; Bók þessi týndist árið 1941. Var þá ný gjörðabók tekin í notkun og gildir hún frá 5. janúar 1942 til ársloka 1948.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

KCM2801

Tvö svört lömb. Hús við Bárustíg og Öldustíg í baksýn, þá syðstu hús bæjarins (ca. um 1955).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2635

  1. júní 1958. Hátíðarhöld í Grænuklauf. Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður í ræðustól.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2167

Hús á Sauðárkróki (neðan Kristjánsklaufar). Húsin næst á myndinni eru F.v. Lindargata 3 (Hótel Tindastóll), Lindargata 5 (Borgarey) og Lindargata 7.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Fundargerðabók stofnfundar U.M.F.T. 1903-1912

Innbundin og handskrifuð og vel læsileg bók, fundagerðirnar eru frá stofnun Ungmannafélags Tindastóls. Blaðsíður eru heillegar en bókin hefur varðveist illa, bókin er án kjalar og bindingin er einnig illa farin. Nokkuð af blöðunum inni í bókinni eru laus úr bindingunni.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Niðurstöður 426 to 510 of 2080