Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 55214 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

31934 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Yfirlit og athugasemdir 1827

Skjal með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Efst á blaðinu stendur: "Fattigvæsenets Tilfrand í Skagefjords Sysjel for Aret 1827."

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1833-1834

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir, sem hver um sig er opna úr bók.
Efst á fyrstu örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1833 til Fardag 1834."
Á hinar tvær arkirnar eru færðar athugasemdir um yfirlitið. Þær hanga saman með bandi.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1834-1835

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir, sem hver um sig er opna úr bók.
Efst á fyrstu örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1834 til Fardag 1835."
Á hinar tvær arkirnar eru færðar athugasemdir um yfirlitið. Þær hanga saman með bandi.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1835-1836

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir, sem hver um sig er opna úr bók.
Efst á fyrstu örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1835 til Fardag 1836."
Á hinar tvær arkirnar eru færðar athugasemdir um yfirlitið. Þær hanga saman með bandi.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1839-1840

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 2 pappírsarkir. Önnur er opna úr bók en hin síða úr bók.
Efst á fyrri örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1839 til Fardag 1840."
Á hina örkina eru færðar athugasemdir um yfirlitið.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1846-1847

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir.
Efst á fyrri örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1846 til Fardag 1847."
Á hinar arkirnar eru færðar athugasemdir um yfirlitið.

Skagafjarðarsýsla

Athugasemdir 1854-1855

Um er að ræða 1 pappírsörk í 2xfoliostærð. Á hana eru færðar athugasemdir með yfirliti vegna fátækraframfærslu. Yfirlitið fylgir ekki.

Skagafjarðarsýsla

Líftryggingarskírteini

Þrjú líftryggingarskírteini, gefin út til handa Brodda Jóhannessyni. Hvert skírteini um sig er opna í A4 broti, ásamt einni aukasíðu sem fest er inn í opnununa með innsigluðu bandi.

Lifförsakrings-aktiebolaget

Hættuleg ferð yfir Héraðsvötn

Í þessu handriti fjallar Sölvi um ferð sína um Skagafjörð sumarið 1847. Hann nefnir sérstaklega tvo menn sem hann segir vera bændur á Víðivöllum. Samkvæmt Íslendingabók var Jón Ólafsson (1820-1886)¬ bóndi þar um þetta leyti en Ingjaldur nokkur Þorsteinsson (1808-1867) var bóndi á nokkrum bæjum um ævina, t.d. á Ríp (1845) og Eyhildarholti (1850) í Rípursókn. Það er því nokkuð líklegt að Sölvi eigi við þann mann þó ekki virðist hann hafa búið á Víðivöllum.
Sölvi sakar þessa menn um að stofna sér í lífshættu, því þeir vildu ekki lána honum hest til að ferja sig yfir Héraðsvötn. Vegna þess að hann hafði meðferðis mörg hundruð málverk og ritverk átti hann í erfiðleikum með að synda yfir Vötnin en það kveðst Sölvi alla jafna ekki vera í vandræðum með. Hann brá því á það ráð að vaða yfir og verja listaverk sín með því að halda þeim yfir höfði sér. Vötnin virðast hafa verið óvenju vatnsmikil og straumþung því Sölvi segir sig hafa verið hætt kominn og lá við fótbroti vegna grjóts sem áin bar með sér. Sölvi þakkar Guði fyrir að hafa komist lifandi yfir en vandar þeim bændum á Víðivöllum ekki kveðjurnar.

Síða 1, bakhlið

Sölvi lýsir fólkinu í Ærlækjarseli og þeim skelfingum sem hann má þola af þeirra hendi. Hann lýsir miklum raunum sem hann myndi sennilega ekki lifa af ekki væri fyrir samfylgd drottins.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er Sölvi augljóslega að bregðast við ákærum Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns í Eyjafirði um bókaþjófnað. Sölvi lýsir því hvernig hann ýmist kaupir, selur eða gefur bækur á ferðalögum sínum. Hann nafngreinir menn sem hann hefur keypt af bækur, t.d. segist hann hafa keypt bækur af Jóni Bónda á Haukagili í Vatnsdal. Nokkuð af þeim bókum segir Sölvi að hafi verið óseldar þegar haldið var austur og þar hafi hann ýmist selt þær eða gefið. Hann rifjar jafnframt upp ákærur Daníels Jónssonar á hendur sér fyrir bókaþjófnað og minnist á Eggert Briem sem dæmdi í því máli. Hann furðar sig á að Sigfús hafi getað án nokkra sannana gert upptækar þær bækur sem hann þóttist eiga. Sölvi gerir sjálfur grein fyrir að minnsta kosti hluta þessara bóka og nefnir m.a. að hann hafi fengið Mynstershugleiðingar hjá Ólafi bókbindara á Ystu-Grund í Skagafirði (Ólafur Guðmundsson 1808-1853).

Síða 4, framhlið

Hér vantar greinilega framan á frásögnina þar sem vantar framan á fyrstu málsgrein síðunnar. En á síðunni fjallar sögumaður um lygina sem beint er gegn Sölva. Henni skiptir hann í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sökunum sem logið er upp á hann. Í öðru lagi bera þeir víst út óhróður um bók hans og segja hana ekki vera anna en last og níð um höfðingja landsins og í þriðja lagi ljúga þeir því að Sölvi hafi gengist við glæpum sínum.
Þegar hér er komið sögu er greinilega búið að dæma í máli Sölva því fjallað er um yfirvofandi flutning til Kaupmannahafnar. Þó ekki sé farið um það mörgum orðum er greinilegt að sögumanni er niðri fyrir og fjallar um hvernig lygin hefur gert Sölva að táknmynd djöfulsins í landinu.

Um yfirnáttúruleg afköst og dvöl á Breiðumýri

„Þó verst við höfund þessarar bókar …“ þessi tilvitnun gefur til kynna að um sé að ræða brot úr einhverri bók eftir Sölva. Mögulega þeirri sem svo oft er nefnd sjö miljóna arka bókin.
„Það er þó merkilegt, það þori að skamma Sölva ... fyrst það heldur að hann sé sjálfur djöfullinn.“
Hann talar almennt um stöðu sína gagnvart höfðingjunum og víkur að vist sinni á Breiðamýri. Fer með kunnulega rullu um yfirnáttúruleg afköst sem eru af almenningi eignuð djöflinum sjálfum.

Síða 01, framhlið

Á þessari síðu ávarpar sögumaður Sölva og hughreystir hann með því að réttlætinu verði fullnægt hinum megin grafar. Þar verði þeim refsað sem hafi gert á hlut hans en hann njóti ávaxtana af dyggðugu lífi sínu á jörðinni.

Síða 01, bakhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Skjal 1, opna 1

Bréfið vinstra megin á opnunni er einnig stílað á Bjarna Sveinsson prest í Múla í Skriðdal og er stefna á hendur honum fyrir illa meðferð á spekingnum Sölva. Bréfið byrjar á aðvörun, bréfritarinn segir viðtakandanum að vara sig á bræðrum hans og frændum einkum bróður hans Jóni faktor. Í lok bréfsins er Bjarna ráðlagt af bréfritara að skamma ekki ferðafólk sem ekkert hefur gert honum og allra síst níðast á þeim manni sem er vitrari og betri en aðrir, bréfið er undirritað af Sölva og „Grafskrift“ Bjarna fylgir með þar fyrir neðan.
Bréfið hægra megin hefst á því að Sölvi segist vera staddur á Ketilsstöðum (væntanlega á Völlum) og áformaði að halda ferð sinni áfram að Stafafelli í Lóni og hafi til þess leyfisbréf. Hins vegar kemur fram að Sölvi verður að snúa við.
Það er ljóst að þessi bréf snúast um áform Sölva um að ferðast að Stafafelli til þess að sækja þar hluti í hans eigu. Það er þekkt og kemur m.a. fram í umfjöllun Jóns Óskars (Sölvi Helgason: Listamaður á hrakningi, bls. 93.) að Sölvi fékk reisupassa til að sækja að Stafafelli ýmsar eigur sínar. Jafnframt er ljóst að þangað fór hann aldrei, heldur þvældist hann um Norðausturland þar sem hann var handsamaður síðla árs 1853 fyrir flakk. Ekki er annað að sjá á þessum bréfaskrifum Sölva en að hann hafi ætlað að fylgja áformum sínum eftir en af einhverjum ástæðum hafa þeir Bjarni og Björn komið í veg fyrir það.

"Aðsendur draumur sannleiksins ..."

Hluti af umfjöllun um Norðra sem sögumaður virðist bendla höfðingjana við. Annars er fjallað almennt fjallað um villu Íslendinga á vegum syndarinnar og fjallað um dýr drottins.

Fey 4067

Busavígsla við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki haustið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4068

Busavígsla við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra haustið 1991.

Feykir (1981-)

Fey 4071

Dimission stútendsefna við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki vorið 1987.

Feykir (1981-)

Fey 4078

Frá Grettluþingi um Grettir Ásmundarson sem haldið var í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í ágúst 1997. Þekkja má Sverri Pál Erlendsson næst t.v. og Eirík Rögnvaldsson næst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 4080

Samverustund í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri í október 1995.
Í sætaröðinni næst eru f.v. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson og Atli Hjartarson.

Feykir (1981-)

Fey 4092

Námskeið fyrir atvinnulausa haldið í Fjölbrautaskólanum í ársbyrjun 1995.
Það er Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur (legst t.v.) sem er með fyrirlestur.

Feykir (1981-)

Fey 4093

Mæðginin Rafn Rafnsson og Margrét Þórðardóttir frá Siglufirði voru saman í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, veturinn 1996-97.

Feykir (1981-)

Fey 4095

Frá vinstri. Steindór Guðmundsson, Ástþór Bentsson, Jórunn Sigurðardóttir og Anna Rós Ívarsdóttir á Opnum dögum hjá Fás í mars 1997.

Feykir (1981-)

Fey 4100

Sveit og þjálfari Fjölbrautaskóla Norðulands vestra sem tóku þá í spurningakeppni framhaldsskólanna veturinn 1992. F.v. Geirlaugur Magnússon þjálfari, Páll Ingi Jóhannesson, Ragnar Lundberg og Fjölnir Ásbjörnsson.

Feykir (1981-)

Fey 4102

Lionsklúbbur Sauðárkróks gaf félagsmiðstöðinni Frið sjónvarp og leikjatölvu í desember 1999. Mennirnir til hægri eru f.h. Eiður Benediktsson, Birgir Gunnarsson og Eiríkur Loftsson. Unglingarnir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 4109

Frá undirritun samnings um uppbyggingu Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og ríkisins, sem fram fór í verknámshúsi skólans í desember 1990. Þá var nafni skólans breytt í Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þekkja má við enda borðsins f.v. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Þorbjörn Árnason formann skólanefndar, Jón F. Hjartarson skólameistara og Ragnar Arnalds þingmann (eða ráðherra).

Feykir (1981-)

Fey 4111

Ólafur B. Óskarsson bóndi í Víðidalstungu í ræðustóli, hugsanlega þegar Bóknámshús Fjölbrautaskólans var tekið í notkun haustið 1994 en hann talaði þar fyrir hönd sveitastjórna á Norðurlandi vestra.

Feykir (1981-)

Fey 4119

Sólveig Fjólmundsdóttir frá Hofsósi (önnur f.v.) sigraði í "Öskri" söngvarakeppni Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í febrúar 1998.
Til vinstri við Sóveigu eru Ragnar Magnússon, Þóra Þórhallsdóttir og Eiríkur Hilmisson.

Feykir (1981-)

Fey 4125

Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Óvíst um ár.

Feykir (1981-)

Fey 4129

Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki vorið 1995. Jón F. Hjartarson skólameistari í fremstu röð fyrir miðju.

Feykir (1981-)

Fey 4135

Keppendur og aðstendur stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólaskólans á Sauðárkróki sem fram fór vorið 1998. Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans er lengst t.v. og Kristján Halldórsson verkfræðingur og frumkvöðull keppninnar er lengst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 4147

Leikhópur F.á.S. sem setti upp leikritið Fyrsta öngstræti til hægri árið 1986. Leikstjórinn Geirlaugur Magnússon situr fremst.

Feykir (1981-)

Fey 4150

Nýútskrifaðir iðnnemar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki ásamt Jóni F. Hjartarsyni skólameistara, sem er fyrir miðju í fremri röð. Óvíst um ár.

Feykir (1981-)

Fey 4154

Húni II Skagaströnd. (Var gerður að skemmtiferðarbát árið1997).

Feykir (1981-)

Fey 4155

Hafnargerð í Selvík á Skaga, sennilega vorið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4163

Þrem af þeim sem synt hafa Drangeyjarsund var boðið til eyjarinnar sumarið 1994 af Jóni Eiríkssyni á Fagranesi.
Mennirnir eru f.v. Pétur Eiríksson, Axel Kvaran, Jón Eiríksson og Eyjólfur Jónsson. Pétur synti árið 1936, Axel árið 1939 og Eyjólfur árin 1957 og 1959. Á myndinni eru þeir á bryggjunni í Uppgönguvíkinni í Drangey.

Feykir (1981-)

Fey 4169

Skemmtisiglingaskipið Straumey sennilega við Drangey en það var keypt til Skagafjarðar árið 2000 af hlutafélaginu Eyjaskip.

Feykir (1981-)

Fey 4175

Fannar SK 107 á leið á grásleppumiðin síðla vetrar 1995.

Feykir (1981-)

Fey 4182

Gissur hvíti HU 35 legst fyrstur skipa að nýjum viðlegukanti í Blönduóshöfn í ágúst 1996.

Feykir (1981-)

Fey 4183

Röst SK 17 rækjuveiðiskip Dögunnar í Sauðárkrókshöfn. (1986)

Feykir (1981-)

Fey 4192

Rússneskur togari landar fiski á Sauðárkróki í desember 1992.

Feykir (1981-)

Fey 4201

Skagfirðingur SK 4 í Sauðárkrókshöfn, en skipið kom til Sauðárkróks í mars 1989, hét áður Bergvík.

Feykir (1981-)

Fey 4206

Landað úr Skagfirðingi SK 4 á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 4212

Drangey SK 1 við bryggju á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 4215

Drangey SK 1 kemur í fyrsta skipti til Sauðárkróks í mars 1989. Skipið kom frá Keflavík þar sem það hét Aðalvík KE 95.

Feykir (1981-)

Fey 4220

Uppskipun úr útlendu skipi í Sauðárkrókshöfn, sennilega frosin rækja.

Feykir (1981-)

Fey 4223

Tilg. Varðskipið Þór, sem síðar varð æfinga- og kennsluskip fyrir öryggismál sjómanna.

Feykir (1981-)

Fey 4224

Þýski togarinn Bremen landaði 160 tonnum af fiski hjá Fiskiðjunni í júní 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4227

Þýski togarinn Europa landar hjá Fiskiðjunni vorið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4228

Togarinn Rex frá Skagaströnd (áður Arnar HU 1) var tekinn fyrir ólöglegar veiðar á Hatton Rockall svæðinu af skosku Strandgæslunni í mars 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4229

Óþekktur maður á hafnarsvæðinu á Skagaströnd (ca. 1985)
.

Feykir (1981-)

Niðurstöður 4591 to 4675 of 55214